Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 1
Sunnudagur 16. mars 1986 54. tbl. 67. árg. Afmælisblað Þetta afmælisblað kemur út í tveimur hlutum og í 35.000 ein- tökum. Því verður dreift víða um land. í blaðinu er margvís- legt efni úr 70 ára sögu Alþýðuflokksins. Helgi Skúli Kjart- ansson, sagnfræðingur, hefur skrifað og tekið saman veru- legan hluta af því efni, sem ekki er öðrum merkt. Guðlaugur Tryggvi Karlsson hefur annast auglýsingasöfnun. — Alþýðu- blaðið þakkar öllum þeim, sem lagt hafa þessari útgáfu lið. ■ Alþýðuflokkurinn sjötíu ára Alþýðuflokkurinn er 70 ára. Þessara tímamóta er minnst á margvíslegan hátt. Á sunnudag verður hátíðar- samkoma á Hótel Sögu og Alþýðublaðið kemur út í stóru upplagi, þar sem rakin er baráttusaga flokksins frá stofnun, þegar flokkurinn og Alþýðusamband íslands var eina baráttutæki íslenskrar alþýðu. Á þessum sjö áratugum hefur Alþýðuflokkurinn aldrei hvikað frá grundvallarstefnu sinni; frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Hann hefur ávallt verið lýðræðissinnaður jafnaðar- mannaflokkur, sem stefnir að því að skapa nýtt þjóðfé- lag á íslandi, — þjóðfélag, sem tryggir öllum íslending- um frelsi og jafnrétti, hagsæld og öryggi. Það eru mörg ár á milli þessara mynda. Lif fullorðnu konunnar i sildarvinnu fyrir mörgum áratugum var eilíf barátta, — barátta fyrir brauði, barátta fyrir mannréttindum, barátta fyrir mannsæmandi kjörum, frelsi og rétti einstaklingsins til ákvarðanatöku um eigin hag og framtíð. Litla stúlkan hefur beint og óbeint notið verka hinnar öldruðu verkakonu, sem með vinnu sinni lagði horn- stein að nútíma þjóðfélagi. Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin hafa haft meiri áhrif á þróun þjóðfé- lagsins en aðrar fjöldahreyfingar í landinu. — Nú minnast þessi samtök 70 ára afmælis síns. — Litla stúlkan gæti verið að benda fram á veg, og spyrja: Hver verður framtíð mín? Það verður m.a. hlutskipti þessara tveggja fjöldahreyfinga, að tryggja framtíð hennar og annarra landsins barna með öflugri baráttu fyrir friði, frelsi, jafnrétti og bræðralagi manna. Alþýðuflokkurinn telur, að allir menn í þjóðfélaginu eigi að vera frjálsir og óháðir, en ekki að lúta neinskonar ofurvaldi eða kúgun. Hann telur, að þjóð- félagið eigi ekki að grundvallast á sérhyggju, eigingirni eða auð- söfnun, heldur á félagshyggju, samhjálp og hollustu við heild- ina. Þjóðfélag jafnaðarstefnunn- ar á að vera bræðralag manna, er njóta óskoraðs frelsis, en þurfa ekki að lifa í þrælsótta, manna, sem búa við góð lífs- kjör, örugga afkomu og auðuga menningu, en ekki knúðir áfram af eigingirni og gróða- fýsn eða ótta og öryggisleysi. Alþýðuflokkurinn vill vernda lýðræðið og efla það, og með lýðræðisaðferðum vill hann umbreyta skipulagi nýfrjáls- hyggju og markaðshyggju og koma á þjóðskipulagi jafnaðar- stefnunnar. Þessar hugsjónir marka afstöðu hans til allra vandamála liðandi stundar, og hafa gert frá upphafi. Alþýðuflokkurinn hefur ávallt hafnað því, að lítill minni- hluti eigi að geta haft hag og af- komu meirihlutans i hendi sinni í skjóli auðs og sérréttinda. Hann hefur krafist frelsis al- þýðu manna til handa til þess að efla rétt sinn og bæta hag sinn með lýðræðislegum hætti. Jafn- aðarmenn hafna ofbeldi og ein- ræði. Alþýðuflokkurinn álítur manninn ekki geta verið ham- ingjusaman, nema hann njóti frelsis og velmegunar. Frelsi er einstaklingnum nauðsynlegt til þess að geta náð þroska og notið hamingju. Ófrelsi og kúgun fæðir af sér ótta og óhamingju, og stríðir gegn hinu besta í eðli mannsins. En frelsið hefur ekki einvörðungu ómetanlegt gildi fyrir einstaklinginn. Það er enn- fremur móðir framfaranna. Ef frjáls hugsun er færð i hlekki, er maðurinn fjötraður í þekking- arleit sinni, og fyrr eða síðar munu framfarir stöðvast. Velmegun