Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 10.12.1988, Blaðsíða 18
Láúgardagur 10. desember 1988' KRINGLAN______________ Leggjum áherslu á sanngjarnt verð rætt við Birgi Halldórsson I Búsháhöld og gjafavörur EFTIR SVÖLU JÓNSDÓTTUR Verslunin Búsáhöld og gjafavörur er gamalgróið fyr- irtæki sem var opnað i Glæsibæ þegar sú verslunar- miðstöð, sem kannski mætti kalla Kringlu síns tíma, tók til starfa. Birgir Halldórsson og Sigríður Auðunsdóttir, eig- endur verslunarinnar, hafa fylgst með breyttum tlmum og fluttu sig yfir í Kringluna þegar hún var opnuð. „Okkur likar mjög vel hér í Kringlunni," sagði Birgir Hall- dórsson, „hingað kemur fjöldi manns og salan er mjög góð. Jólaslan er byrjuð af fullum krafti og er mjög áþekk því sem var í fyrra. Það er ekkert kreppuhljóð í fólki, en ef eitthvað er þá er trú- lega keypt meira af nytsam- legum hlutum nú en oft áð- ur.“ Eins og nafnið bendir til má finna í versluninni Búsá- höldum og gjafavörum flest það sem þarf til heimilis- halds og einnig ýmsa skraut- muni fyrir heimilið. Potta og pönnur af öllum stærðum og gerðum, glös og könnur, all- an borðbúnað, styttur, blóma- vasa og svo mætti lengi telja. Það er ótrúlegt hve mikiö úr- val er á ekki stærra svæði og margt fallegra og nytsam- legra muna. Til dæmis vöktu nýtískulegar franskar stytturi pastellitum athygli og einnig fallegur jólaborðbúnaður, sem Birgir sagði að verslunin hefði látið sérhanna í Vestur- Þýskalandi. Borðbúnaðinn prýðir fínleg mynd af mistil- teini og setur hann svo sann- arlega hátíðarblæ á borðhald- ið. „Við flytjum inn mest af okkur vörum sjálf og leggjum mikla áherslu á að vera með sanngjarnt verð. Okkar aðal- vara er að sjálfsögðu borð- búnaðurinn. Við erum með tugi tegunda af matar- og kaffistellum. Núna erum við með tilboð í gangi sem gildir eins lengi og birgðir endast, ef fólk kaupir 12 manna mat- arstell fylgir kaffistell í kaup- bæti.“ Um er að ræða þrjár tegundir, alhvítt, hvítt með mjórri svartri rönd og hvítt með bleikri rönd og blómum. Flestar vörurnar í verslun- inni eru fluttar inn frá Pól- landi og A-Þýskalandi, en einnig er borðbúnaður frá hinu þekkta finnska fyrirtæki Arabia á boðstólum og vand- aðir vestur-þýskir Fissler- 18 pottar út gæðastáli. Nýjung sem vakið hefur mikla lukku er svokölluö partísett, fjórar litlar pönnur á grind sem hægt er að elda ýmsa.smárétti ávið spritt- loga. í veislum geta gestirnir þá eldað hver fyrir sig við sjálft veisluborðið og skapar það eflaust góða stemmn- ingu, enda hafa partísettin rokið út eins og heitar lumm- ur, að sögn Birgis. Það er sama hvert litið er í versluninni; úrvalið er ótrú- legt. Til dæmis fást öll föt, pottar og skálar fyrir ör- bylgjuofna og nýkomnir eru ekta Wok-pottar, sem eru ómissandi fyrir alla áhuga- menn um austurlenska mat- argerð. Er Birgir bjartsýnn á fram- tíðina? „Er nokur ástæða til að vera annað? Við erum ekkert j að barma okkur, þetta er nær j tuttugu ára gamalt fyrirtæki og við erum ekkert á leiðinni á hausinn. Jólaverslunin virð- j ist ætla að verða síst minni | en f fyrra og hefur jafnvel byrjað fyrr, þannig að þrátt fyrir allt bölsýnistal er fólk | ekki hætt að kaupa inn fyrir heimilið." Sisley & Benetton Fatnaður fyrir fólk sem spáir í gœði, glœsileika og gott verð. Gerið verðsamanburð. Gleðileg jól! Kringlunni Kringlunni barnaföt, Kringlunni Skólavörðustíg 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.