Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 26.05.1990, Blaðsíða 16
Laugardagur 26. maí 1990 RITSTJÓRN 2? 681866 - 83320 FAX 82019 ••• • •••• • • • • • •••• •••• • • • • • • ••••• ••• • ••••••••• •••• • • • • « • • •••••••• • • • • • • •••• • • MOSKVA — Alexander Vlasov, dró í gær framboö sitt til kjörs forseta rússneska lýðveldisins til baka. Gorbatsjov, forseti landsins studdi Vlasov til embættis. Ákvörðun Vlasov kom mjög á óvart og er talin auka mjög sigurlíkur róttæka umbótasinnans Boris Yeltsins. VARSJÁ - Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, pólsku verkalýðssamtakanna, sagði verkfall lestarverka- manna sem nú hindrar flutninga til helstu hafna landsins, afsprengi pólitísks leynimakks og að það gæti leitt til borgarastyrjaldar. JcnUSALEM — Palestínskir verkamenn særðu mjög al- varlega ísraelskan bónda með hnífstungu á vesturbakkan- um í gær. Sextán Palestínurnenn og einn ísraeli hafa látist í óeirðunum á herteknu svæðum Israelsmanna til þessa. IMOnRKuPINu — Sænska lögreglan telur brennuvarg hafa verið að verki þegar flóttamannabúðir brunnu til grunna í bænum Kimstad í suðurhluta Svíþjóðar á fimmtu- dag. Mikil andstaða ríkir meðal bæjarbúa gegn aðflutningi innflytjendanna sem flestir koma frá íran, Líbanon, Sómal- íu og Eþíópíu. Straumur innflytjenda til Svíþjóðar hefur aukist mjög og búast stjórnvöld við aö um 40 þúsund inn- flytjendur sæki um ríkisborgararétt á næstu tólf árum, en það eru helmingi fleiri en í fyrra. JOHANNESARBORG — Jerry Kichardson, líf- vörður Winnie Mandela hefur veriö fundinn sekur um að hafa myrt 14 ára ungling, samkvæmt úr- skurði suður-afrískra dóm- stóla. ObLO — Norðmenn hafa ítrekað mótmæli gegn fyrirhug- aðri kjarnorkuendurvinnslustöð við Dounreay á noröur strönd Skotlands. Kristin Hille Valla, umhverfisráöherra Norðmanna lýsti meðal annars yfir áhyggjum vegna áhrifa úrgangs frá verksmiðjunni á lífríki Norður-Atlantshafsins. PAnlS — Franskar herdeildir búa sig undir að flytja brott útlendinga úr borginni Port Gentil, helstu olíuborg Gabon. Þar hafa að undanförnu geisað miklar óeirðir og hafa tveir menn fallið. Uppreisnarmenn hafa krafist afsagnar forseta landsins, Omar Bongo. BONN — Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, sagði í gær aö yfirmenn herafla NATO, Varsjárbandalagsins og fulltrúar hinna hlutlausu ríkja Evrópu ættu að hittast reglu- lega til viðræðna í anda breyttra samskipta milli austurs og vesturs. BOuOlA — Kólumbíumenn ganga til forsetakosninga á morgun. Kosningabaráttan hefur einkennst af heiftarlegu stríði eiturlyfjakónga og vinstrisinnaðra skæruliða, en þeir fyrrnefndu eru taldir bera ábyrgö á morðum á forsetafram- bj(')öendum. KAMPALA — Uppreisnarmenn myrtu 13 manns þegar þeir réðust á búðir fólks sem fúiö haföi heimkyniii sín í her- ferö sem farin var gegn skæruliðum í Norður-Úganda. For- seti Uganda, Yoweri Museveni hefur lýst því yfir að tekist hafi að yfirbuga að mestu helstu hópa uppreisnarmanna. RÓM - ítalskri flugum- ferðastjórar hafa boðað verkfall að kvöldi úrslita- leiks heimsmeistaramóts- ins í knattspyrnu sem hald- ið verður á Italíu í júní. Bú- ist er viö þúsundum áhorf- enda á mótið. WASHINGTON — George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir á fitnmtndag að Kínverjar myndu halda svo- kölluðum bestu kjörum á komandi ári. Þessi ákvörðun for- setans hefur vakið talsverða athygli því senn er liðið ár frá blóðbaðinu á torgi hins heilaga friðar. Bush sagði ákvörð- unina þjóna hagsmunum beggja þjóða. ERLBNDAR FRÉTTIR Umsjón. Laufey E. Löve Sovétríkin: Forsætísráðherrann hótar að segja ai sér (MOSKVA, Reuter) Nikolai Ryzhkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, hef- ur fýst því yfir að hann muni segja af sér ef ekki tekst að tryggja framgang þeirra efnahagsumbóta sem hann hefur sett á odd- inn. Ryzhkov hefur verið í fararbroddi fyrir þeim sem vilja koma á markaðs- kerfi í Sovétríkjunum. Mikil ólga er meðal al- mennings í Sovétríkjunum vegna samþykktar forseta- ráðsins síðasta þriðjudag um að tekið verði upp markaðs- kerfi með íhlutun ríkisvalds. Hafa stjórnvöld í Úkraínu, næst stærsta lýðveldis Sovét- ríkjanna, sagt að þau muni leggjast gegn þessum tillög- um stjórnvalda í Moskvu. Þá hyggjast námaverkamenn mótmæla tillögunum á þingi námaverkamanna sem hald- ið verður innan skamms, en það gæti boðað allsherjar verkfall námuverkamanna Sovéskir námaverkamenn hóta aðgerðum verði ekki horfið frá því að taka upp markaðskerfi i Sovétrikjun- um. til aö mótmæla breytingun- um. „Ef almenningur hefur ekki trú á aðgerðum stjórn- valda þá er eðlilegt að nýir menn taki við stjórntaumun- um," sagði Ryzhkov, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna. Um- ræður hafa nú staðið í hátt á annan dag í sovéska þinginu um tillögur um breytingar á efnahagskerfinu, en þingið verður að samþykkja þær til að þær öðlist lagalegt gildi. Hundrað þúsund Litháir missa vinnu á mánudag (MOSKVA, Reuter) Stjórn- völd í Litháen neyddust í gær til að loka fyrir heitt vatn og gufu til flestra fyr- irtækja vegna efnahags- þvingana Sovétmanna. Tal- ið er að allt að 100 þúsund manns missi vinnu sína á mánudag vegna þessa. Ibúar landsins eru alls 3,5 milljónir. Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, tilkynnti á fimmtudag að Litháar kynnu að fá sjálfstæði að tveim til þrem árum liðnum ef þeir drægju sjálfsstæðisyfirlýs- ingu sína til baka. Forsetinn bauð þessa málamiölun eftir klukkutíma fund með lithá- ískum embættismönnum. Tillaga Gorbatsjovs er ný í deilum um sjálfstæði Litháen og er skref í átt tíl samkomu- lags að mati Nikolai Medve- dev, fulltrúa í æðstaráði Sov- étríkjanna. Litháir hafa til þessa vísað öllum slíkum tilmælum á bug en verulega er nú tekið að þrengja að. Heitu vatni og gufu er aðeins veitt til allra mikilvægustu framleiðslu- greina svo sem fyrirtækja í matariðnaði. Útlit er fyrir kjöt-, mjólkur- og brauðskort að 10 dögum liðnum.Ein- hverjar varabyrgðir af olíu munu þó vera til í landinu en þær verða geymdar ef neyð- artilfelli kynnu að koma upp að sögn embættismanns í Vilnius, höfuðborgar Lithá- en. Haft er eftir embættis- mönnum í Litháen að Sovét- menn muni halda áfram að skaffa Litháum orku fram yfir leiðtogafundinn í Washing- ton í þeim tilgangi að halda velvilja Vesturlandanna en stöðva hann um leiö og hon- um líkur. Fundur Mitterrands og Corbatsjovs Mikhail Gorbatsjov segir að Litháir geti vænst sjálfstæöis eftir tvö til þrjú ár verði þeir við kröfum hans. (MOSKVA, Reuter) Franco- is Mitterrand, forseti Frakklands, kom til Moskvu í gær til fundar við Mikhail Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna. Fundurinn er haldinn að- eins fimm dögum áður en Arafat óskar verndar Sameinuðu þjóðanna (GENF, Reuter) Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, hefur far- ið þess á leit að öryggis- sveitir Sameinuðu þjóð- anna taki að sér verndun íbúa á hernumdu svæðum Israelsmanna. Arafat bar þessa ósk fram á fundi ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær, en til fundarins var boðað vegna óeirðanna að und- anförnu á herteknu svæð- uiuim. Israelsmenn hafa lagst gegn því að eftirlits- menn á vegum Sameinuðu þjóðanna verði sendir til herteknu svæðanna. Við ísraelskum stjórnvöld- um blasir sú hætta að deilurn- ar færist yfir á alþjóðavett- vang. Það er talið geta leitt til enn frekari einangrunar Isra- elsríkis en þegar er orðin. Israelsmenn eru orðnir ugg- andi um ímynd sina á alþjóða- vettvangi. Þegar hafa óeirðirnar á her- teknu svæðunum breiðist út til Jórdaníu og eru líkur tald- ar á að svo kunni að fara hvað varðar þann minnihluta ar- aba sem búsettur er í ísrael. Uppþotin eru þau verstu síð- an óeirðir brutust út á her- teknu svæðunum í desember 1987. Haft var eftir embættis- manni innan PLO, Frelsis- samtaka Palestínu, i gær að svo kynni að fara að Palest- ínumenn búsettir á herteknu svæðunum sæju sig knúða til að grípa til skotvopna ef morðum Israelsmanna tæki ekki að linna. PLO samtökin hafa sam- þykkt bann gegn notkun skotvopna en hætti ísraels- menn ekki að svara með blýi telja þau sig frjáls til að falla frá því. Bann þetta hefur ver- ið í gildi síðan í desember 1987. sá síðarnefndi heldur til Washington þar sem hann hittir Bandaríkjaforseta að máli. Mitterrand sneri heiin á leið síðdegis í gær. Gorbatsjov sagði eftir fund- inn með Mitterrand, að ef Vesturlönd héldu fast við þá kröfu að sameinaö Þýskaland yrði hluti af NATO gæti það leitt til þess að Sovétmenn sæju sig tilneydda til að end- urskoða afstöðu sína gagn- vart öryggismálum í Evrópu. Hann sagði jafnframt að ef þýsku ríkin yrðu hluti af NATO myndi þaö valda óstöðugleika og gæti valdið auknum ágreiningi og minnkandi trausti. Sovét- menn hafa hingað til ekki viljað kvika frá þeirri kröfu að sameinað Þýskaland verði hlutlaust ríki. Haft var eftir frönskum embættismönnum fyrir fund- inn að forsetarnir myndu meöal annars ræða varnir Evrópu og málefni Eystra- saltsríkjanna og þá sérstak- lega Litháen. Talsmaður Frakklandsforseta, Hubert Vedrine, sagði að frönsk stjórnvöld teldu sig hafa orð- ið vör við harðnandi afstöðu Sovétmanna varðandi mál- efni sameinaðs Þýskalands í viðræðunum í Vín um niður- skurð hefðbundins herafla. Ummæli Gorbatsjovs nú eru því talin gefa byr undir báða vængi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.