Alþýðublaðið - 16.03.1986, Qupperneq 20

Alþýðublaðið - 16.03.1986, Qupperneq 20
20 Sunnudagur 16. mars 1986 Árni Gunnarsson, fyrrum þingmaöur Alþýöuflokksins, núverandi ritari hans og ritstjóri Alþýðublaðsins, flytur hér ávarp á 60 ára afmælishátíö flokksins 1976. Fimmtán ára sviptingaskeið í sögu Alþýðu- flokksins Tveir heiöursmenn og verkalýösforingjar: Jón Sigurösson, forseti Sjó- mannasambands íslands, og Björn Jónsson, forseti ASI. 1971 Alþingiskosningar. Nýr stjórn- málaflokkur, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem kenndi sig við jafnaðarstefnu og kvaðst berj- ast fyrir sameiningu vinstri manna, vann frægan sigur, einkum á kostn- að Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn hlaut 10.5% atkvæða, sitt lægsta atkvæðahlut- fall síðan 1916. Þingmenn hans urðu 6: Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gröndal, Eggert G. Þorsteinsson, Jón Ármann Héðinsson, Stefán Gunnlaugsson og Pétur Pétursson. Stjórnarflokkarnir, Alþýðu- flokkur og Sjálfstæðisflokkur, sem starfað höfðu saman í Viðreisnar- stjórninni í 12 ár, misstu meirihluta sinn; en stjórnarandstaðan, Fram- sóknarflokkur, Alþýðubandalag og Samtökin, mynduðu Vinstri stjórn. Alþýðuflokkurinn sóttist ekki eftir aðild að stjórninni. þýðuflokksins. Vilmundur Gylfa- son, sem hóf þátttöku í flokksstarf- inu í kosningunum 1974, gerist mesti áhrifamaður flokksins utan þings. Ný stefnuskrá er samþykkt og ákveðið að velja frambjóðendur flokksins í opnum prófkjörum. 1978 Stjórnarandstaðan hefur mikinn meðbyr vegna skerðingar ríkis- stjórnarinnar á umsömdu kaup- gjaldi (krafa verkalýðshreyfingar- innar um samningana í gildi). Sveitarstjórnarkosningar. Al- þýðuflokkur (Björgvin Guðmunds- son og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir), Alþýðubandalag og Framsóknar- flokkur mynduðu meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Alþingiskosningar. Alþýðu- Á góöri stund í sumarferð. Frá vinstri: Jón Baldvin, Kjartan Jóhannsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Vilmundur Gylfason. 1972—73 Hugmyndir Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna um sam- einingu vinstri manna voru mjög til umræðu í Alþýðuflokknum, en raunhæft samstarf flokkanna var takmarkað þar eð annar var í stjórn, hinn í stjórnarandstöðu. 1974 Samtökin í upplausn. Hluti flokksmanna gekk til samstarfs við Alþýðuflokkinn. Sveitarstjórnarkosningar. Sam- takamenn buðu sums staðar fram með Alþýðuflokknum, m.a. í Reykjavík þar sem sameiginlegur J—iisti náði litlum árangri. Upplausn Samtakanna leiddi til þingrofs og kosninga. Alþýðu- flokkurinn hélt áfram að tapa fylgi, hlaut 9.1% atkvæða og 5 þing- menn: Gylfa Þ. Gíslason (hinn eina kjördæmakjörna), Benedikt Grön- dal, Eggert G. Þorsteinsson, Jón Ármann Héðinsson og Sighvat Björgvinsson. Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur mynduðu ríkis- stjórn. Á flokksþingi Alþýðuflokksins tók Benedikt Gröndal við for- mennsku af Gylfa Þ. Gíslasyni. i 1975—77 Mikil endurnýjun á stefnumál- um, starfsháttum og forustuliði Al- Samband Alþýðuflokkskvenna hefur mikið komið við sögu í öllu starfi og stefnumótun flokksins hin síðari ár. Þessi mynd er frá fundi kvenna úr nokkrum kjördæmum landsins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.