Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.06.1990, Blaðsíða 1
MPTBUMÐIfl Boðberi nýrra tima 84. TÖLUBLAÐ 71. ÁRGANGUR am m LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1990 AVOXTUN: Þeir sem áttu peninga hjá Ávöxtun sf. þegar fyrirtækið varð gjaldþrota fyrir tveimur árum, fá greitt sem svarar 40% af nafnverði eigna sinna á þeim tíma. Sé hins vegar tekið tillit tii verðbólgu sl. tvö ár er hér einungis um að ræða brot af inneigninni. Einhverjir þeirra sem fé áttu hjá Ávöxtun hafa í hyggju að kæra Seðlabankann fyrir að hafa ekki fylgst með því sem var að gerast hjá fyrirtæk- inu. Það er einmitt Seðlabankinn sem hefur milligöngu um að þrotabú Avöxtunar fái 80 milljóna króna lán hjá Lands- bankanum út á eignir þrotabúsins til að standa straum af þessum greiðslum. Alls verða greiddar út 100 milljónir og til viðbótar láninu verða teknar 20 milljónir úr sjóðum þrotabúsins. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins munu þessar greiðslur ekki hafa áhrif á væntanlega málshöfðun á hendur Seðalbankanum. H0RAÐIR HESTAR: Már Pétursson bæjarfógeti í Hafnarfirði hefur tekið í sína vörslu 10 hríðhoraða hesta og getur farið svo að þeir verði boðnir upp eftir helgi. Ástæð- an fyrir þessum aðgerðum fógetans er að því er fram kom í fréttum útvarpsins í gærkveldi að eigandinn hefur svikist um að fóðra hestana. Þetta mun ekki í fyrsta sinn sem eig- andinn vanfóðrar hesta því í fyrrahaust féllu tveir hesta hans úr hor. Fjölmargar kærur hafa borist vegna þessa og mun nú koma til greina að þeim verði safnað saman og sendar til ríkissaksóknara. Forðagæslumaður Hafnfirð- inga sagði í útvarpsfréttum í gærkveldi að hestarnir væru svo horaðir að engu væri líkara en vandlega hefði verið unnið að beinunum og skinnið síðan sett utan á aftur. NÝR STJÓRNAR- FORMAÐUR: sigurour Markússon sem verið hef- ur yfirmaður sjávarafurða- deildar Sambandsins um alllangt skeið, var í gær kjörinn stjórnarformaður Sambandsins. Ólafur Sverrisson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Kosning Sigurðar kom ekki á óvart og af þeim sem til greina komu er hann sagður vera sá sem Guðjón B. Ólafsson forstjóri ætti auðveldast að sætta sig við. Á aðalfundinum í gær var líka samþykkt tillaga frá stjórn Sambandsins um að breyta deildum sambandsins í hlutafélög og mun ætlun- in að þeirri breytingu verði að mestu lokið fyrir áramót. Sem kunnugt er voru þessar breytingar Guðjóni B. Ólafs- teyni á móti skapi en þó mun ekki annars að vænta en hann sitji áfram á forstjórastóli. VÍSITÖLUHÆKKUN UM 0,7%: Kauplagsnefnd hef- ur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í júníbyrjun. Vísitalan í júní reyndist hafa hækkað um 0.7% frá í maí og stóð í 145,4 stigum. Verðhækkanir sem áhrif hafa haft til hækkunar eru helstar þessar: 4,2% hækkun á bensíni og 5,2% hækkun á utanlandsferðum, en alls hækka þessir tveir liðir vísitöluna um 0,4%. Ýmsar hækkanir á öðrum vöru- og þjónustuliðum standa síðan fyrir 0,3% hækkun vísitölunnar. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 15,5%, — síðustu 3 mánuði um 1,9% og jafngildir sú hækkun um 7,8% verðbólgu á heilu ári. ÚTFLUTNINGUR HÁÐUR FRAMMISTÖÐU: aiu, miðlun úthlutaði í gær í fyrsta sinn útflutningsleyfum í samræmi við það verð sem viðkomandi útflutningsaðilar hafa fengið á mörkuðum. Þeir sem staðið hafa sig vel og fengið hátt verð fengu útflutningsleyfi en sumir sem fengið hafa lágt verð urðu að sætta sig við neitun. Aflamiðlun hef- ur að undanförnu unnið að því að safna upplýsingum um verð einstakra útflutningsaðila. í ljós kom m.a. að ítrekað hafði verið sótt um leyfi fyrir báta sem síöan höfðu ekki flutt út eigin afla. LEIÐARINN Í DAG Alþýöublaðið fjallar í leiðara í dag um hug-. myndir um stofnun nýs öryggiskerfis í Evrópu. Blaðið ber saman sögu þeirrar tveggja varnar- og hernaðarbandalaga sem staðið hafa ógnar vörð um friðinn frá stríðslokum; Atlantshafs- bandalagið og Varsjárbandalagið og skilgreinir eðlismun þeirra. SJÁ LEIÐARA: TVÖ BANDALÖG — TVENN ÖRLÖG Enginn vara- flugvöllur að sinni „Áformum um byggingu varaflugvallar á íslandi verður að öllum líkindum skotið á frest", sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra í viðtali við Alþýðublaðið í gær. 15 Há-hraðlestir á slóðum Don Quixote Þar sem einhverju sinni þeysti glæsti riddarinn Don Kíkóti á Spánarsléttum munu í framtíðinni geistast áfram há- hraða járnbrautalestir. Keisarinn hér keisarinn þar Frans Beckenbauer er mætt- ur með lið sitt til HM á ítalíu og býr með liðinu í miðaldakast- ala. Það vekur e.t.v. athygli að það er engu líkara en að hann sé enn stjarna v-þýska liðsins. * Snemma beygist krókurinn. . . Bladid í dag er aö hluta helgaö sjómannadeginum Keppinautar í fiskútflutningi rœöa málin: Heitar samræður á Borginni