Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 17
Sunnudagur 16. mars 1986 17 Ásmundur Stefánsson. forseti ASÍ: Sameiginleg baráttumál halda í því líftórunni. Onnur sjón- armið voru látin lönd og leið. í sögunni af Steina litla dregur höfundur upp átakanlega mynd af ranglátu þjóðfélagi, þar sem ungur drengur er ofurseldur harðrétti, ótta og öryggisleysi án þess að geta nokkra vörn sér veitt. Sagan hrópar á réttlátara þjóðfélag, þar sem eng- inn þurfi að óttast um afkomu sína, frelsi eða öryggi, þótt hann geti ekki unnið fyrir sér sakir bernsku sinnar, elli eða fötlunar. Sagan hrópar á þjóðfélag jafnaðarstefnunnar, þótt hún sé þar hvergi nefnd á nafn. Tvær ósættanlegar stefnur Þorgerður er persónugervingur þeirra þjóðfélagsafla, er setja auð- gildi ofar manngildi, sem þjösnast áfram og láta sig Iitlu skipta, hvern- ig þeir troðast undir, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Á fullorðinsárum er Steini látinn minnast þess, að „Þorgerður var alltaf sveitt og alltaf guðhrædd" og þess vegna fannst honum alltaf „guðhræðslan“ vera með svitalykt. En Þorgerður gamla er ekki dauð úr öllum æðum, þó að raunveruleg- ir niðursetningar og hreppaflutn- ingar tilheyri liðinni tíð fyrir bar- áttu jafnaðarmanna á sínum tima. Hún virðist meira að segja vera að kasta ellibelgnum hér í okkar litla þjóðfélagi um þessar mundir og stígur nú fram í gervi frjálshyggju- gaura, sem flytja þann boðskap, að þjóðfélagið eigi ekki að gæta bróð- ur síns, heldur eigi allir að neyta kraftanna og hrifsa til sín lífsins gæði, hver sem betur getur. Og þarna leggur fyrir „svitalyktina“ af Þorgerði. Furðulegt, hve mörgum virðist hún góð! Þessir útblásnu frjálshyggju- gaurar Þorgerðar gömlu stefna allir í einu og sömu áttina, burt frá vel- ferðarþjóðfélagi jafnaðarstefnunn- ar, sem þeir kalla aumingjastefnu til óvirðingar öllum þeim, er jafn- aðarmenn segja, að þjóðfélagið beri að vernda. Þeir eigi bara að vera eins konar niðursetningar í þjóðfélagi frjálshyggjunnar og hirða molana, sem kunna að falla af borðum einkaframtaksins. Hér takast því á tvær andstæðar þjóðfélagsstefnur, ósættanlegar og ósamrýmanlegar, því andspænis þessu frjálshyggjuþjóðfélagi for- réttinda og fátæktar stendur fylk- ing jafnaðarmanna, sem vill tryggja öllum mannsæmandi af- komu og skilyrði til að lifa óttalaus- ir um frelsi sitt og öryggi. Besta afmælisgjöfin Á þessum tímamótum er Alþýðuflokkurinn varla ungur, ef miðað er við mannsævina. En hug- sjónir jafnaðarmanna um gott og réttlátt þjóðfélag verða alltaf síung- ar. Svo lengi sem Alþýðuflokkurinn hefur þær hugsjónir að leiðarljósi og berst fyrir þeim, verður hann aldrei gamall, hvað sem árunum líð- ur. Þar á hann sífellt þýðingarmikið verk að vinna, því að gott þjóðfélag getur ávallt orðið betra. Gefum okkur sem flestum þá óbifanlegu trú í afmælisgjöf, að jafnaðarstefnan og hugsjónir henn- ar muni einhvern tíma færa öllu mannkyni þann frið, farsæld og öryggi, sem nú skortir svo mjög í okkar vansæla og sundraða heimi. Jón H. Guðmundsson. Þau stéttarfélög sem tóku um það ákvörðun fyrir 70 árum að stofna heildarsamtök ísienskrar