Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 24
24 Laugardagur'10.' dés'embér 1988 Þorvaldur Bragason - Magnús Guðmundsson Landmótun £ ? og byggð í fimmtíu ár Loítmyndir úr safni Landmælinga íslands Ný loftmyndabók Hörpuútgáfan og Land- mælingar Islands hafa gefið út bókina „Landmótun og byggð í fimmtíu ár“ í tilefni af því að á síðastliðnu ári var hálf öld liðin frá því að farið var að taka og nota loftmynd- ir í kortagerð hér á landi. Loftmyndir af íslandi eru varðveittar í myndasafni Landmælinga íslands og eru þær ómetanlegar heimildir um landiö. Þær 50 loftmyndir sem valdar voru i bókina, eru allar teknar lóðrétt niður úr flug- vélum og sýna þær fjöl- breytta náttúru og staðhætti víðs vegar á landinu. Mynd- irnar draga sérstaklega fram landslagsform í byggð og óbyggó og sýna breytingar sem orðið hafa á landi af völdum manna og náttúru. Margir eiga erfitt með að trúa sinum eigin augum er þeir sjá loftmyndir frá mis- munandi tímum sem víöa sýna gífurlegar breytingar. Nægir þar að nefna dæmi um hopun Breiðamerkurjök- uls, sjávarrof við Surtsey, nýtt hraun og eyðingu byggðar í Heimaey, uppbyggingu vega, brúa, virkjana og stóriðju, þróun byggðar víða um land svo og sögulegar myndir frá ýmsum tímum. Myndirnar eru allar svart- hvítar og með þeim eru stutt- ir myndatextar auk uþplýs- inga um mælikvaröa. Þorvald- ur Bragason og Magnús Guö- mundsson landfræðingar tóku efnið saman og völdu myndir. Texti bókarinnar er bæði á íslensku og ensku. Bókin er 68 bls. og að öllu leyti unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Bindindismenn gegn brenni- vínsfríðindum Samvinnunefnd bindindis- manna beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að afnumin verði öll fríðindi einstaklinga og stofnana varðandi kaup á áfengi. í greinargerð segir: Um þessar mundir er mikið rætt um fríðindi sem einstakar stofnanir og embættismenn njóta í viðskiptum við ÁTVR vegna risnu. — Með því að gefa kost á áfengum drykkj- um á hagstæðari kjörum en óáfengum veitingum er í raun verið að stýra framboði og ýta undir áfengisneyslu. Þetta samræmist ekki jöfn- uði í skattlagningu á neyslu- vöru og er í beinni andstöðu við þá heilbrigðisstefnu sem miðar að því að draga úr áfengisneyslu um fjórðung til aldamóta. Þá má benda á að slík mismunun, sem þetta hefur í för með sér, býður heim misnotkun og spillingu. Eðlilegt má telja að stofn- unum rikisins sé ætlað risnu- fé og reynt sé að vinna að því að boðnar séu óáfengar veit- ingar fremur en áfengar enda vandséð að þær áfengu séu heillavænlegri í bráð eða lengd. Þá er nauðsyn að afnema einnig öll friðindi manna varðandi áfengiskaup svo að allir þegnar lýðveldisins sitji við sama borð — enda er þeim ætlað að taka þátt í kostnaði við aö bæta tjónið sem áfengisneysla veldur. □ 1 2 3 □ 4 5 □ V 6 □ 7 Ö 9 10 □ Ti □ 12 13 □ □ Lárétt: 1 útibyggingu, 5 raspur, 6 rölt, 7 umdæmisstafir, 8 leift- ur, 10 hlýju, 11 litu, 12 reykir, 12 veiðir. Lóðrétt: 1 f lík, 2 yfirráð, 3 gang- flötur, 4 ófús, 5 lúi, 7 röskir, 9 sveia, 12 fæddi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 glott, 5 flag, 6 lóu, 7 (í, 8 oftast, 10 KA, 11 gil, 12 unna, 13 sætin. Lóðrétt: 1 glófa, 2 laut, 3 og, 4 trítla, 5 flokks, 7 ísinn, 9 agni, 12 ut. * GengiS Gengisskráning 235 - 8. des. 1988 Kaup Sala Bandarikjadollar 45,550 45,670 Sterlingspund 84,140 84,362 Kanadadollar 38,061 38,162 Dönsk króna 6,7557 6,7735 Norsk króna 7,0082 7,0267 Sænsk króna 7,5215 7,5413 Finnskt mark 11,0666 11,0957 Franskur franki 7,6196 7,6397 Belgiskur franki 1,2418 1,2451 Svissn. franki 30,9517 31,0332 Holl. gyllini 23,0592 23,1200 