Alþýðublaðið - 20.05.1989, Síða 9
Laugardagur 20. maí 1989
9
ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF
MUN AUKAST_________________
— Verður framtíð sósíaldemó-
krata meir byggð á alþjóðlegu
samstarfi en áður?
„Já, alþjóðleg og alheimsleg
viðhorf og lausnir verða æ víð-
tækari. Svíar vilja auka samvinn-
una við EB-löndin og samtímis
taka þátt í umræðum um atvinnu-
og launþegamál í Evrópu og hafa
áhrif á þá málaflokka. Til að
mynda er nú um 10 °7o atvinnu-
leysi í V-Evrópu. Að ráða að nið-
urlögum atvinnuleysis er stór-
verkefni fyrir launþegahreyfingu
V-Evrópu.
Hvað viðvíkur sambúð austurs
og vestur, þá er það ljóst að þjóð
eins og Svíar hafa margt til mál-
anna að leggja og geta gegnt þar
mikilvægu hlutverki.“
ENGIN RÁÐ TIL
ÍSLENSKRA KRATA____________
— Snúum okkur að íslenskum
sósíaldemókrötum. Eftir klofning
íslenskra jafanaðarmanna 1938
hefur Alþýðuflokkurinn aldrei
náð því að verða stór og afgerandi
stjórnmálaflokkur á Islandi líkt
og bræðraflokkar hans á Norður-
löndum. Vilt þú gefa islenskum
jafnaðarmönnum einhver ráð
hvernig gera á sósíaldemókratísk-
an flokk að stórflokki?
„Nei, það vil ég ekki. Sérhver
flokkur verður að vinna út frá sín-
um aðstæðum og umhverfi. Hér
er um að ræða hefðir, sögu og
þróun sérhvers flokks í sérhverju
landi. Ég yrði því ekki góður ráð-
gjafi fyrir Alþýðuflokkinn. Hins
vegar trúi ég sterklega á samvinnu
milli sósíaldemókratiska flokka á
Norðurlöndum. Að við deilum
með okkur reynslu hvers annars
og skiptumst á skoðunum. Þar
hefur SAMAK (Samstarfsskrif-
stofa jafnaðarmannaflokka og
verkalýðshreyfingar á Norður-
löndum) stóru hlutverki að gegna.
Við viljum mjög gjarnan að Al-
þýðuflokkurinn og íslensk verka-
lýðshreyfing taki sem mestan þátt
í því samstarfi. Við sænskir sósí-
aldemókratar höfum mikið gagn
af slíku samstarfi."
FLOKKSFORYSTA MÁ EKKI
STJÓRNA EIN OG SÉR
— Hvaða augum lítur þú á
flokksstarf? Eru völdin í höndum
of fárra? Eru flokkar valdavélar
sem stjórnað er af hinum inn-
vígðu?
„Ég er ekki þeirrar skoðunar.
Flokksforysta sósíaldemókrata
„Okkur hefur tekist að framkvæma
pólitískar hugmyndir okkar í daglegu lífi
og þœr hafa verið samhljóða vitund,
vilja og tilfinningu þjóðarinnar. “
„Þrjú stœrstu mál sænskra sósíal-
demókrata eru baráttan fyrir kosninga-
réttinum, baráttan gegn atvinnuleysi
kreppuáranna og uppbygging velferðar-
ríkisins. Fjórða stórmálið verður um-
hverfismálin. “
„Grunnhugmyndir okkar um frelsi,
jöfnuð og samstöðu verða jafn lifandi á
næstu öld. “