Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 27

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 27
BS'; lLéWÖ8ftfá&j r'-'l O'.1 d¥sé'Mtíé? 1988 KRINGLAN 32 27 Öðruvísi jólagjafir hjá Hans Petersen Þaö vitaábyggilegaflestiraf einhverjum góðum Ijósmynd- ara sem enginn annar veit um. Jón Ragnarsson, verslunar- stjóri í Hans Petersen í Kringl- unni veit örugglega um marga listaljósmyndara. Jón og aðrir starfsmenn Hans Petersen sjá nefnilega nokkuð margar myndir á hverjum degi, enda tekur ekki nema klukkustund að fá filmuna úr framköllun. Síðustu vikurnar hafa Jón og samstarfsfólk hans séð óvanalega mikið af myndum eins og jafnan er á þessum árstíma. Jólakort með Ijós- mynd verða vinsælli með ári hverju og Ijóst er að fólk gerir sér ekki aðeins grein fyrir gildi þess að varðveita minningarn- ar á góðri Ijósmynd, heldur vill það veita ættingjum og vinum hlutdeild í þeim minningum. „Flestir senda Ijósmynd af börnum sínum, sérstaklega meðan þau eru ung,“ segir Jón Ragnarsson. Vonlaust aö senda mynd af kettinum? Nei, ekki var það nú endilega skoð- un Jóns, endasagði hann allar útgáfur vera til. Hann sagði nokkuð vera um uppstilltar myndir en sér virtist fólk gera meira af því að setja augna- bliksmyndir í kortin „og þá oft myndir sem koma fólki til að brosa“, segir hann. „Filman áklukkustund" áað vísu ekki við um mörg eintök af sömu myndinni til að setja í jólakortið. „Biðin er að jafnaði einn dagur núna,“ segir Jón. Þeim sem annaðhvort senda ekki út jólakort eða eru orðnir of seinir að láta útbúa slík skal bent á rammaúrvalið í Hans Petersen, þar sem fást tré- rammar, smellurammar og ál- rammar í öllum stærðum. Stór Ijósmynd í ramma er skemmti- leg og öðruvísi jólagjöf og nægurtími ertil stefnu að láta stækka eftirlætismyndina, en slíkt tekur um vikutíma. Til að eignast „eftirlætis- mynd“ þarf auðvitað mynda- vél. Þærfást í mörgum gerðum á mismunandi verði hjá Hans Petersen, en að sögn Jóns Ragnarssonar er mest tekið af myndavélum í gjafapakkningu handa börnum og unglingum. í þessum pökkum eru auk vél- arinnar rafhlöður og filma, svo viðtakandinn getur byrjað að taka myndir um leið og jóla- gjöfin hefur verið opnuð. Fyrir 8^^ -- |í |M| þá sem leita að vönduðum myndavélum er valið líka auð- velt. Ljósmyndavélar og allir fylgihlutir sem hægt er að hugsasérfást í úrvali hjáversl- uninni, en Jón segir sölu ádýr- ari myndavélunum vera nokk- uð jafna yfir allt árið: „Svona vandaðar vélar eru keyptar á öllum árstímum og þá frekar sem fjölskyldueign en gjöf.“ Það sama segir hann gilda um vídeótökuvélar, en ýmsir hlutir tengdir þeim eru kjörin gjöf fyrir vídeóáhugamanninn. Þar má nefna Ijós á þrifæti, töskur undir vélarnar eða einfaldlega spólur, sem eru alltaf vel þegn- ar. Sýningarvélar fyrir skyggni- myndireru nokkuð sem margir gætu haldið að væri einkum keypt af þeim sem halda fræðslufundi. Jón segir þá hugmynd úr lausu lofti gripna, því ótal margireigi í fórum sin- um litskyggnur sem alltaf standa fyrir sínu „og til þess að skoða þær þarf auðvitað að hafavél" segir hann. Slíkarvél- ar hafa lækkað í verði og kannski af þeim sökum hefur sala á þeim færst mjög i vöxt. Aðrir hlutir sem Jón segir allt- af seljast vel og þá kannski einkum sem gjafavara eru sjónaukar. Þeir eru til í mis- munandi stærðum, en litlir sjónaukarsem lítið fer fyrireru vinsæiir meðal útivistarfólks. í Hans Petersen fást mynda- albúm i miklu úrvali. Myndaal- búm undir barnamyndirnar, prýdd skreytingum, eða þessi „gömlu góðu' eru alltaf kær- komin gjöf. Hvern langar að eiga fullan pappakassa af góð- um Ijósmyndum sem enginn getur skoðað nema með mik- illi fyrirhöfn? „Auk þess má brýna það fyrir þeim sem eru að eignast myndavél í fyrsta skipti hversu mikils virði það er að geyma myndirnar á ör- uggum stað,lí segir Jón. „Það er góður siður að setja Ijós- myndir í albúm jafnóðum." Kringlunni - sími 68-9345

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.