Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 16. mars 1986 Þessi mynd er frá helgarferð Alþýðuflokksins. Benedikt Gröndal flytur ávarp. Áhrif umfram þingstyrk JAFNAÐAR- STEFNAN Brot úr grein Benedikts Gröndal, síðar formanns Alþýðuflokksins, í afmcelisriti flokksins 1966 Enda þótt Alþýðuflokkurinn hafi átt erfitt uppdráttar, sérstak- lega síðan 1938, hefur jafnaðar- stefnunni vegnað öllu betur. Stjórn- málafiokkarnir eru ungir og hafa reynzt opnari en ella fyrir nýjum hugmyndum. Þeir hafa fundið hví- líkan hljómgrunn baráttumál jafn- aðarmanna hafa hlotið hjá þjóð- inni og tekið þau upp á arma sína hvert af öðru. Frá vökulögum til áætlunargerðar hafa þessi mál sætt harðri andspyrnu í fyrstu, en smám saman unnið viðurkenningu og fylgi annarria flokka. Síðustu þrjá áratugi hefur enginn stjórnmálafiokkur hlotið hreinan meirihluta á Alþingi. Af þessum sökum hafa yfirleitt setið sam- steypustjórnir tveggja eða fieiri fiokka, og má kalla, að það sé orðin hefð íslenzka lýðveldisins. Allir fiokkar hafa einhvern tíma starfað með öllum hinum í stjórn. í þessu kerfi hefur Alþýðufiokk- urinn haft lykilaðstöðu. Þótt fiokk- urinn hafi ekki haft nema 12—18% atkvæða, hefur hann hvað eftir annað getað haft úrslitaáhrif á myndun meirihlutastjórnar. Síðan 1934 hafa setið 13 ráðuneyti hér á landi, en af þeim hefur Alþýðu- fiokkurinn verið í 8. Einu sinni hef- ur setið utanþingsstjórn, þrisvar sinnum minnihlutastjórnir eins fiokks, en 9 hafa verið samsteypu- stjórnir. Af þeim hefur Alþýðu- fiokkurinn setið 1 7. Þessi pólitíska aðstaða hefur að sjálfsögðu stuðlað mjög að því, hve margar af hugsjónum jafnaðar- manna hafa náð fram að ganga. Sem dæmi má nefna, að enginn stjórnmálafiokkur mun viður- kenna, að hann sé mótfallinn al- mannatryggingum. En meiri háttar umbætur á tryggingunum hafa ekki orðið, nema Alþýðufiokkurinn hefði aðstöðu til að knýja þær fram í ríkisstjórn. Athyglisvert er, að Alþýðufiokk- urinn skuli hafa haft slíka miðlun- araðstöðu í íslenzkum stjórnmál- um, en Sósialistafiokkurinn ekki, þótt hann hafi um árabil verið nokkru sterkari og einnig ráðið þýðingarmiklum verkalýðsfélög- um. Skýringin er án efa sú, að Al- þýðufiokkurinn er lýðræðisfiokk- ur, að vísu oft hófiegri og vægari í yfirboðum en kommúnistar, en raunsýnni og því Iiklegri til sam- starfs. Er þetta merkilegt íhugunar- efni fyrir þá, sem vilja bera saman störf fiokkanna og meta, hvor raun- verulega hafi náð meiri árangri. Brot úr grein Gylfa Þ. Gtslasonar, síðar formanns Alþýðuflokksins, í afmœlisriti flokksins 1966 Jafnaðarstefnan er hvorttveggja í senn, hugsjón um réttlátt þjóðfélag og kenning um aðferðir til þess að koma því á. Hugsjónin er enn í dag hin sama og hún var fyrir meira en 100 árum, þegar jafnaðarstefnan var að fæðast og mótast. Hugsjón jafnaðarmanna er sú, að þjóðfélag- ið eigi að tryggja sérhverjum manni rétt til þess að lifa lífi, sem samrým- ist sjálfsvirðingu hans, lífi, sem ger- ir honum kleift að vera frjáls, þroska hæfileika sína og njóta rétt- mæts árangurs af iðju sinni. Jafn- aðarmenn telja það eitt samboðið sjálfsvirðingu mannsins, að hann þurfi aldrei að óttast um afkomu sína. Þess vegna telja jafnaðar- menn það skyldu þjóðfélagsins að sjá öllum mönnum undir öllum kringumstæðum fyrir verki að vinna. Þeir telja nauðsynlegt, að hið opinbera hafi eftirlit með því valdi, sem mikill auður og yfirráð yfir atvinnutækjum færa einstakl- ingum, í því skyni að koma í veg fyrir, að þeir noti það til yfirráða yfir öðrum mönnum og til þess að hafa af þeim einhvern hluta þess af- raksturs, sem vinnan hefur skapað. Hornsteinar þess þjóðfélags, sem er hugsjón jafnaðarmanna, eru frelsi og öryggi, velmegun og menn- ing. Einhver kynni að segja, að allir hljóti að aðhyllast þessa hugsjón, allir hljóti að vilja þjóðfélag, sem reist sé á þessum hornsteinum. En því fer þó víðs fjarri, að þjóðfélags- hættir mannkyns, nú á miðri 20. öld, mótist af frelsi og öryggi, vel- megun og menningu. Mestur hluti mannkyns nýtur hvorki frelsis né öryggis, velmegunar né menningar. Mestur hluti mannkyns býr enn við mikinn skort. En jafnvel sá hluti þess, sem öðlazt hefur velmegun, nýtur ýmist ekki frelsis eða öryggis, og mikið skortir á, að menningin sé orðin sú almannaeign, sem vera ætti. Þar sem kommúnismi ræður ríkjum, er ófrelsi. Þar sem kapital- ismi mótar hagkerfið, er öryggis- leysi. Þjóðfélag kommúnisma og kapitalisma eru í reynd í algjörri andstöðu við hugsjónir jafnaðar- stefnunnar. I þjóðfélagi jafnaðar- stefnunnar ríkir frelsi og öryggi, velmegun og menning. Auðvitað má segja, að frelsið verði aldrei fullkomið, öryggið aldrei algert, velmegunin geti ávallt aukizt og menningin alltaf orðið blómlegri. En einmitt þess vegna er jafnaðarstefnan hugsjón, eilíf hug- sjón. Og því aðeins eru menn jafn- aðarmenn, að þeir vilji stefna sam- hliða að öllum þessum markmið- um. Ef menn fórna frelsinu, eins og kommúnistar gera, eru menn ekki jafnaðarmenn. Ef menn fórna ör- ygginu, eins og fylgjendur kapital- ismans gera, eru menn ekki jafnað- armenn. Ef menn í reynd stefna ekki að almennri velmegun, að sannri menningu alls almennings, eru menn ekki jafnaðarmenn. En jafnaðarstefnan er ekki að- eins hugsjón um réttlátt og gott þjóðfélag. Hún er einnig kenning um aðferðir til þess að koma á því

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.