Alþýðublaðið - 06.05.1989, Síða 3
Laugardagur 6. maí 1989
3
Líkur á málamiðlun innan NATO um frestun á
endurnýjun skammdrœgra kjarnavopna í Evrópu:
Mjög ásættanleg niður-
staða fyrir íslendinga
segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra. Bœgir frá hœttunni á fjölgun slíkra vopna
á og í hafinu í kjölfar fœkkunar á landi.
„Seinustu fregnir herma að vaxandi líkur séu
é að samkomulag takist um þetta mál sem verði
endanlega staðfest á leiðtogafundi NATO í lok
mánaðarins. Það samkomulag felur sér að
ákvörðun um endurnýjun skammdrægra kjarna-
vopna verði frestað þangað til betur verði séð
fyrir endann á niðurstöðum afvopnunarvið-
ræðna í Vín um hefðbundin vopn. Og á hinn á
bóginn, að í miilitiðinni verði ekki gengið til
samninga við Sovétmenn um fækkun skamm-
drægra,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson utan-
rikisráðherra í samtali við Alþýðublaðið.
Þær deilur sem risið
hafa innan NATO um þá
stefnu þjóðverja að þegar
verði tekin ákvörðun um
að endurnýja ekki skamm-
dræg kjarnavopn í Evrópu.
Jón Baldvin segir að mála-
miðlunin, sem virðist ætla
að takast, sé fyllilega á -
sættanlegfyrir íslendinga,
ekki síst vegna þess að hún
bægi frá hættunni á frekari
fjölgun slíkra vopna í haf-
inu í kjölfar afnáms eða
fækkunar á landi.
Um þau sjónarmið sem
hvíla á bak við í umræð-
unni um skammdræg vopn
i Evrópu, segir Jón Bald-
vin: „ í fyrsta lagi er þetta
einn af þeim þáttum vig-
búnaðarkerfisins þar sem
yfirburðir Sovétrikjanna
eru yfirgnæfandi. Þeir
liafa á að skipa skamm-
drægum eldflaugum, 15 á
móti einni af hálfu Atl-
antshafsbandalagsins, og
eru þegar á veg komnir
með endurnýjun á sínum
flaugum. í öðru lagi eru
augljós tengsl á milli stöð-
unnar að því er varðar
venjulegan herafla og
venjuleg vopn og spurning-
arinnar um tilvist og end-
urnýjun skammdrægra
kjarnavopna."
Óumdeildir yfirburðir
Sovétmanna
„Bæði Atlantshafs-
bandalag og Varsjár-
bandalag hafa gert hreint
fyrir sínum dyrum í upp-
hafi samningaviðræðna í
Vín um jafnvægisleysið að
því er varðar venjulegan
herafla og vopn. Þar er það
staðfest, án ágreinings, að
yfirburðir Sovétmanna eru
verulegir. Þetta á sérstak-
lega við um mannafla und-
ir vopnum, skriðdreka og
svokallaðar brynvarðar
sóknarsveitir, þar sem yfir-
burðir Sovétmanna eru
miklir. Jafnframt hefur
það verið ríkjandi kenning
á vegum Varsjárbandalags-
ins, að þeirra herafli væri
sniðinn að árásarþörfum,
þ.e.a.s. að hann væri undir
það búinn að hefja leiftur-
sókn með það að mark-
miði að hernema land og
halda því.
Nú hefur því verið lýst
yfir af hálfu Sovétmanna,
að þeir hafi fallið frá þess-
ari herfræðilegu hugsun.
Þeir hafa í staðinn sett
fram kenningu um varnar-
kerfi og að vopnabúnaður
skuli miðast við eðlilegar
varnarþarfir. í þeim tillög-
um um afvopnum sem
báðir aðilar, Atlantshafs-
bandalagið og Varsjár-
bandalagið, hafa sett fram
er kominn nokkuð góður
grundvöllur fyrir samning-
um, því að ágreiningur um
tölu vopna er ekki lengur
fyrir hendi og tillögur
beggja aðila ganga mjög í
svipaða átt.
