Tíminn - 27.03.1968, Page 1
Gerizt áskrifendur að
Tímanum.
Hringið í síma 12323
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir augu
80—100 þúsund lesenda.
LEITAÐ
ÁN ÁR-
ANGURS
Nýtt frumvarp um listamannalaun lagt fram á Alþingi:
SÖLUSKATTUR AF BÚKA- OG TÍMfl-
RITASÖLU RENNITIL SKflLOANNA
Froskmenn hefja lelt þar sem
stigvélln fundust.
(Tímamynd—GE)
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Leitað var í allan tlag að
Haraldi Bjarnasyni, þriggja
ára drengnum, sem týndist í
gær, en án árangurs. Leitað
var einkum á Laugames-
tanga og í sjónum út af hon
um. Froskmenn köfuðu þar,
og þyrla leitaði úr lofti, en
allt án árangurs.
Eins og frá segir i blað-
inu í dag, þriðjudag, fund-
ust stígvél Haralds um kl.
10,30 í gærkvöldi í fjörutnni
á Laugarnestanga. Það var
Gunnar Guðjónsson, Tungu-
veg 17, og 10 ára sonur hans
sem fundu annað stígvélið.
Framtiaid á ols 14 I
FÉLAGSBUNDNIR
LISTAMENN 396
GÞE-Reykjavík, þriðjudag.
f nýútkomnu félagatali Banda-
lags ísl. listamanna teljast félagar
alls 39G. Aðildarfélög eru 8, Arki-
tektafélag íslands, Félag ísl. leik-
ara, Félag ísl. listdansara, Félag
ísL myndlistarmanna, Rithöfunda-
félag fslands og Félag ísl. rithöf-
unda, en þessi tvö félög eru bæði
aðilar að Rithöfundasambandi fs-
lands, Félag ísienzkra tónlistar-
manna og Tónskáldafélag íslands.
Fjölmennasta félagið er Félag
ísl. leikara, en það hefur innan
sinna snæra 87 leikara, og þar
af eiga 80 búsetu í Reykjavík og
nágrenmi. Rithöfundar eru raunar
fjölmennari en leikarar, en þeir
skiptast niður á 2 félög. Rithöf-
undafélag íslands telur 71 félags-
mann, þar af 3 heiðursfélaga, Hall
dór Laxness, Sigurð Nordal og
Þórberg Þórðarson, en Félag ísl.
rithöfuinda telur 58 aðila. þar af
einnig þrjá heiðursfélaga, en þeir
eru Bjarni M. Gíslason, Jakobína
Johnson og Viggo Zadig. Rithöf-
undar eru miklu dreifðari .um land
ið heldur en leikararnir, og nokkr
ir þeirra hafa búsetu erlendis.
Af 35 félagsmönnum Arkitekta-
fél'ags íslands er aðeins einn, sem
hefur búsetu utan þéttbýlisins hér
fyrir sunnan og starfar hann á
Akureyri. í Félagi ísl. myndlistar-
manna eru 45 félagsmenn, þar af
nokkrir búsettir erlendis en eng-
Framhald á bls. 15.
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Samgöngumálaráðuneyt-
ið sendi í dag út fréttatil-
kynningu þess efnis, að það
hefði svipt ferðaskrifstof-
una Lönd og Leiðir h.f.
leyfi til reksturs ferðaskrif-
stofu. Engin skýring var
á þessu gefin, og talsmaður
samgöngumálaráðuneytis-
ins vildi engar skýringar
gefa á þessu máli í dag.
Hefur það vakið furðu, að
ráðuneyti skuli taka svona
ákvörðun ,og senda út um
það tilkynningu, án þess
að gera grein fyrir því,
hvaða ástæður liggja til
grundvallar ákvörðuninni.
Tilkynning rgðuneytisins var
stutt og snubbótt, eða svofaljóð
andi: „SamgöngumálaráðuneyL
ið hefur í dag svipt Ferðaskrif-
stofuna Lönd og Leiðir h.f.
leyfi tii reksturs ferðaskrif-
stofu. Samgöngumálaráðuneyt-
ið 26. marz 1968“.
Strax og blaðinu barst þessi
tilkynning, hafði það samband
við samgöngu.málaráðuneytið
og óskaði frekari skýringa á
þessari ákvörðun. Þar sem
ráðuneytisstjórinn, Brynjólfur
Lngólfsson, var erlendis, var
deildarstjórinn, Ólafur Valdi-
marsson. fyrir svörum. Kvaðst
hann ekkert vilja um málið
segja frekar; þessi tilkynning
yrði að nægja!
Þá hafði blaðið í_ kvöld sam-
band við Ingólif Blöndal hjá
Lönd og Leiðir h.f., en hann
kvaðst ekki telja heppilegt að
segja eitt eða neitt um þetta
mál að sinni.
Allt er því á huldu um, hvað
hér liggur til grundvallar. Það
liggur aftur á móti i augum
uppi, að ráðuneyti getur ekki
tekið svona ákvörðun, og til-
Framliatd á bls. 15.
IGÞ-Reykjavik, þriðjudag.
Lagt hefur verið fram á Al-
þingi frumvarp til laga um laun
listamanna, skálda og rithöfunda.
Helztu nýmælin í þessu frumvarpi
eru þau, að skil eru gerð milli
úthiutunar < til skálda og rithöf-
unda annars vegar og annarra
listamanna hins vegar. Er þeirri
upphæð, sem nú er úthlutað ætl-
að að remna í heild til listamanna
en tfl launa skálda og rithöfunda
skal renna söluskattur sá, sem
greiddur er af sölu bóka og tíma-
rita, innlendra og erlendra, til
ríkis.sjóðs. Þá er og ákvæði um út-
lilutun starfsstyrkja, og einnig að
greidd skuli úr ríkissjóði heiðurs-
laun tfl listamanna, skálda og rit-
höfunda, en aldrei fleiri en tólf
samtímis. Flutningsmaður er Þór-
arinn Þórarinsson, ritstjórL Segir
hann í lok greinargerðar, að ekki
sé ætlazt til að frumvarp þetta
nái afgreiðslu á þessu þingi, held-
ur sé það lagt fram nú, tfl þess
að það geti verið til umræðu og
athugunar, þangað til þing kem-
ur saman næsta haust
í fyrstu grein frumvarpsins seg
ir að árlega skuli veita fé á fjár-
lögum til að launa listamenn,
aðra en skáld og rithöfunda. Skal
sú upphæð aldrei vera lægri en
veitt var til listamanna á fjárl.
1968, en hækka hlutfallslega í sam
ræmi við þá hækkun, sem kann
að verða á heildarútgjöldum. fjár-
laga, miðað við fjárlögin 11968.
Til launa skálda og rithöfunda
skal renna söluskatturinn af sölu
bóka og tímarita erlendra og
innlendra, svo og til starfsstyrkja
samkvæmt 4. grein. Þá er ákvæði
um að nefnd sjö manna skuli út-
hluta launum og starfsstyrkjun-
um, Kveðið er á um sérstök heið-
urslaun, sem Alþingi veitir,
greidd eru úr ríkissjóði, og eigi
verða dregin frá úthlutunarfé.
Um störf úthlutunarnefndar
segir í 2. greiin:
1. Áður en til úthlutunar list-
launa kemur, skal nefndin taka
hluta af hvorri þeirri fjárhæð ó-
skiptri, sem um getur í 1. grein,
og ætla til starfsstyrkja skálda og
Framhald á bls. 14.
Þórarlnn Þórarlnsson