alþýðu, Alþýðusamband ís- lands, gerðu sér fullkomna grein fyrir því að verkalýðsbar- áttan er samtvinnuð stjórnmál- um. Það þótti sjálfsagt að Al- þýðusambandið væri hvort tveggja í senn, samtök verka- lýðsfélaga og stjórnmálaflokk- ur. Alþýöusambandið og Al- þýðuflokkurinn voru ein skipu- lagsleg heild og stóð það skipu- lag óbreytt til ársins 1940. Þeir sem ruddu íslenskri verkalýðshreyfingu brautina urðu oft miklu til að fórna. Stéttabaráttan snerist um brýn- ustu framfærslu og lágmarks- réttindi. Lífsbaráttan var grimmileg og baráttan fyrir samtakaréttinum gat kostað of- sóknir og atvinnumissi. Barátta verkafólks var barátta fyrir hærra kaupi, styttri vinnudegi og bættum aðbúnaði á vinnu- stað en jafnframt barátta fyrir félagslegri umbyltingu og rétt- indaþjóðfélagi. í þeirri baráttu voru heildarhagsmunir hafðir embættismenn verða mikilvægari fyrir hag fyrirtækis en góð stjórn á framleiðslu, framkvæmd nýrra hugmynda og framsýnt sölustarf þá er bæði hagkvæmni og velferð í hættu. Þá er sú tilhneiging fyrirtækja áberandi að falast eftir aðstoð ríkis- valdsins, ábyrgðum þess, fjárfram- lögum og innflutningsvernd. Hér má segja að um sé að ræða tilhneig- ingu til „félagslegrar aðstoðar“ við atvinnurekendur. Þeir gegna ekki í sama mæli og áður hinu hefð- bundna hlutverki sínu að taka á sig áhættu. En um leið dregur úr áhrif- um markaðskerfisins. Skyld þessu er eflaust sú tilhneiging launþega- samtaka að vilja takmarka hagnað- armöguleika fyrirtækja. Þar sem það hefur átt sér stað í ríkum mæli hefur orðið vart minnkandi fram- takssemi og aukinnar þátttöku rík- isvaldsins I atvinnurekstri. En víðtækustu afleiðingar hinna auknu ríkisáhrifa sjást í þriðja lagi ef litið er á málið í heild frá stjórn- málalegu, þjóðfélagslegu og menn- ingarlegu sjónarmiði. Valdahlutföll í þjóðfélaginu taka gagngerum breytingum. Aðstæður geta smám saman orðið þannig að áhrif ekki aðeins fárra stjórnmálamanna og embættismanna, heldur einnig nokkurra atkvæðamikilla forstjóra stórra fyrirtækja — og í ýmsum löndum jafnframt voldugra verka- lýðsleiðtoga — vaxi verulega á kostnað neytenda, lítilla fyrirtækja og þeirra sem stofna vilja ný fyrir- tæki. Við gætum hafnað í þjóðfélagi þar sem valdið er höndunum á litl- um hópi stjórnmálamanna, stórat- vinnurekenda og verkalýðsleið- toga, sem tengjast bræðraböndum og leysa málin út frá sínum eigin sjónarmiðum, en ekki með tilliti til heildarhagsmuna þjóðarinnar. Þá verða sambönd og samningar orðn- ir mikilvægari í efnahagslífinu en hugmyndaauðgi og framtakssemi og hæfileikinn til þess að keppa á markaði. 5. VALFRELSI Að sjálfsögðu verður að láta þess getið, að ýmiss konar ríkisafskipti af atvinnulífi í vestrænum iðnríkj- um hafa leitt til hagkvæmari hag- nýtingar framleiðsluafla en ella og þau hafa jafnframt bætt skilyrði ýmissa þjóðfélagshópa til athafna- frelsis, einkum og sér í lagi þeirra, sem orðið hafa útundan en fengið hafa tekjur sínar bættar. En dæmi að leiðarljósi og styrkur þess sterka nýttur þeim veikari til stuðnings. Við sem eigum allan okkar aldur eftir stríð skynjum naum- ast það allsleysi sem