Hvatning um betri
árangur á sviði_______
hefðbundinna vopna
Þriðji punkturinn er síð-
an sá, að tilvist kjarna-
vopna af hálfu Atlants-
hafsbandalagsins hefur frá
upphafi vega verið rök-
studdur með því að yfir-
burðir Sovétmanna á sviði
hefðbundinna vopna væru
svo yfirþyrmandi. Ef þeim
yfirburðunt er eytt og sam-
komulag tekst um jafn-
vægi á sviði hefðbundinna
vopna og herafla, sam-
komulag tekst um að ekk-
ert ríki í álfunni hafi á að
skipa herafla og venju-
bundnum vopnum sem
dugi til skyndiárása eða
hernáms, þá hefur það
augljós áhrif á spurningar
um endurnýjun kjarna-
vopna. Það er að segja:
Takist að eyða þessari meg-
inundirrót tortryggni í
samskiptum austurs og
vesturs, sent falist hefur í
yfirburðum Sovétmanna á
sviði venjulegra vopna, þá
hefur það auðvitað áhrif á
það þegar Atlantshafs-
bandalagið þarl' að taka til
ákvörðunar spurninguna
um endurnýjun kjarna-
vopna eða ekki,
Þetta er allt rökstuðn-
ingur fyrir því, að skyn-
samlegt sé að fresta þessari
ákvörðun. í þvi felst líka
ákveðin hvatning til Var-
sjárbandalagsins, að þeim
mun skjótvirkari og betri
sem árangurinn verður á
sviði hefðbundinna vopna,
þeim mun meiri líkur eru á
því að ekki þurfi að koma
til ákvörðunar um endur-
nýjun skammdrægra
kjarnavopna af hálfu Atl-
antshafsbandalagsins,
allavega mundi slík niður-
staða greiða mjög fyrir
gagnkvæmum samningum
um verulega fækkun
þeirra. Sú fækkun þyrfti
hins vegar að vera mun
meiri af hálfu Varsjár-
bandalagsins vegna fimm-
tánfaldra yfirburða þeirra
að þvi er varðar skamm-
dræg kjarnavopn.“
Minni likur á fjölgun
vopna á og í höfun um
— Hver er afstaða ís-
lendinga i þessu máli?
„í skýrslu utanríkisráð-
herra til Alþingis kom
fram, að út frá okkar bæj-
ardyrum séð, væri ekki úti-
lokað að taka ákvörðun nú
um endurnýjun, en við
vildum tengja það spurn-
ingunni um árangur í hefð-
bundnum vopnum. Mér
sýnist því að þessi mála-
miðlun sem viröist vera að
takast sé mjög ásættanleg
út frá okkar sjónarmiðum.
Vegna þess að þar eru þessi
tengsl viðurkennd og lögð
til grundvallar.
Einn þáttur þessa máls
varðar sérstaklega hags-
muni okkar íslendinga, þ.e.
spurninga um næsta
áfanga afvopnunarmála,
sem að okkar mati á að
l'jalla um afvopnun á og í
höfunum. Það er mjög
margt sem bendir til þess,
að ef þýska línan yrði ofan
á, þ.e.a.s. ef ákvörðun hefði
verið tekin nú þegar um að
endurnýja ekki skamm-
dræg kjarnavopn í kjölfar
samningsins frá því í des-
ember ’87 um að útrýma
meðaldrægum flaugum,
þá hefði hættan aukist á
því að stórveldin brygðust
við með því að fjölga
kjarnavopnum á og i höf-
unum. Út frá þeim bæjar-
dyrum séð hefði verið ó-
heppilegt fyrir okkur ef ein-
hver ákvörðun hefði verið
tekin nú. Ég hygg því að
málamiðlunin sem líklega
verði ofan á sé í samræmi
við það sem við getum skil-
greint sem íslenska hags-
muni. Hún niyndi a.m.k.
bægja frá hættunni á því,
að um verði að ræða frek-
ari fjölgun kjarnavopna i
hafinu í kjölfar ákvörðun-
ar um afnám eða fækkun
slíkra vopna á landi,“ segir
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra við Al-
þýðublaðið.
Ekki er lengur deilt um gifurlega yfirburöi Sovétmanna i skammdrægum vopnum í
Evrópu. Þeir hafa á að skipa 15 skammdrægum eldflaugum á móti hverri einni af hálfu
NATO.
Myglað kjöt á markað:
w w
FRETTASKYRING Fridrik Þór Guömundsson
----------------- skrifar
I óþéttum bílum og óhreinum gámum
Hagsmunagœslan í landbúnaðinum tryggir að
sjónarmið framleiðenda eru allsráðandi en neyt-
endur standa varnarlausir.
Frétt Alþýðublaðsins um að miklu magni af
óneysluhæfu og jafnvel mygluðu nautakjöti hafi
verið hleypt á markaðinn hefur að vonum vakið
nckkra athygli. Ekki hefur fengist staðfest
hversu nékvæmlega mikið af óneysluhæfu kjöti
komst alla leið til neytenda, í gegnum verslanir,
mötuneyti eða veitingastaði. Margir kaupmenn
og aðstandendur matstaða munu eftir innbyrðis
könnun hafa skilað sínum skömmtum umsvifa-
laust, enda sást myglan i einhverjum tilvika
mjög greinilega, þrátt fyrir að verstu bitarnir
hafi verið skornir af hjá SÍS eftir mat kjötmats-
formanns.
Það er fátt nýtt við það
að matvæli greinist nteð of
mikinn gerlafjölda. Fræg
eru algeng og nýleg dæmi
um óhóflega hatt hlutfall
gerla í kjöthakki og farsi
og þykir þá einkum óhugn-
anlegt hversu mikið af
saurkóligerlum mælist í
þessum afurðum.
