Alþýðublaðið - 10.12.1988, Page 6

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Page 6
6 Laugardagur 10. desember 1988 VIÐTALIÐ BEINA ÞARF SJONUM UT A VIÐ Rætt við bandarísku markaðssérfrœðingana Dr. Jerome B. Brightman og Lewis E. Brandt, en þeir voru gestafyrirlesarar á haustfundi Útflutningsráðs Islands Dr. Jerome B. Brightman og Lewis E. Brandt. A-mynd/Magnús Reynir. Utflutningsrað íslands fékk tvo bandariska markaössér- fræöinga sem gestafyrirles- ara á haustfundi sínum sem haldinn var fyrr í vikunni, þá Dr. Jerome B. Brightman og Lewis E. Brandt. Dr. Jerome B. Brightman er fram- kvæmdastjóri International Marketing Institute. Hann hefur D.B.A. gráðu frá George Washington háskól- anum og kenndi fyrirtækja- stjórnun í Michigan i tvo ár áður en hann var ráðinn til International Mineral Corp- oration. Siðar varð hann að- stoðarforstjóri ASOMA Chemicals Inc. Þar sá hann m.a. um samræmingu alira alþjóðaviðskipta fyrirtækis- ins. Á árunum 1972 til 1982 var hann ábyrgur fyrir u.þ.b. 900 milljóna Bandaríkjadala sölu. Lewis E. Brandt er fram- kvæmdastjóri International Trade Services Group. Hann er með M.B.A. gráðu frá Harvard, þar sem hann kennir alþjóðleg samskipti, þar á meðal pólitíska hagfræði og alþjóðleg viðskipti. Frá árun- um 1985 til 1987 starfaði hann sem fjármagnssérfræð- ingur hjá World Bank. Alþýðublaðið ræddi við þá Brighiman og Brandt og spurði þá fyrst á hvað íslend- ingar ættu aö leggja megin- áherslu í markaðsmálum sín- um? Brightman:„Þær litlu við- ræður sem við höfum átt viö menn hér á Islandi og í Bandaríkjunum virðast snú- ast meira um skammtíma- markmið, en þegar við ræð- um um markaösmál er áherslan til lengri tíma og höfum þá ekki áhyggjur af sveiflum, efnahagsmálum eða gengisþróun, heldur reynum að vera með áætlun sem gerir ráð fyrir þeim mun og breytingum sem verða og stefnum að ákveðnu marki fremur en að hafa áhyggjur af því hvað stjórnvöld ætla að gera í dag. Aðstæðurnar jafna sig þegar til lengri tíma er litið. Vandamálið virðist vera að hér er áætlun, við höfum alltaf gert þetta svona og svona á að gera það, í stað þess að vera með leiðar- kort að markinu og hvernig sé hægt aó breyta því eftir þeim breytingum sem upp á koma ekki aðeins á okkar eigin markaði, heldur Kka þeim sem keppinautar okkar valda.“ Brandt:„Ég er sammála þessu. Ég held aö vandamál- ið i sambandi við markaðs- mál hér á íslandi mörg und- anfarin ár, séu fyrst og fremst tengd innbyrðis vandamálum, háum vöxtum og efnahagsvandainnan- lands og einblínt á ýmis gæðamál hins hefðbundna varnings sem hér er fram- leiddur. Til að koma á betri útflutningsmarkaði fyrir ís- land þurfi að beina sjónum meira út á við, fá betri upp- lýsingar að utan og vera sveigjanlegri hvað varðar framleiðslu, dreifingu og markaðssetningu. Það mætti t.d. kannski gera meira af því aó setja upp verksmiðjur í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt og flytja þangað hrá- efni. Eða þróa enn frekar vör- ur sem unnar eru hér, þannig aö útflutningurinn sé ekki eins háður verðsveiflum. Ég tel aö framtíðarsýnin geti ver- ið mjög björt, en það þarf að beina sjónum enn meira út á við frekar en inn á við.“ — Horfum við of skammt fram á veginn? Brightman:„Ef maður spyrði hinn almenna íslenska kaupsýslumann að því væri svarið sjálfsagt já, en í raun- veruleikanum er ekki víst að langtímaáætlun sé endilega lausnin út af fyrir sig, af því hún ber merki þess að fyrir- tækin hafa áhyggjur af því hvað stjórnvöld ætla að gera og stjórnvöld fikra sig áfram eins og stjórnmálamenn alls staðar í heiminum gera. Við þurfum að taka með í reikn- inginn að ísland er eyland, en samt sem áður þarf ég að klípa sjálfan mig þegar ég hugsa um að hér búa innan við 300 þúsund manns og þó er þetta meiriháttar land. Við höfum okkar vandamál í Boston, þar sem við búum, sem aldrei væri hægt að leysa á landsvlsu, það er nógu erfitt á smærri vett- vangi. Það að þið eruð að leysa þau á alþjóðavísu finnst mér merkilegt. Hér eru til ráð, mannskapur, þekking og fé. Vandamálið gæti verið að þið takið afstöðu eybúans, „hér erum viö gegn heimin- um“. Við erum hins vegar öll tengd saman á alþjóðlegum markaði, það er ekki hægt að horfa framhjá því lengur. Við sjáum að ýmis sósiallsk stjórnvöld víðs vegar um heiminn eru að taka upp „kapitalískari“ aðferðir. í mín- um huga er það markaðs- stefnan, þau leita að vöru til að þróa, með þaö aö mark- miöi að auka gjaldeyrisforða sinn svo þau séu samkeppn- ishæfari og geti keypt það sem vantar. Við sem erum i markaðsmálum höfum í raun engan sérstakan áhuga á pólitískri hugmyndafræði. Ég hef oft sagt að markaðsmál séu andpólitísk, þau snúist um að finna út hverjar þarfir fólks séu og þá að finna góða vöru sem uppfylli þær þarf ir.