Alþýðublaðið - 30.12.1989, Síða 7

Alþýðublaðið - 30.12.1989, Síða 7
eecr 1S ) ) > I Laugardagur 30. des. 1989 7 FRÉTTAANNÁLL ALPÝÐUBLAÐSINS 1989 Halldór Ásgrímjson, vinsalasti stjómmálamsi- urínn á íslandi í lok ársins. Hann stói fástur fyrir í hvalamáiinu 09 sést hér taka á móti þýsk- um blaiamönnum. Halldór bertti sér á margvís- legan hátt í hvalamálinu, fór mjt. tii Vestur- Þýskalands til ai raeia vii kaupendur rslensks sjávarfangs. Hann hafði sigur á endanum, vii- skiptin eru aftur komin í eililegt horf, vísinda- áastlun Islendinga var viiurkennd á fundi Al- þjóia hvalveiðiráðsins. __________JANÚAR_________________ Á RAUÐU UÓSI. Nafnið á fund- arherferð þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar formanns Alþýðu- flokksins og Ólafs Ragnars Gríms- sonar formanns Alþýðubandlags- ins, sem stóð frá 14.—28. janúar. Herferðin leið nokkuð fyrir óhag- stætt veður og andstöðu innan flokkana en víðast þar sem þeir fé- lagar komu var fullt hús. INGÓLFUR GUÐBRANDSSON. Forstjóri Utsýnar og fyrrum eigandi ferðaskrifstofunnar var rekinn úr starfi af nýjum eigendum. Um leið sagði sonur Ingólfs — Andri M. Ing- ólfsson upp starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri. Þar með lauk ára- tugaafskiptum Ingólfs, sem kalla má ferðaskrifstofukóng íslands, af ferðamálum. STÓRBRUNI. Húsnæði Gúmmí- vinnustofunar að Réttarhálsi í Reykjavík brann til kaldra kola. Tjónið varð gífurlegt. Við skoðun á húsinu kom í ljós að fjöldi atriða varðandi eldvarnir voru ófrágengin og síðar að eldvarnareftirlit á land- inu virtist reyndar allt í molum. ARNARFLUG. Enn hafði engin botn fengist í mál Arnarflugs, málið var komið inn á borð hjá ríkisstjórn vegna skulda félagsins. Skiptar skoðanir voru um málið í ríkis- stjórninni. Eina marktæka niður- staðan var sú að Arnarflug yrði ekki gert gjaldþrota. BORGARAFLOKKUR í STJÓRN. Viðræður við Borgaraflokkinn um aöild að stjórnarsamstarfinu héldu áfram. Feðgarnir Albert Guðmunds- son og Ingi Björn Albertsson voru tregir í taumi sem fyrr. Þreifingar héldu áfram út mánuðinn. SAMBANDIÐ. Aðra viku í janúar voru tilkynntar niðurstöður nefndar innan vébanda SÍS, sem gerðu ráð fyrir að Sambandið yrði bútað nið- ur. Valur Arnþórsson, fráfarandi stjórnarformaður, var einn höfunda skýrslunnar. Guðjón B. Ólafsson var henni algjörlega andvígur. í skýrsl- unni var ekki orð um verksvið for- stjóra SÍS. Fram kom að Sambandið Valur uiudi skýrslu þar stm haiw lagði til ai Sambandið yrii bútai niiur tg flest fyrirtaski t>ess geri ai hlutafélögum. GuSjón métmtehi krefhiglega, enda var ekkert minnst á starf fbr- stjóra í skýrslunni. Svo for Valur í Landsbankann en Guijón hélt ófram ai berjast vii gríÍaHegan taprekstur SÍS. hafði tapað 800 milljónum árið 1988. KJARASAMNINGAR Verka- lýðsfélögin leituðu eftir fundum með ráðherrum vegna komandi kjarasamninga. Verðstöðvun rann út 1. mars en reyndin varð sú að fyr- ir þann tíma hafði ekkert gerst. GALLI í