verkafólk bjó við á upphafsárum Alþýðu- sambandsins og skiljum því varla til fulls hvílíku Grettistaki hefur verið lyft. Við tökum lífs- gæði nútimans sem sjálfsagðan hlut og gleymum því að félags- legir ávinningar náðust ekki fyr- irhafnarlaust. Við gleymum baráttunni og þeim fórnum sem voru færðar. Oft gleymist líka að lífsgæðakapphlaupið hefur ekki náð til allra og baráttan fyrir brýnustu framfærslu er enn hin daglega lífsbarátta fjölda fólks. Þó íslenska þjóðin sé þokkalega stöndug er gæðum misskipt sumir lifa í vellysting- um praktuglega á meðan aðrir berjast í bökkum. Stéttabaráttan stendur enn. Það þarf enn að berjast gegn misrétti, fyrir auknum jöfnuði og félagslegu öryggi. Þó leiðir hafi skilið eiga Álþýðuflokkur- inn og Alþýðusambandið þessi má einnig finna um hið gagnstæða. Ef athuguð eru þau ríkisafskipti, sem draga úr valfrelsi i þjóðfélaginu verður að greina milli þeirra af- skipta, sem hafa áhrif á fyrirtæki og einstaklinga. Almenningur verð- ur ekki beint var við áhrif afskipta af atvinnurekstri, þótt þau geti orð- ið til þess að draga úr fram- kvæmdasemi. En hann finnur ef ráðstafanirnar snerta hann beinlín- is, svo sem á sér stað þegar settar eru reglur sem torvelda stofnun nýrra fyrirtækja eða gera rekstur smáfyrirtækja erfiðan, reglur um lokunartíma verslana, sem torvelda neytendum innkaup, takmarkanir á ráðstöfun á húsnæði og byggingar- skilyrðum, gjaldeyrisreglur sem torvelda utanlandsferðir, reglur um skólahald o.s.frv. Mjög háir tekju- skattar geta einnig haft þau áhrif að menn reyni ekki að bæta afkomu sína með aukinni athafnasemi held- ur með því að ætlast til meira af hinu opinbera. 6. HLUTVERK RÍKIS- VALDSINS: 7 GRUND- VALLARATRIÐI Að síðustu spyr Assar Lindbeck, hvað unnt sé að gera til þess að koma í veg fyrir þessa þróun sem hann telur mjög varhugaverða. Hann nefnir sjö atriði. 1. Þar sem fjölræðisþjóðfélag er nátengt dreifðri ákvarðanatöku í efnahagsmálum, sem að hinu leytinu gerir markaðsbúskap nauðsynlegan, er frumforsenda fjölræðis að hagkerfið mótist fyrst og fremst af markaðsbú- skap. Það verður að hafa vissan hemil á stórfyrirtækjum. Efna- hagskerfið verður að vera opið gagnvart erlendri samkeppni. 2. Til þess að varðveita samkeppni og sómasamlegan markaðsbú- skap verður ríkisvaldið að forð- ast afskipti af einstökum sviðum efnahagslífsins, aðstoð við ein- stök fyrirtæki, atvinnugreinar eða landsvæði, ódýra lánafyrir- greiðslu, verðlagsafskipti, inn- flutningshöft, leyfisveitingar og skömmtun. Afskipti ríkisvalds- ins af efnahagslífi eiga að lúta að almennum skilyrðum til at- vinnurekstrar, að því að bæta umhverfi fyrirtækjanna, en ekki hafa áhrif á sjálfan rekstur þeirra. 3. Eignaraðild og yfirráö yfir fjár- magni og framleiöslutækjum verða að vera dreifð á margar markmið sem sameiginleg bar- áttumál og ég heiti á flokkinn á þessum timamótum að hann leggi sig allan fram á komandi árum til stuðnings framgangi þeirra. Ásmundur Stefánsson. hendur til þess að auðvelda nýtt framtak og skilyrði til stofnunar nýrra fyrirtækja. 