Alþýðublaðið - 02.06.1990, Page 4

Alþýðublaðið - 02.06.1990, Page 4
4 Laugardagur 2. júní 1990 MMÐIUÐU) Armúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blað hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Jón Birgir Pétursson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Jónsson Leturval, Ármúla 36 Oddi hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands.í lausasölu 75 kr. eintakið HINAR SKÝRU LÍNUR Hin nýja Evrópa er í örri gerj- un. Eitt af aðalviðfangsefnum leiðtoga stórveldanna á fundi þeirra í Washington þessa dag- ana er mótun sameinaðs Þýska- lands. Þar ber liæst öryggis- og varnarmál; spurninguna um hvort hið nýja Þýskaland eigi að vera aðildarríki í Atlantshafs- bandalaginu eða ekki. Frá vest- rænu sjónarmiði er svarið aug- Ijóst: Vestur-Þýskaland er aðild- arríki í NATO ogmun ekki hætta þátttöku sinni við sameininguna viö Austur-Þýskaland. Vandi Gorbatsjovs er hins vegar sá, aö sameinað Þýskaland í NATO veikir vígstöðu Sovétríkjanna til muna og gerir slæma stöðu Sov- étleiðtogans enn veikari heima fyrir. í ljósi þessa er hinn já- kvæði tónn Sovétleiðtogans í garð bandarískra herja í Evrópu nokkuð mótsagnakenndur. Gorbatsjov er að missa tökin á umbótastefnunni. Umbóta- stefna Gorbatsjovs er forsendan fyrir hinum miklu umskiptum í Evrópu. SovétJeiðtoginn var reiðubúinn að veita þjóðum Austur-Evrópu frelsi og sjálfs- ákvörðunarrétt. Gorbatsjov var hins vegar ekki reiðubúinn að veita lýðveldum Sovétrikjanna sömu réttindi. Það hefur skýrast komiö fram í viðbrögðum Moskvu við frelsistilraunum íbúa Eystrasaltsríkjanna. Á sama tíma hafa verið boðaðar breytingar í Sovétríkjunum í átt að markaðskerfi með fyrirsjáan- legum verðhækkunum á nauð- sýnjavörum. Þessar breytingar koma þó ekki í kjölfar betra vöruúrvals eða betra efnahags- ástands. Efnahagslífið hefur aldrei verið dapurlegra og þjóð- arframleislan aldrei minni. Verðhækkanirnar og svonefnt markaðskerfi skellur því á hrundu efnahagskerfi og mun aðeins gera illt verra. Allt gerir þetta stöðu Gorbatsjovs æ veik- ari. Jöreytingarnar í Evrópu halda áfram af fullum krafti. Þýska- land er í hraðri gerjun; lýðræðis- uppbygging í austri og samein- ing Evrópuríkja í vestri undir fánum Evrópubandalagsins. Evrópa er á hverjum degi að taka á sig skýrari mynd samein- aðrar heimsálfu: brotin sem mynduðust í lok síðari heims- styrjaldar eru óðum að falla saman í heillega mynd á nýjan leik. Línurnar eru að skýrast. Hin nýja Evrópasetur hin hefð- bundnu stórveldi i nýtt ljós. Bandaríkin og Sovétríkin eru ekki lengur fangaverðir Evrópu og Japans. Evrópa er risin upp og japanska efnahagsundrið og velferðarkerfum, ekki síst í Evrópu. Á sama tíma ryður jafn- aðarstefnan séræ meira til rúms bæði sem valkostur við stjórnun hefur náð heimsyfirráðum á undanförnum þrjátíu árum. Sov- étríkin hafa hafnað áframhald- andi yfirráðum yfir Austur-Evr- ópu. Bandaríkin missa óðum undirtökin í Evrópu, ekki sist vegna nýrra qónarmiða um hlutverk NATO og sterkari efna- hags Evrópuríkja. Línur stjórn- málakerfanna eru einnig að skýrast. Hin tvö andstæðu öfl hugmyndafræðinnar; kapítal- ismi og kommúnismi eru bæði deyjandi kerfi. Kommúnisminn er þegar komin á hnén og í fjör- brotum. Óheftur kapítalismi er einnig á undanhaldi og fær sterkt aðhald frá blönduðum hagkerfum, umhverfismálum éinstakra lýðræðisríkja og sem alþjóðleg lausná ýmsum vanda- málum heimsins. Hvaða