Alþýðublaðið - 06.05.1989, Qupperneq 16
MÞY9UBUBIB
Laugardagur 6. maí 1989
Alþingi:
Húsbréf
úr nefnd
Samkomulag við Alþýðubanda-
lagið um vexti í núverandi kerfi.
Húsbréfafrtimvarpið var
tekið til umræðu í neðri deild
Alþingis í gær, þar sem fullt
samkomulag lial'ði tekist á
milli stjórnarflokkanna um
framgöngu málsins. Alþýðu-
bandalagið hafði uppi fyrir-
vara varðandi vexti í
núverandi kerfi sem rekið
verður sambiiða húsbréfa-
kerfinu fyrst um sinn, en
sættir sig við samkomulag
sem gert var í ríkisstjórninni
sl. miðvikudag.
Samkvæmt samkomulag-
inu verður vaxtamunur á
keyptu fjármagni frá lífeyris-
sjóðunum og útlánum frá
Húsnæðisstofnun aldrei
meiri en 0,5-l% og þar sem
búið er að semja við lífeyris-
sjóðina um kaup á fjármagni
i lok ársins, með 5°/o vöxtum,
má gera ráð l'yrir að lán frá
Húsnæðisstofnun verði þá
ekki hærri en 4,5%.
Kopavogur:
Baráttufundur
um verndun
Fossvogsdals
Bæjarstjórn Kópavogs og
Samtiik um verndun Koss-
vogsdals lialda barátiufund í
dag í Iþróttahúsi Snælands-
skóla í Fossvogi, Kópavogs-
megin. Markmið fundarins
er að kynna sjónarinið þess
l'jölmenna lióps sem vill að
Fossvogsdalurinn verði um
alla framtíð alhvarf og skjól
fyrir íbúa svæðisins og aðra
þá sem njóta vilja útivistar.
Fundurinn hefst klukkan 14.
„Á það skal bent að á síð-
asta ári gerði Neytendablað-
ið könnun á viðhorfum al-
mennings til Fossvogsdalsins
og framtíðarnýtingar hans.
Næstum þrír af hverjum
fjórum þeirra sem afstöðu
tóku, eða 71%, reyndust and-
vtgir því að dalurinn yrði
lagður undir vegamann-
virki,“ segir m.a. í fréttatil-
kynningu vegna fundarins.
Ræðumenn á fundinum
verða: Heimir Pálsson, for-
seti bæjarstjórnar, dr. Sig-
mundur Guðbjarnason, há-
skólarektor, Magnús Harð-
arson, formaður íþróttafé-
lags Kópavogs, Brynjólfur
Jónsson, skógræktarfræð-
ingur og fulltrúi frá samtök-
unum um verndun Fossvogs-
dals. Fundarstjóri verður
Kristján Guðmundsson bæj-
arstjóri.
Á fundinum og fyrir utan
fundarstaðinn munu Horna-
flokkur Kópavogs og Skóla-
hljómsveit Kópavogs leika
undir stjórn Össurar Geirs-
sonar. Skólakórar Kársness
undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur og Snælands-
skóla undir stjórn Björns
Þórarinssonar syngja.
Kynntar verða og skýrðar
skipulagsmyndir að Foss-
vogsdal framtíðarinnar.
„Baráttufundurinn er
haldinn í því skyni að ítrekað
verði að íbúar bæjanna sem
liggja að dalnum eru enn
sömu skoðunar og vilja að
Fossvogsdal verði skilað heil-
um í hendur komandi kyn-
slóða í stað hraðbrautar-
mannvirkis, sem fáum er
ljóst hvaða tilgangi á að
þjóna,“ segir í tilkynningu
frá fundarboðendum.
SUJ 60 ára:
Ráðstefna um unga
fólkið og stjórnmálin
Samband ungra jafnaðar-
manna heldur ráðstefnu í
dag í tilefni af 60 ára afmæli
sambandsins. Yfirskrift ráö-
stefnunnar er „Koma stjórn-
mál ungu fólki við?“
Ræðumenn verða Anna
Margrét Guðmundsdóttir,
forseti bæjarstjórnar í Kefla-
vík, Arnór Benónýsson, leik-
ari, Birgir Árnason, formað-
ur SUJ, Vilhjálmur Þor-
steinsson, framkvæmda-
stjóri, Þorlákur Helgason,
kennari, Karl Th. Birgisson,
blaðantaður, Guðmundur
Árni Stefánsson, bæjarstjóri
i Hafnarfirði, Kristján Þor-
valdsson, blaðamaður og
Ragnheiður Björk Guð-
mundsdóttir, formaður
Nemendafélags Samvinnu-
skólans í Bifröst. Ráðstefnu-
stjóri verður Magnús Árni
Magnússon formaður utan-
ríkismálanefndar SUJ.