Á ári hverju berast Holl-
ustuvernd talsvert magn af
matvælasýnum til gerla-
rannsókna. Taka má sem
dæmi árið 1986, þegar alls
2.106 sýni bárust, en lang
stærsti hlutinn var sendur
af heilbrigðisnefndum víðs
vegar af landinu. Alls 476
sýni bárust af kjötfarsi og
hakki. Alls 227 sýni bárust
sem sýndu fram á ósölu-
hæfa vöru eða 47,7%. Með
öðrum orðum var helming-
ur sýnanna með þeim hætti
að lögum samkvæmt mátti
ekki bjóða neytendum upp
á vöruna. 52 sýni til viðbót-
ar eða 10,9% bentu til gall-
aðrar vöru og var því
minnihlutinn flokkaður
sem söluhæfur.
Ófullkomnir bilar —
óhreinir gámar
Sem betur fer sjást slíkar
tölur vart þegar unt önnur
matvæli ræðir. Til að
mynda mældist aðeins
2,7% sýna af kinda- og
lambakjöti ósöluhæft og
3,1% af nauta- og kálfa-
kjöti. 20% sýna af ali-
fuglakjöti mældist ósölu-
hæft og nær helmingur
sýna af hráum bjúgum.
Þessi nær 500 sýni
greindust ósöluhæf af fjór-
um aðal ástæðum, sem
stundum skarast. í 288 til-
vikum (61,4%) reyndist um
of mikinn heildargerla-
fjölda að ræða. í 218 tilvik-
um (46,5%) var of mikið af
kólígerlum að ræða. í 99
tilvikum (21,1%) var fjöldi
saurkólígerla aðfinnsluat-
riði og í 27 tilvikum var of
mikið af svo kölluðum
stafylokokkum.
Þeim afurðum sem
hættast er við of miklum
heildargerlafjölda eru hrá-
ar kjötvörur, unnar soðnar
kjötvörur, álegg, samlok-
ur, tilbúinn matur og salöt.
Of mikill kólígerlafjöldi
einkennir helst hráar kjöt-
vörur, hráar fiskvörur,
samlokur og salöt, en
saurkólígerlarnir fyrir-
finnast mest i farsi og
hakki.
Á vorfundi heilbrigðis-
fulltrúa 1987 fjallaði Sig-
urður Ö. Hansson dýra-
læknir, forstöðumaður
rannsóknarstofu búvöru-
deildar SÍS, um kjötflutn-
inga, dreifingu og eftirlit.
Hann greindi frá því að
ástandið færi batnandi og
að hjá stærri sláturleyfis-
höfum væri ástandið’ al-
mennt gott. Af orðum
hans má ráða að helsta
vandamálið sé flutningur á
kjöti langar leiðir í ófull-
komnum bifreiðum. „Hins
vegar er ástandið verra
þegar flytja þarf kjöt með
skipum hér innanlands.
„Gámar eru oft óhreinir,
þeir virðast notaðir til að
flytja ýmiss konar varning
út á land og eru ekki
hreinsaðir og þvegnir áður
en kjöt er sett í þá til flutn-
ings til Reykjavikur.“
Pólitisk_____________
hagsmunagæsla________
Greinilegt er á öllu að of
mikið af gerlamenguðum
mat er í umferð. Myglaða
nautakjötið sem Alþýðu-
blaðið greindi frá er því
miður ekki einsdæmi, en
sem betur fer sjaldgæfur
atburður. Það virðist ger-
ast endrum og eins að
hæpnu kjöti er hleypt í
gegn, kannski eftir
„hreinsun“. Einn viðmæl-
andi okkar taldi einsýnt að
pólitík spilaði þar inn i,
nánar tiltekið landbúnað-
arpólitíkin og byggðastef n-
an. Hæpið kjöt kemur
einkum frá hinunt fámenn-
ustu byggðalögum og þeim
sem eru lengst frá höfuð-
borgarsvæðinu, þangað
sem allt kjöt fer. Annar
viðmælandi okkar benti á
að sums staðar væru menn
það samviskulausir að
senda með kjöt af heima-
slátruðu og þá gjarnan illa
meðhöndluðu.
Með öðrum orðum gæt-
ir hagsmuna framleiðenda
og SÍS-veldisins i heild i
öllu ferlinu, meðan neyt-
endur og aðrir kaupendur
vörunnar eru varnarlausir.
Hagsmunagæslan á þess-
um vettvangi ríður ekki við
einteyming, eins og berlega
kom frant í skýrslu Rikis-
endurskoðunar, sem hefur
sent frá sér þá niðurstöðu
að Jón Helgason hafi
breytt reglum um búvöru-
samninga. Þessar breyting-
ar hafi aukið ríkisútgjöld
og hafi ekki átt sér
lagastoð!
/
/