lærdóm geta Islending- ar dregið af þessari öru þróun í Evrópu og víða um heim allan? Fyrsti lærdómurinn er þjóðhags- legur: Að ísland má ekki dragast aftur úr þróun annarra Evrópu- ríkja og verður að opna öll sín iandamæri í víðasta skilningi RADDIR A ad leyfa frjálsan útflutning á gámafiski? Birna Einarsdóttir, 48 ára versl- unarmaður: Ég vil að íslendingar gangi fyrir með vinnu og ef á að halda áfram þessum mikla útflutningi á óunn- um fiski eða jafnvel auka hann þá bitnar það enn frekar á atvinnu í landi. Þess vegna er ég alls ekki meðmælt þvi að útflutningur verði gefinn frjáls og fjöldi fólks þar með sviptur vinnu í sinni heimabyggð. Magnús Tómasson, 87 ára ellilíf- eyrisþegi: Þaö verður að vera skipulag á þessu. Ég er hræddur um að ef á að gefa þetta allt frjálst þá fylgi því bara skipulagsleysi sem eigi eftir að koma okkur illa. Svo eyðileggur allur þessi útflutningur fyrir fólki sem hefur unnið við fiskinn hér heima svo mér líst illa á að gefa þetta alveg frjálst. Helgi Gunnarsson, 39 ára skrif- stofumaður: Ég held að það verði að vera ákveðnar reglur um þessi mál og allir verði að hlýta þeim reglum hvar sem þeir búa á landinu. Með ákveðnum reglum á að vera hægt að koma í veg fyrir að markaðir er- lendis verði fullmettaðir með þeim afleiðingum að verðið lækki. Ef allt er frjálst í þessum útflutn- ingi má búast við öngþveiti á mörkuðum í útlöndum og þar meö verðlækkun. Benedikt Gústafsson, 29 ára stresstöskumaður: Það á að hafa þetta allt saman frjálst enda búum við í lýöræðis- ríki þar sem menn eiga að hafa at- hafnafrelsi. Markaðurinn á að ráða þessu en ekki neinar þvingunarað- gerðir. Það er ekki hægt að stjórna þessu með svoleiðis aðgerðum og raunar gefst þaö best að láta markaðinn um þetta án nokkurra afskipta ríkisins. þess orðs, Ieggja niður áratuga- langa einangrunarstefnu og ger- ast virkir þátttakendur í þróun Evrópu. í öðru lagi getum við dregið stjórnmálalegan lærdóm af þróuninni í Evrópu: Hug- myndafræði kommúnista jafnt sem frjálshyggjumanna er hrun- in í rúst, hugmyndafræði þjóð- legra einangrunarsinna er liðin undir lok og tími aukinna al- þjóðlegra tengsla er runninn upp. Eina íslenska stjórnmála- hreyfingin sem fellur að þeim hugmyndum sem sterkastar eru í Evrópu í dag, er hreyfing jafn- aðarmanna. Þessar línur munu skýrast æ meirá komandi miss- erum. Þess vegna eiga íslenskir jafnaðarmenn meiri tækifæri í dag en þeir hafa nokkru sinni átt frá 1938. Guðmundur Árni Stef- ánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði sem leiddi glæsilegasta sigur Al- þýðuflokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, segir í viðtali við Alþýðublaðið í dag, að fólk vilji skýrar línur. Alþýðu- blaðið tekur undir þau orð bæj- arstjórans. Alþýðuflokkurinn hefur verið trúr hugsjónum sín- um um frelsi, lýðræði, jöfnuð og velferð. Flokkurinn stendur í dag sem sögulegur sigurvegari og er eini jafnaðarmannaflokk- urinn á islandi. Það eru hinar skýru línur. Friðrik Pálsson, 43 ára forstjóri: Allir aðilar í sjávarútvegi komu sér saman um að standa að Aflamiðl- un sem komið var á fót. Hún hefur aðeins starfað í tvo mánuði og því ekki komin full reynsla á þessa starfsemi. Það kom fyrir slys á dögunum sem væntanlega mun ekki endurtaka sig. Meðan verið er að láta reyna á starf Aflamiðlunar er sjálfsagt að standa vörð um nú- verandi fyrirkomulag.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.