Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 15
Sunnudagur 16. mars 1986 15 Hannibal Valdimarsson: Barátta fyrir laun- um og mannréttindum „Ég óska bæði Alþýðuflokknum og Alþýðusambandinu innilega til hamingju á þessum merku tíma- mótum“, sagði Hannibal Valdi- marsson, fyrrverandi formaður Al- þýðuflokksins og einnig fyrrver- andi forseti ASI. Þegar Alþýðu- blaðið hafði samband við hann i til- efni af 70 ára afmæli þessara tveggja fjöldahreyfinga. Hannibal sagði að þrátt fyrir gíf- urlegar þjóðfélagsbreytingar á þessum 70 árum, væri hlutverk bæði Alþýðuflokksins og Alþýðu- sambandsins æ eitt og hið sama og hefði ekkert breyst. Þar væri launa- baráttan höfuðþáttur en almenn mannréttindabarátta skipaði einnig mikinn sess. „Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- sambandið voru nánast eitt og hið sama fram til 1940. Þegar skipu- lagslegur aðskilnaður varð milli þessara hreyfingaþ sagði Hannibal. Hann bætti því við að engu að síður hefði verið mikið og gott samstarf þarna á milli eftir þann tíma. Hann kvað erfitt að segja til um hvort þessi aðskilnaður hefði orðið til ills eða góðs. „Þó er kannski einkum erfitt að meta hvort nokkur möguleiki hefði verið að koma í veg fyrir aðskilnaðinnþ sagði hann. Hannibal var beðinn að nefna þær breytingar sem hann taldi veigamestar á þessum 70 árum. „Það er allt breytingum undirorp- ið“ svaraði hann. „Kjarabaráttan er orðin faglegri nú. Áður fyrr var meiri tilfinningahiti í mönnum og þeim kröfum sem settar voru fram var fylgt eftir af fyllstu hörku. Sam- staðan bilaði heldur aldrei. Nú er baráttan háð með reiknivélum og tölvum að nokkru leyti og það er ugglaust til bóta“ Hannibal undirstrikaði að lokum að eðli þessarar baráttu hefði ekk- ert breyst á sjötíu ára ferli. „Þetta er enn barátta fyrir mannréttindum og bættum kjörumþ sagði hann. Tveir Alþýðuflokksmenn og fyrrverandi forsetar Alþýðusambands íslands: Björn heitinn Jónsson og Hannibal Valdimarsson. Alþýðuflokkurinn 70 ára Afmæliskveðja frá Emil Jónssyni, fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins Um þessar mundir minnumst við jafnaðarmenn þess að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Alþýðuflokksins. Af því tilefni langar mig að senda hér stuttar afmælisóskir. Á þessum tímamótum er margs að minnast, margir sigrar hafa unn- ist og mörgum málum verið þokað í jafnréttisátt. Alþýðuflokkurinn hefur safnað saman innan sinna vébanda því fólki sem hefur svipaðar skoðanir á stjórnmálum og hefur ákveðið að berjast fyrir framgangi þeirra. Kjarninn í þeirri stefnu er sá að menn fái að njóta arðsins af vinnu sinni sjálfir en hann gangi ekki til óþarfa milliliða. Þessi hornsteinn jafnaðarstefnunnar átti á upphafs- árum Alþýðuflokksins mikilvægu hlutverki að gegna við þjóðfélags- breytingar þeirra tíma. í dag virðist mér engu ntinni þörf fyrir áhrif jafnaðarstefnunnar á skipan lands- mála. Þó að einn geti ekki komið þess- um málum í framkvæmd, geta fleiri þegar þeir vinna saman frekar gert það. Saga Alþýðuflokksins í sjötíu ár hefur verið óslitin saga um bar- áttu fyrir þessum stefnumálum, sú barátta heldur áfram um ókomna framtíð. Ég óska Alþýðuflokknum inni- lega til hamingju með afmælið og vona að honum takist ætlunarverk sitt og rninni á að samtakamáttur, trú við stefnuna, í öflugum Alþýðu- flokk, getur eitt komið til leiðar þeim hugsjónum sem um er barist. Með baráttukveðju, Emil Jónsson. Flugleióir óska Alþýðuflokknum til hamingju með 70 ára afmælið FLUGLEIÐIR J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.