TRYGGINGARFORRITI. Galli í tryggingarforriti hjá Trygg- ingarstofnun ríkisins olli því að 677 bótaþegar fengu bakreikning vegna vangoldinna skatta sem þeir áttu ekki að greiða. SKULDABREF ATVINNUTRYGG- ingarsjóðs. Ríkisstjórnin neyddist til með breytingu á bráðabirgðalögun- um um sjóðinn, að ábyrgjast bréfin svo þau væru gjaldgeng á markaði. SVERRIR ÓG BIÐLAUNIN. Eftir að uppvíst varð um að Sverrir Her- mannsson haföi þegið biðlaun frá Alþingi, þrátt fyrir að fá laun sem bankastjóri á sama tíma. Fékk ríkis- endurskoðun málið til skoðunar. „Vií srtjum bars eg bíðum." Benedikt 6riindel hélt að tími sinn í utenríkisþjónustunni veri lið- inn þegar henn fregnaíi ef því eð utenríkisráð- herra hefði ákveðið eí leggje niiur embaetti heimasendiherra. Svo fár ()ó ekki. Benedikt hélt glaiur og rerfur til New Vork og settist sem fastafulltrúi íslands hjá Sameinuiu ýjóiunum. Seinna í mánuðinum kom í Ijós að Sverrir átti hlut i fyrirtæki sem hon- um var óheimilt. NÝ LÁNSKJARAVÍSITALA. Kynntur var grunnur að nýrri láns- kjaravísitölu þar sem launavísitala skyldi vega einn þriðja hluta á móti framfærslu- og bygginarvísitölu. Launþegahreyfingin mótmælti. Óvissa ríkti um kaup lífeyrissjóða á Jóhenne étti í vandratium mei elþingismenn út ef húsbréfekerfinu. Hún hótaii ai segje ef sér ef málii kemist ekki í gegnúm þingii. Og henni tókst þeð, mei seiglunni hafði hún málii í gegn. skuldabréfum Húsnæðisstofnunar vegna þessa.^ HVALAMÁLIÐ. Aldi suður-fyrir- tækið í V-Þýskalandi rifti samningi um kaup á islensku lagmeti í kjölfar hvaladeilunnar. Sumir héldu fram að samningnum hefði verið rift vegna galla í íslensku vörunum. Seljendur þvertóku fyrir að svo gæti verið. FEBRÚAR STJÓRNARMYNDUN. Enn héldu áfram þreifingar um inn- göngu Borgaraflokks í ríkisstjórn. Akveðnir þingmenn Borgaraflokks- ins héldu áfram að styðja ríkis- stjórnina í mikilvægum málum með hjásetu. HVALAMÁLIÐ. Aldi norður-fyr- irtækið kemur í kjölfar Aldi suöur og riftir samningum um kaup á ís- lensku lagmeti. Ástæðan; hvalveið- ar íslendinga og þrýstingur á fyrir- tækið þessvegna. KJARASAMNINGAR. BSRB lýsti yfir vilja sínum 14. febrúar til að öll stéttarfélögin hefðu samflot í samningunum. Sumir verkalýðsfor- ingjar boðuðu skammtímasamn- inga, aðrir vildu ekki sjá bráða- birgðalausnir. VARAFLUGVÖLLUR. í kjölfar fundar með Wörner, framkvæmda- stjóra Atlanshafsbandalagsins, lýsti Jón Baldvin Hannibalsson því yfir að mannvirkjasjóður bandalagsins vildi eyða 11 milljörðum í varaflug- völl á íslandi. Alþýðubandalags- menn mótmæltu og töldu slíkan völl hernaðarmannvirki og þar meö brot á stjórnarsáttmáianum. Jón Baldvin mótmælti. Hann taldi þaö sitt mál aö ákveöa forkönnun slíks vallar, ekki ákvörðun ríkisstjórnar. HÚSBRÉFAKERFIÐ. Deilur voru um frumvarpið um nýja hús- bréfakerfið á Alþingi. Framsóknar- flokkur með Alexander Stefánsson setti sig upp á móti félagsmálaráð- herra. Jóhanna lýsti því yfir 24. febrúar að hún myndi leggja frum- varpið fram þrátt fyrir hugsanlega andstööu innan Framsóknarflokks- ins. HANDBOLTASIGUR ÍSLANDS. íslenska handboltalandsliðið sigraöi glæsilega á B-heimsmeistaramótinu í Frakklandi. ísland sigraöi Pólland 29—26 í úrslitaleik. ___________MARS______________ VERÐSTÖÐVUN LÝKUR. 