Alþýðublaðið - 30.12.1989, Page 22

Alþýðublaðið - 30.12.1989, Page 22
eatíi' .a-ab .08 Tjaebi&Qufj. Laugardagur 30. des. 1989 Linda Steinunn Pétursdóttir varö Islandsmeistari kvenna í fimleikum 1989. Hér er Linda ásamt Fjólu Ólafs- dóttur (til vinstri) sem varö í 2. sœti og Bryndísi Guömundsdóttur (til hægri) sem varð í 3. sœti. Knattspyrnan fjölmennust KNATTSPYRNAN kemur fyrst upp í hugann, því þar eru iðkend- ur langflestir og áhorfendur vafa- lífið einnig. Knattspyrnusambandið og að- ildarfélög þess störfuðu af miklum þrótti á liðnu ári. I. deildarkeppnin að þessu sinni var ótrúlega spenn- andi og lauk með ánægjulegum sigri KA og þetta er fyrsti sigur fé- lags utan SV-hornsins í Islands- mótinu. Valur varð Islandsmeist- ari kvenna. Fram varð bikarmeist- ari karla og Akranes í kvenna- flokki. Knattspyrnulandsliðin stóðu sig með ágætum á árinu. A-liðið komst aö vísu ekki til Italíu, en árangur þess var eigi að síður mjög góður. Jafntefli við Sovétrík- in í Moskvu og Austurríkismenn hér heima og sigur á Tyrkjum heima er frábært. Naumur ósigur gegn Austurríkismönnum á úti- velli 1:2 og tap gegn A-Þjóðverjum kostuðu sætið á Ítalíu. Annað sæt- ið í Evrópukeppni landsliða 21 árs og yngri á eftir V-Þjóðverjum var mjög gott. M.a. jafntefli við sigur- vegarana í riðlinum bæði heima og heiman segir sitt Sigur á Hol- lendingum á útivelli og jafntefli heima var t.d. glæsilegt. Næsta ár verður viðburðaríkt. Fyrst skal nefna undankeppni A- landsliðsins í Evrópukeppninni og undankeppni Olympíuleikanna. Ekki hefur enn verið dregið í riðla, en rétt er að benda á, að uppistað- an i Oiympíuliðinu verður vafa- laust hið snjalla lið okkar sem skipaði 21 ára liðið sl. sumar. Und- ankeppni i Evrópukeppni ungl- ingaliðanna, bæði 18 ára og 21 árs fer fram næsta sumar. Dregið hef- ur verið í riðla fyrrnefndu keppn- innar, en þar eru í riðli með ís- lensku drengjunum, Englending- ar, Wales og Belgar. Þó að allir sigrar séu vitaskuld mikilvægir, er það hinn almenni og mikli áhugi islendinga á knatt- spyrnunni, ásamt vaxandi þátt- töku unglinga á íþróttinni, sem hlýtur að teljast ánægjulegast fyr- ir Knattspyrnusambandið. Nýkjör- inn formaður KSÍ er Eggert Magn- ússon, en á siðasta þingi sam- bandsins gaf Ellert Schram ekki kost á sér til endurkjörs eftir 16 ára farsælt starf sem formaður KSI. Sigur í B-keppninni ber hæst HANDKNATTLEIKSÍÞRÓTTIN var með miklum glæsibrag 1989 eins og mörg undanfarin ár. Eftir 8. sætið á Olympíuleikunum í Seoul gætti nokkurrar óánægju hjá almenningi, en hingað til hef- ur þó 8. sæti á OL ekki þótt slæmt. INNLEND imm mm um áb Úlfar Jónsson varö íslandsmeistari í golfi. mm em um Mnmmm Alþýðublaðid ff jallar i efftirffarandi grein um það helsta sem gerst heffur i einstökum iþréttagreinum innanlands á liðnu ári og spáir i hvað gerast muni á komandi ári. Örn Eiðsson sem ritað heffur um iþróttir i Alþýðublaðið ffyrr og nú heffur annast eftir- farandi samantekt. Að hans dómi ber sigur islenska lands- liðsins i handknatt- leik i B-keppninni i Frakklandi hæst yffir innlenda iþrótta- viðburði ársins. Örn f jallar ennfremur um aðra atburði og leggur mat á ein- stakar greinar og framtiðarþróun þeirra. Ragnheiöur Runólfsdóttir hlaut sex gullverötaun á íþróttamóti smáþjóöa sem haldiö var á Kýpur sl. sumar. nm m um íslenska landsliöiö í handknattleik viö verðlaunaafhendinguna í B-heimsmeistara- keppninni í París. Einar Vilhjálmsson spjótkastari hafnaöi 5. sœti í heimsafreka- skránni 1989. Einar kastaöi lengst 84,66 metra.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.