Ráðstefnan er haldinn í
Borgartúni 18, kjallara, í sal
Vélstjórafélagsins og stendur
frá klukkan 14.00-17.00.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra setti sýninguna lcefood ’89 í Laugardalshöll í gær. Hilmar B. Jónsson matreiðslumað-
ur sýndi siðangestum hvernig búa á til úrvals mat úr íslensku hráefni. Þess má geta aö Hilmarbjó til styttuna af laxinum,
en hún er gerð úr klakaklumpi sem tekin er úr frosti eftir fjögurra vikna geymslu. Hilmar mótaði laxinn með sporjárni.
Þess má geta að meistaraverkið stendur aðeins i 4-5 tíma viö stofuhita. A-mynd/E.OI,
ICEFOOD ’89:
íslensk matvælasýning
í Laugardalshöll
„Það er búið að kynna
sýninguna út um allan
heim. Markmiðið er að fá
útlendinga til að koina
hingað til lands og eiga við-
skipti hér, frekar en við
sækjum þá heim. Það
hljóta að koma sterkari
viðskiptabönd út úr því ef
þessir menn koma hingað
og kynnast þjóð og menn-
ingu um leið og þeir kynna
sér vöruna,“ segir Birna
Sigurðardóttir sölustjóri
íslensku matvælasýningar-
innar ’89, Ieefood ’89, sem
opnaði í Laugardalshöll í
gær og lýkur á föstudag í
næstu viku.
íslenska matvælasýn-
ingin er skipulögð af Ai-
þjóðlegum vörusýningum
sf. í samvinnu við Industri-
al and Trade Fairs Interna-
tional Limited. Hátt í 60
aðilar taka þátt í sýning-
unni og er aðaláhersla lögð
á fiskrétti ýmisskonar og
nýjungar á sviði matvæla-
framleiðslu.
Sýningin er opin al-
menningi og kostar að-
gangur 400 krónur. í dag er
opið frá klukkan 17-22 og
á sunnudag frá klukkan
14-22. Frá mánudegi til
föstudags verður sérstakur
opnunartími fyrir þá sem
hyggjast gera samninga, á
milli kl 15-18, en opið er al-
ntenningi frá klukkan
18-22. A sýningunni gefst
almenningi kostur á að
kaupa ýmis matvæli á hag-
stæðu verði.
ATLANTAL rœðir tvo möguleika:
Stækkun ISAL eða
nýtt fyrirtæki
Svör berast á nœstu dögum, segir iðnaðarráðherra.
„Það sem um var beðið
að fyrirtækin tækju af-
stöðu til var annars vegar
hvort þau kysu fremur
stækkun á álverinu, Isal,
sem fæli þá í sér stækkun á
því félagi um leið, eða
stofnun nýrrar verksmiðju
með nýju félagi. Þeir eiga
að taka afstöðu til þessara
tveggja atriða og hvort þeir
vilji halda áfram þessum
athugunum og undirbúa
ákvarðanir," sagði Jón
Sigurösson iónaðarráð-
herra í samtali við Alþýðu-
blaðið uin þær hugmyndir
sem ræddar eru við ATL-
ANTAIj-hópinn svokall-
aða í viðræöum um nýtt ál-
ver.
Jón sagði að svör bærust
væntanlega á næstu dög-
um, en nokkrar vikur tæki
að meta þau. „í framhaldi
af því þarf að meta málin
bæði innbyrðis hjá fyrir-
tækjunum svo og gagnvart
íslenska ríkinu. Eg á ekki
von á neitt liggi fyrir fyrr
en undir lok mánaðarins,“
sagði iðnaðarráðherra.
Dagsbrún:
Kjósa á mánudag
Nýgerðir kjarasamningar vinnuveitenda verða bornir
Alþýðusambandsins og upp skýrðir á félagsfundi hjá
Verkamannafélaginu Dags-
brún næstkomandi mánu-
dag. Fundurinn hefst klukk-
an 13.00 í Bíóborg. Að sögn
Guðmundar J. Guðmunds-
sonar formanns Dagsbrúnar
er reiknað með að komið
verði til fundarins beint úr
vinnu, en slíkt mæltist vel
fyrir á dögunum þegar
900-1000 félagar fylltu Bíó-
borg, gamla Austurbæjar-
bíó.