1. mars lauk verðstöðvunartímabili sem staðið hafði yfir frá seinni hluta árs 1988. Um leiö fékk almenningur á sig holskeflu verðhækkana, bæði í opinbera- og einkageiranum. Ýtar- leg verðkönnun Alþýðublaðsins síð- ari hluta apríl staðfesti að verðbólg- an fór á fullt um leið og verðstöðv- uninni sleppti. BJÓRINN KOM. 1. mars var sala áfengs öls leyfð á Islandi eftir ára- tuga hlé. Erlendir fjölmiðlar flykkt- ust til landsins og allir skemmtistað- ir voru löngu upppantaðir. KJARASAMNINGAR. Eftir langt þref hófust kjarasamningar. Ríkið vildi leggja áherslu á félagslegar umbætur. Launþegar vildu kaup- hækkanir og ljóst var strax að mikil harka myndi verða í samningavið- ræðum BHMR og ríkisins. Sum félög innan BHMR efndu þegar til at- kvæðagreiðslu um verkfallsboöun. Siðla mánaðarins bauð ríkið upp á skammtímasamning eftir að félög innan BHMR höfðu boðað verkfall. I lok mars ákvað ríkisstjórnin að greiða opinberum starfsmönnum í verkfalli ekki laun. Þar með var sprengju kastað inn á samninga- borðið. BORGARSTJÓRNARMINNI- hlutinn. Viðræður voru í gangi um sameiginlegt framboð og í öndverð- um mars virtust á því góðar líkur. Helst var talin andstaða hjá Kvenna- lista. SAMEINING TRYGGINGARFÉ- laga. Formlega var tilkynnt að Al- mennar tryggingar og Sjóvá yrðu framvegis eitt félag. Sömuleiðis Samvinnutryggingar og Brunabóta- félag íslands. JOHANNA STENDUR Á SÍNU. í viðtali við Alþýðublaðið 11. mars sagðist félagsmálaráðherra myndi leggja fram húsbréfafrumvarpiö hvort sem það nyti stuðnings ríkis- stjórnar eða ekki. 14. mars sam- þykkti Framsóknarflokkurinn frunt- varpið eftir samningá um einstök at- riði. Alþýðubandalagið samþykkti daginn eftir. STJÓRNARMAÐUR BEGGJA vegna borðs. Árni Grétar Finnsson lögmaður Hagvirkis sat stjórnar- fund Landsvirkjunar þegar tekin var afstaða til tilboða í Blönduvirkj- un. Hagvirki átti þar tilboð og fékk annan verkhlutann af tveimur. 1 samtali við Alþýöublaðiö sagði Árni að hér væri ekki um hagsmuna- árekstur að ræða þar sem ekki kom til atkvæöagreiöslu um máliö á fundinum. LÍFSBJÖRG í NORÐURHÖFUM. Þegar taka átti til sýningar myndina Lífsbjörg í Norðurhöfum eftir Magn- ús Guömundsson.reyndu Grænfrið- ungar að fá sett lögbann á sýningu hennar. Því var hafnað fyrir borgar- dómi. Myndin vakti gríðarlega at- hygli og var fátt meira rætt hér á landi næstu daga eftir. FRÍVERSLUN MEÐ FISK. Á ráö- herrafundi EFTA-ríkjanna í Osló var m.a. tekin ákvörðun um aö sam- þykkja fríverslun með fisk innan frí- verslunarsvæðisins. Afar mikilvægt fyrir íslendinga. Að auki samþykkti EFTA sameiginlega stefnuyfirlýs- ingu í komandi könnunarviðræðum við EB um hiö evrópska efnahags- svæði. ARNARFLUG. Ríkisstjórnin