4. Aðrar stofnanir, svo sem verka- lýðsfélög, samvinnufélög, menningarfélög og stjórnmála- félög, háskólar og rannsókna- stofnanir, verða að vera svo óháð ríkisvaldinu sem mögulegt er. 5. Yfirráðin yfir hinum stóru fjár- magnsstofnunum, bönkum, líf- eyrissjóðum, tryggingarfélög- um, fjárfestingarsjóðum o.s.frv. ættu að dreifast á fleiri hendur. 6. Áhrif Iaunþega innan fyrirtækja ættu að vaxa. 7. Réttlátari skipting tekna og eigna milli heimila ætti að auka skilning á markaðsbúskapnum og þá sérstaklega á hlútverki hagnaðar í hagkerfinu. Ef höfð yrði hliðsjón af þessum atriðum við stefnumótun í efna- hagsmálum telur Assar Lindbeck, að ríkisvaidið gæti einbeitt sér að þeim verkefnum, sem almenningur telji í raun og sannleika mikilvæg og ekki megi búast við að jafnvel hið fullkomnasta markaðskerfi gæti leyst, í stað þess að eyða kröft- um sínum í ótal afskipti sem hafa skammvinn áhrif og oft beinlínis skaðleg. Dæmi um slík mikilvæg verkefni séu viðleitni til þess að útrýma fátækt og bæta atvinnuskilyrði þeirra, sem hafa takmarkaða starfs- getu, að fegra umhverfi í þéttbýli og auðvelda fólki að njóta náttúrunn- ar, að tryggja stöðugri og jafnari hagvöxt og bæta gæði þeirrar vöru og þjónustu, sem boðin er fram til samneyslu. Samskipti fyrirtækja og embættismanna gætu þá miðast við verkefni þar sem báðir hafa sitt til mála að leggja: Samgöngumál, orkumál, skipulagsmál o.s.frv. Óski menn víðtækra ráðstafana af opin- berri hálfu á sviði félagsmála — í þeim hópi kveðst Assar Lindbeck vera — og í þeim hópi er ég einnig — eigi það að vera höfuðkrafa þeirra, aö látiö sé af ríkisafskiptum á ótal öðrum sviðum, þar eð þeim fylgi sóun á starfskröftum stjórn- málamanna og stjórnsýslumanna og skapi óvissukennd hjá almenn- ingi. Mér kæmi ekki á óvart þótt ýmis- legt, sem hér hefur verið sagt, þætti umhugsunarvert miðað við að- stæður á íslandi. (Fyrirsögn, millifyrirsagnir og let- urbreytingar eru blaðsins — ritstj.) í þriðja lagi gætir kosta stór- reksturs og samruna fyrirtækja í æ ríkara mæli, fyrirtæki og ýmsar stofnanir verða æ stærri og áhugi ríkisvaldsins á því að eiga aðild að þeim og hafa eftirlit með þeim vex. í fjórða lagi hefur tækniþróun í för með sér ýmis áhrif, sem valda fyrirtækjum ekki kostnaði, en valda mengun og áhættu fyrir starfsfólk og neytendur en það hef- ur á hinn bóginn í för með sér aukin ríkisafskipti og aukin útgjöld að hálfu ríkisins. í fimmta og síðast lagi er til- hneiging til þess að óska verndar fyrir innlenda atvinnustarfsemi og innlent félagsmálakerfi, gagnvart alþjóðlegri samkeppni. Hér er þannig ekki aðeins um það að ræða að stjórnmálamenn vilji í vaxandi mæli hafa áhrif á efnahagslífið og mannlífið yfirleitt, eða að slíks sé krafist af þeim, held- ur einnig um afleiðingar tækniþró- unar og hins að markaðskerfið er ekki fullkomið. En vaxandi ríkisaf- skipti valda því að æ erfiðara verð- ur að samræma ólik markmið í efnahagsmálum, ekki aðeins í þjóð- félaginu sem heild, svo sem varð- andi tekjuskiptingu, hagkvæmni, hagvöxt, atvinnu og verðbólgu, heldur einnig á einstökum lands- hlutum, tekjur einstakra starfshópa í hlutfalli við aðra o.s.frv. Vegna þess hve flókið efnahagslífið er leggja