“ Brandt:„Ég held að fyrir- tækin hafi þróað langtíma- markaðsáætlanir, vandamálið sé hins vegar að venjuleg uppbygging stórra fyrirtækja geri stjórnarmönnum erfitt fyrir að fylgja langtímaáætl- un því þrýstingur er á þeim að ná hagnaði í dag til að geta borgað arð á morgun. Eina leiðin til að geta fylgt langtimaáætlunum er að koma á aukinni samvinnu við samtök eins og Útflutnings- ráð, þar sem hægt væri að mynda vettvang eða aðferðir þar sem fyrirtæki gætu kom- ið saman þróað í sameiningu krafta sína til langs tíma. Til skemmri tíma gætu þau verið í samkeppni hvert við annað og gætt leyndarmála sinna og það væri mjög gott fyrir efnahaginn því samkeppni eykur dugnað og hagræð- ingu. En til lengri tíma litið er afar áríöandi fyrir þjóðarhag að nota öll tiltæk ráð til aö samræma langtíma áætlun fyrir útflutningsvörur ykkar.“ Brightman: „Við í Banda- ríkjunum eigum við sama vandamál að stríöa. í fyrir- tækjunum er verið að athuga tölurnar í hverjum mánuði og ársfjórðungi, sérstaklega í fyrirtækjum í almennings- eign þar sem ársfjórðungstöl- ur gætu kannski bent til slæms gengis. Ef fyrirtæki lýsti því yfir að það hyggist segja 16 þúsund starfsmönn- um upp og fólk hugsaði sem svo að þaö sé hræðilegt, en til lengri tíma litið er það nauðsynlegt til að gera fyrir- tækið samkeppnishæfara á markaðnum. Á fundi sem þessum, sem haldinn er fjarri skrifstofum gefst mönnum tækifæri á að skoða málið úr fjarlægð í víðara samhengi, það sama á við þegar byggð er langtímamarkaðsáætlun, þá gefst mönnum smá tæki- færi til að sjá inn i framtíó- ina. Það er erfitt þegar við dagleg vandamál er að stríða, sama hvort þar er um dag- blaðsútgáfu eða fiskvinnslu að ræða, eru til staðar dag- leg vandamál sem geta gert mann óðan. Að hafa tækifæri til að líta inn í framtíðina og ákveöa hvert skal halda er sjálfsagt það erfiðasta. Versl- unarfulltrúar Bandaríkjanna erlendis hafa sagt, að þeir hafi svo mikið að gera í hverj- um mánuði við að skýra frá tölfræðilegum upplýsingum að þeir geti ekki staðið upp frá skrifborðum sínum. Þeir kunni ekki lengur að ræöa viðskipti. Þetta eru verslunar-, fulltrúar okkar víðs vegar um heiminn sem í raun ættu að vera a.m.k. mánuð á ári fjarri skrifstofu sinni til að fá upp- lýsingar frá fyrstu hendi. Þetta sama á við um þrýst- inginn á fólk í ýmsum fyrir- tækjum sem er svo störfum hlaöið við aö skoða daginn í dag að þau hafa ekki tlma fyrir morgundaginn." — í fyrirlestri þínum Dr. Brightman, sagðir þú að maður ætti að hlusta á þarfir viðskiptavinarins og verö vör- unnar skipti tiltölulega litlu máli. Brightman: „í dæminu sem ég nefndi skipti verðið ekki meginmáli. Þar var verð minnar vöru það sama og keppinautanna, en í huga við- skiptavinar míns breyttist var- an verulega þegar ég gat selt hana í mun þægilegri um- búðum fyrir viðskiptavininn og verðið skipti þar minna máli. Verð er einungis einn hluti af blöndunni á markaðn-- um. Ef ég þarf að borga 1 dollara fyrir eitthvað sem ég fæ eftir tvær vikur, en fyrir 1,25 dollara gæti ég fengið svipaða vöru á morgun, gæti timinn verið það mikils virði að það borgaði sig.“ — I fyrirlestri þínum Lewis Brandt, minntistu á það að oft færu verð og imynd vör- unnar saman. Brandt: „Hvað varöar verð- lagningu eru tvenns konar vöruflokkar, verð og sveigjan- leiki og sveigjanlegt vöru- verð. í dæmi Dr. Brightman var um að ræða veró og sveigjanleika, viðskiptavinur- inn varð að fá vöruna og verð- ið skipti ekki höfuðmáli. Það kemur heim og saman við það sem ég sagði því sú vara var þannig að hægt var að hækka verð hennar. Það sem þarf að gæta við verðlagn- ingu, er að vera viss um að verðlagningin sé í samræmi við þá ímynd sem varan hefur í huga viðskiptavinarins. í dæmi Dr. Brightmans var var- an meira virði en hún hafði kostað upphaflega."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.