Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. mars 1986 9 Sfefnumál I framkvæmd Þessi mynd er tekin í sumarferðalagi Alþýðuflokksins. Hér eru þeir Eggert G. Þorsteinsson, Guðmundur Daníelsson og Gylfi Þ. Gíslason við Skógarfoss. réttlæti, sem hún berst fyrir. Þótt hugsjónin sé æ og ávallt hin sama, hljóta aðferðirnar til þess að nálg- ast markið að vera stöðugum breyt- ingum undirorpnar, því að aðstæð- ur breytast eftir því, sem nær dregur markinu. í upphafi lögðu jafnaðarmenn megináherzlu á sem mesta sameign og þjóðnýtingu til þess að tryggja velmegun og öryggi. En með auknu frelsi og bættri menningu hafa áhrif lýðræðislegs ríkisvalds smám saman orðið svo sterk, að opnazt hafa nýjar leiðir til þess að auka almenna velmegun og skapa aukið öryggi, og ber þá fyrst og fremst að nefna hagstjórnaraðferðir áætlun- arbúskapar, almannatryggingar, opinbera þjónustu í skóla- og menningarmálum, heilbrigðismál- um og samgöngumálum, tekju- jöfnunarráðstafanir í skattamálum o.s.frv. Úr grein Emils Jónssonar, for- manns Alþýðuflokksins, íafmœlis- riti flokksins 1966 Hér skulu aðeins fáein nefnd: End- urbætur á verkamannabústaðalög- unum, lög um vinnumiðlun, ríkis- útgáfa námsbóka, lög um fiski- málanefnd og síldarútvegsnefnd, lög um iðnlánasjóð og um hlunn- indi fyrir ný iðn- og iðjufyrirtæki, lög um eftirlit með verksmiðjum og vélum og öryggi á vinnustöðum, lög um iðnaðarnám og siglingalög, svo að nokkuð sé nefnt. Fjöldamörg önnur þýðingarmikil mál hefur Al- þýðuflokkurinn átt þátt í að flytja og fá samþykkt, þó að ekki verði talin hér. Stærsta og þýðingarmesta málið fyrir íslenzka alþýðu er þó ótalið, en það eru almannatryggingalögin. Þau voru fyrst samþykkt sem al- þýðutryggingalög 1936 og Trygg- ingastofnun ríkisins þar með komið á fót. Þessi lög voru síðan aukin og endurbætt 1946 og þá látin ná til allrar þjóðarinnar. Enn síðar voru lögin margendurskoðuð og endur- bætt, sérstaklega 1956, og síðan nú nýlega, þegar skerðingarákvæði líf- eyrisgreiðslna voru numin úr gildi og landið allt gert að einu verðlags- svæði, svo að greiðslur til allra, hvar sem þeir voru búsettir á landinu, yrðu þær sömu. Þessi lög, ásamt með atvinnu- leysistryggingalögunum, sem sett voru 1956, eiga að tryggja það, að enginn þurfi að komast á vonarvöl, þó að atvinnuleysi, elli eða örkuml steðji að. Bæturnar eru að vísu ekki háar, sem veittar eru samkvæmt þessum lögum, en þó eru þær fyllilega sam- bærilegar við það, sem bezt gerist með nágrannaþjóðum okkar, þar sem tryggingastarfsemin er þó talin vera komin einna lengst. Framhald- Emil Jónsson. ið af þessari lagasetningu er svo, að komið verði á fót lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn, sem veiti eftirlaun til viðbótar við grunntryggingu al- mannatrygginganna, og verði þær miðaðar við laun manna, en ekki, eins og núverandi ellilaun, jöfn fyr- ir alla. Hefur frumathugun á þessu máli þegar farið fram fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar. Hefur þessi fyrsta athugun leitt í ljós, að þetta er íslenzkum þjóðarbúskap engan veginn ofvaxið, en mundi tryggja allri þjóðinni örugga afkomu á efri árum. Svíar hafa þegar tekið þessa tryggingarstarfsemi fyrir gamla fólkið i lög. Norðmenn hafa borið fram frumvarp í sömu átt og Danir eru með þetta mál í undirbúningi eins og íslendingar. Þó að þessi tryggingamál séu þau þýðingarmestu og nytsömustu, sem Alþýðuflokkurinn hefur beitt sér fyrir á síðustu árum, hefur hann þó beitt sér fyrir fjölda mörgum öðr- um málum fyrir íslenzka alþýðu, sem of langt yrði upp að telja. Ég nefni aðeins eitt: Launajafnrétti kvenna og karla, sem flokkurinn flutti og fékk samþykkt. Er nú að- eins eitt ár þangað til konur hafa náð fullu jafnrétti við karla á þessu sviði, en aðlögunartíminn var sex ár frá samþykkt frumvarpsins. Þessi mál öll hafa verið flutt af Alþýðu- flokknum eða fyrir frumkvæði hans. í upphafi kostuðu þau nálega öll mikla baráttu, en síðustu árin og jafnvel síðustu áratugina tvo hefur skilningur annarra flokka á þeim vaxið, og fylgi við þau verið auð- sóttara. Ber að þakka það. RWOOD MAMAGEMEIMT, BUSIIMESS COURSES Nýjung SECRETARIAL COURSES jlen Fern Chambers, Glen Fem Road, Bournemouth, BH1 J NU Telephone: 0202 290462 - 22624 Enskunám í Englandi og nám ístjórnun fyrirtækjaog almennt verslunarnám. 9 mánaða nám sem veitir fuilkomin réttindi til háskólanáms - 3 eða 6 mánaða nám sem veitir viss réttindi. Námskeið hefjast 21. apríl eða 11. ágúst. Sumarnámskeið, 4, 6 eða 10 vikna, 14. júlí og 11. ágúst. Fjölbreytt nám til undirbúnings framhalds- menntun í háskólum, listaskólum en einnig almennu starfi í fyrirtækjum. , Nánari upplýsingar 4 í kynningarbæklingum sem fást á skrifstofu okkar. Opið er frá kl. 8-17 mánud.-föstud. og laugardaga 9-12. Kynning: Hótel Esju 16. mars kl. 14.00 þerney II hæð Feröaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR Gnoðavog 44 -104 Reykjavik - Simi 91-68 62 55 Símnefni: Istravei - Telex: 2265 Istrav-ls

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.