ýmis ríkisafskipti stein í götu markaðskerfisins, auk þess sem þau geta haft áður ófyrirsjáanleg áhrif sem þá kalla á ný afskipti o.s.frv. Sem dæmi um ráðstafanir, sem „neyða“ ríkisvaldið til nýrra af- skipta, eru opinberar verðákvarð- anir og bein stjórn á framleiðslu og notkun framleiðsluþátta á ýmsum sviðum efnahagslífsins. í þessu sambandi má nefna hámarksverð á jarðgasi í Bandaríkjunum og skorti á gasi, sem sigldi í kjölfarið, húsa- leiguákvæði, sem leitt hafa til hús- næðisskorts, ýmiss konar ákvæði um verðlag og afköst á sviði sam- göngumála, sem leitt hefur til mik- ils kostnaðar og lélegrar nýtingar, ákvæði um hámarksvexti sem Ieitt hafa til fjármagnsskorts o.s.frv. Og það eru ekki aðeins afskiptin sjálf, sem reynst hafa varhugaverð, held- ur ekki síður aðferðirnar, sem beitt hefur verið og fólgnar hafa verið í fyrirmælum og skömmtunarað- ferðum, í stað þess að leitast við að gera það hagkvæmt að fyrirtæki og einstaklingar hagi sér í samræmi við heildarhagsmuni. 4. FAMENNISVALD OG „FÉLAGSLEG AÐ- STOГ VIÐ ATVINNU- REKENDUR Hverjar verða afleiðingarnar? Assar Lindbeck bendir á að góð- ur tilgangur sé oft að baki þessara tilhneiginga innan nútímaþjóðfé- lags. Fæstir draga í efa kosti stór- reksturs á ýmsum sviðum og að nauðsynlegt sé að hafa afskipti af markaðskerfinu í því skyni að vernda umhverfi, að auka öryggi starfsmanna og neytenda, að bæta gæði þeirrar vöru og þjónustu sem boðin er fram til samneyslu og styðja þá, sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti varð- andi tekjuöflun og atvinnu. Opin- ber stuðningur við fjölmiðla og ýmsa menningarstarfsemi getur einnig aukið fjölbreytni í upplýs- ingastarfsemi og menningarlífi, ef slíkum stuðningi er dreift hæfilega og hann er almenns eðlis. En samt geta heildaráhrif allra þessara ráð- stafana, ef við gætum okkar ekki, einkum vegna aðferðanna sem beitt er, orðiö til þess að valda breyting- um á þjóðfélaginu, sem ekkert okk- ar hefði óskað eftir. í fyrsta lagi geta slík afskipti truflað markaðskerfi og verðmynd- un. Það verður smám saman erfið- ara að stofna ný fyrirtæki. Alþjóð- leg samkeppni hefur að vísu dregið úr áhrifum samtaka fyrirtækja i einstökum ríkjum. En markaðs- kerfinu í vestrænum ríkjum er samt viss hætta búin. Enn alvarlegri áhrif hefur það þegar ríkisvaldið hefur afskipti af einstökum starfs- greinum. Þá er lagður steinn í götu eðlilegrar verðmyndunar. Oft er hér í raun og veru um að ræða endur- vakningu hinn gömlu verndartolla- hugmynda og kenninga kaupauðg- isstefnunnar eða merkantilismans um stjórn ríkisins á iðnaði og við- skiptum. En fyrir löngu hcfur verið sýnt fram á að slíkar ráðstafanir skerða bæði hagkvæmni og velferð. í öðru lagi verður afleiðing þess, að yfirvöld hafa aukin áhrif á fjár- festingu og framleiðslu þau, að ákvaröanir eru teknar af aðilum, sem hafa ekki nægilega sérþekk- ingu á framleiðsluskilyrðum og markaösmöguleikum. Auk þess er hætta á að ákvarðanir séu miðaðar við skamman tíma og hagsmuni í stjórnmáium. Ef aðstæður verða þannig að samningar við stjórnmálamenn og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.