er ennfremur nauðsynleg til þess að maðurinn fái notið lífsins. Sá sem býr við skort eða ótta um afkomu sína eða sinna, er óhamingjusamur. Það þjóðfélag, sem vill búa þegnum sínum skilyrði til ham- ingju og lífsgleði, verður að út- rýma fátækt og tryggja öllum mönnum örugg lífskjör. Frelsið eitt tryggir ekki farsæld, ef fá- tækt og örbirgð er þvi samfara. Velmegun nægir heldur ekki, ef jafnhliða ríkir ófrelsi og kúgun. Alþýðuflokkurinn vill efla sjálfsbjargarviðleitni og fram- sækni. En engum á að líðast að bola sér áfram á kostnað með- bræðra sinna. Og enginn á að hafa forréttindi fram yfir aðra. Sjálfsbjargarhvötin verður að styðjast við samhug borgar- anna. Fullkomið jafnrétti í stjórn- málum eitt sér tryggir ekki al- gert þjóðfélagslegt jafnrétti, ef efnahagur er ójafn, menntunar- skilyrði misjöfn og þjóðfélags- aðstaða borgaranna ólík. Þess vegna vill Alþýðuflokkurinn, að allir hafi sem jöfnust tækifæri til að njóta hæfileika sinna og dugnaðar, án þess að ganga á rétt nokkurs annars. Þetta eru hin sígildu stefnum- ið jafnaðarmanna. Orðin og kenningarnar eru hinar sömu og notaðar voru fyrir áratugum. Allar eru þær í fullu gildi, og eiga mikið erindi við íslenska al- þýðu. Um þessar mundir ríður ný- frjálshyggjan húsum. Fulltrúar hennar halda því fram, að um- bótastefna sé ekki lengur fram- kvæmanleg, framþróunin hafi sín takmörk. Samt reyna þeir að draga upp þá mynd af stefnu sinni, að hún sé í anda bjartsýni og þeir handhafar traustra framtíðaráætlana. — Ekkert er fjær sannleikanum. Nýfrjáls- hyggjan er römm íhaldsstefna, sem hvarvetna hefur leitt til stöðnunar. Andstæða þessarar stefnu er jafnaðarstefnan, sem trúir á manninn en ekki auðmagnið, trúir á þróun og framfarir og trúir því að breytingar séu fram- kvæmanlegar og jafnframt nauðsynlegar. — Á sjötíu ára afmæli Al- þýðuflokksins er jafnaðarstefn- an jafn ný og fersk og hún var við stofnun hans. Hún er sú stefna, sem að lokum mun vinna sigur á auðvaldi og kommúnisma og hefja mann- inn sjálfan til vegs og virðingar, svo hann megi í samfélagi við aðra, ákvarða framtíð sína í anda friðar, frelsis, jafnréttis og bræðralags. Á.G. Alþýðusamband Islands 70 ára Alþýðusamband íslands varð 70 ára 12. þessa mánaðar. Það var haustið 1915 að fimm verka- lýðsfélög í Reykjavík hófu undirbúning að stofnun verkalýðssambands. Það voru Dags- brún, Framsókn, Prentarafélagið og Bókbind- arafélagið og nýstofnað félag sjómanna. Það var Jónas Jónsson frá Hriflu, sem samdi upp- kast að lögum fyrir sambandið og átti hug- myndina að tengslum verkalýðssambands og stjórnmálaflokks. Ástofnfundinum 12. mars 1916 voru fulltrúar fyrrnefndra félaga, og félaga verkamanna og sjómanna í Hafnarfirði. Framhaldsstofnfundur var svo haldinn 19. mars og var þá bráðabirgða- stjórn kjörin. Forseti hennar var Ottó N. Þor- láksson, varaforseti Ólafur Friðriksson og ritari Jón Baldvinsson. Á fyrsta reglulega Alþýðusambandsþingi haustið 1916 var Jón Baldvinsson kjörinn for- seti. Alþýðusambandið var pólitískt félag jafn- aðarmanna og sambandsþingin flokksþing Al- þýðuflokksins, ASÍ og Alþýðuflokkurinn voru skipulagsleg heild til 1940. Saga Alþýðuflokksins og Alþýðusambands- ins er því samtvinnuð á margvíslegan hátt. Að samband flokksins og ASÍ skyldi rofna hefur haft alvarlegri áhrif á baráttu íslenskra jafnað- armanna en nokkur annar pólitískur atburður. Á þessum tímamótum í sögu Alþýðuflokksins og Alþýðusambands íslands, sendir Alþýðu- flokkurinn ASÍ hugheilar óskir um bjarta fram- tíð og árangur í baráttunni fyrir meira réttlæti vinnandi fólki til handa. Á þeim vettvangi eru mörg verk óunnin, og sjaldan hefur verið meiri þörf fyrir samstöðu jafnaðarmanna, félags- hyggju- og samvinnufólks í baráttunni gegn ný- frjálshyggjunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.