Vesturþýskt mark 26,0174 26,0860 itölsk lira 0,03527 0,03536 Austurr. sch. 3,7016 3,7113 Portúg. escudo 0,3136 0,3144 Spánskur peseti 0,4010 0,4020 Japanskt yen 0,37087 0,37185 írskt pund 69,612 79,795 SDR 61,9721 62,1354 ECU - Evrópumynt 54,1476 54,2902 * Ijósvakapunktar • RUV Kl. 11.30. Afhending friðar- verðlauna Nobels. Bein út- sending frá seremóníunni, en verðlaunin nú hlutu friðar- gæslusveitirSameinuðu þjóð- anna. Kl. 23.25. Mannréttindi — tón- leikar til styrktar Amnesty International. Meðal skemmti- krafta verða Sting, Peter Gabriel og hinn orkufreki Bruce Springsteen. • Stoð 2 Kl. 21.40. Silkwood. Söguleg mynd um Karen Silkwood, sem lést í bílslysi árið 1974 á dularfullan hátt eftir að hafa háð baráttu til að svipta hul- ■unni af hættuástandi í kjarn- orkuverinu f Oklahoma. • Rás 2 Kl. 17.00. Fyrirmyndarfólk. Lísa Pálsdóttir tekur á móti gestum og bregður léttum lög- um á fóninn. • RÓT Kl. 18.30. Uppáhaldshljóm- sveitin. Baldur Bragason fær til sín gesti sem gera uppá- haldshljómsveit sinni skil. Að þessu sinni verður það hin ein- stæða hljómsveit Led Zeppe- lin. UTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboói í níu 11 kV dreifispenna fyrir Nesjavallarvirkjun af stærðinni 25-1600 kVA. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sanna stað miðvikudaginn 1. feb. 1989 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25B00 — Póstholf 878 — 101 Reykj'avik FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR ELLIMÁLADEILD FELAGSRÁÐGJAFI Staðafélagsráðgjafa(75%) í Ellimáladeild er laus nú þegar. Starfið er fólgið í almennum félagsráðgjafastörfum í deildinni. Umsóknarfrestur er til 20. des. n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð. Upplýsingar gefur Anna S. Gunnarsdóttir og Þórir Guðbergsson í síma 25500. GESTAIBUÐIN VILLA BERGSHYDDAN í STOKKHÓLMI íbúðin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. aldar húsi) er léð án endurgjalds þeim, sem fást við listir og önnur menningarstörf í Helsingfors, Kaup- mannahöfn, Oslo eða Reykjavík, til dvalar um tveggja til fjögurra vikna skeiö á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember. Myndlistarmönnum er þó vísað á Atelje Apelberg, Hásselbyhöll (umsóknareyðublöð fást hjá Nordiskt Konstcentrum, Sveaborg, SF-00190 Helsingfors). Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað, svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til Hásselby slott, Box 520, S-162 15 Vállingby. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgarstjöra, sími 18800. HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS TÆKNIDEILD ÚiboÓ Nefnd sú sém sér um byggingu almennra kaupleigu- íbúða í Miðneshreppi óskar eftir tilboðum í bygg- ingu eins parhúss, einnar hæðar byggðu úr timbri, verk nr.U.05.03, úr teikningasafni tæknideildar Hús- næðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál húss 191 m2 Brúttórúmmál húss 670 m3 Húsið verður byggt við götuna Ásabraut nr. 3a, Sandgerði og skal skila fullfrágengnu, sbr. útboðs- gögn. Afheding útboðsgagna er á skrifstofu Miðnes- hrepps, Tjarnargötu 4, Miöneshreppi, og hjá tækni- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins, Laugavegi 77, Reykjavík, frá þriðjudeginum 13, desember 1988, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skilað á sömu staði eigi síðar en fimmtudaginn 29. desember 1988 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viöstöddum bjóðendum. F.h. byggingarnefndar kaupleiguíbúða, Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins LAUGAVEGi 77 101 REYKJAVfK SÍMI 696900 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.