ákvað að veita Arnarflugi 150 millj- óna króna víkjandi lán til að halda fyrirtækinu á floti. Ríkið sem var orðið eigandi að flugvél félagsins Ólafur Ragnar Gríwsson «g Ögwunúur Jérws- son. Mennimir sew mest wwddi á í kjaresðwn- ingum BSRB eg ríkisins. Þeir félagar leiddu )>á deilu til lykta en spumingin er hwrt loforft Ólafs hofi haldið megilega vel. ákvað að selja hana og nota and- virðið sem skuldagreiðslu af hálfu Arnarflugs. HERÆFINGAR. í lok mars bár- ust fregnir um fyrirhugaöar æfingar bandaríska hersins á Miðnesheiði, hugsanlega þann 17da júni. Fréttin sló óhug á Islendinga. í apríl varð ljóst að umfangið var minna en fyrst var haldið og tímasetningin ekki rétt. ÓLAFUR BISKUP. Séra Ólafur Skúlason var kosinn biskup íslands í fyrstu umferð biskupskosninga. Hann fékk 56% atkvæða, aörir í framboði voru sr, Heimir Steinsson, sr. Sigurður Sigurðsson og sr. Jón Bjarman. ________APRÍL__________ SJAFNARMÁLIÐ. Miklar deilur uröu meðal Alþýöuflokks og Al- þýöubandalags þegar Svavar Gests- son menntmálaráðherra ákvað að auglýsa lausa til umsóknar stöðu skólastjóra í Ölduselsskóla. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir gegndi stöðunni. BURT MEÐ HÁGSTOFUSTJÓR- ann. Steingrímur Hermannsson vildi au Hallgrímur Snorrason hag- stofustjóri sæti ekki áfram sem for- maður i bankaráði Útvegsbankans. Steingrímur sagði að þaö væri óeöli- legt að hann sæti þar en sætti sig við það tímabundið. KJARASAMNINGAR. Miklar deilur spunnust vegna ákvörðunar fjármálaráðherra að greiða ekki op- inberum starfsmönnum í verkfalli laun. Sáttasemjari gekk í deilu BHMR og ríkisins, lítið miðaöi hjá ASÍ og VSÍ en ríkinu og BSRB virtist hinsvegar verða nokkuð ágengt. 6. apríl féllst ríkisstjórnin á að samfara samningum viö BSRB myndu niður- greiðslur verða auknar og strangt verðlagseftirlit haft á samningstím- anum. Morguninn eftir skrifuðu rík- ið og BSRB undir samninga. Þá fékk ASÍ fordæmissamning. BHMR stóð eitt til hliöar. VSÍ neitaði að semja við ASÍ fyrr en ríkisstjórnin hafði til- kynnt um varanlegar efnahagsað- gerðir. Skólamálin komust í ólestur vegna verkfalls kennara í HIK. Verk- falli var afstýrt í Háskóla íslands þann 27. apríl meb undirskrift samnings Félags háskólakennara við ríkið. NÝJA LÁNSKJARAVÍSITALAN Lífeyrissjóðirnir og ríkið stóðu i samningum varðandi skuldabréfa- kaup þeirra fyrrnefndu. Á endanum Fundaharferð (orwanm A-flokkanra í bytjun ársins gekk erfiðlaga. Veðríð wr vont og wargir (oiystu- manra flokbnm litu þetta uppáteki óhýra ougo. Það breytti þó okki því að mikið (jör wr á fundunum og góð marting þar ssm formennimir fylltu niður feti. t. mars wr dagurinn sow bjérinn bm til landsins. folk flykktist á sbmmfistaðim til að gera sér glaðan dag, erlendir fjölmiðlar bmu til landsins til að verSa vitni að þessum mannlegu nóttúraham- faram. Bindindismenn vöraðu við bjómum en landsmenn flestir bettust.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.