Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 16. mars 1986 Drekkum mjólk á hverjum degi •Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna. Allt frá því að tennurnar byrja að vaxa þurfa þœr daglegan kalkskammt, fyrst til uppbyggingar og síðan til viðhalds Rannsóknir benda til að vissa tannsjúkdóma og tannmissi á efri árum megi að hluta til rekja til langvarandi kalkskorts, Með daglegri mjólkur- neyslu, a.m.k. tveimur glösum á dag, er líkamanum tryggður lágmarks kalkskammtur og þannig unnið gegn hinum alvarlegu afleiðingum kalkskorts. Tennurnar fá þannig á hverjum degi þau byggingarefni sem þœr þarfnast og verða sterkar og fallegar fram eftir öllum aldri. Gleymum bara ekki að bursta þœr reglulega. Helstu heimildir: Bætóngurinn Kak og beinþynning eftr dr. Jón Óttar Ragnarsson og Nutrition and Physical Filness, 11. útg., eftir Briggs og Caioway, Holt Reinhardt and Winston, 1984. MJíVUi gúSsnOT MJÓLKURDAGSNEFND Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur afkalkilmg Samsvarandi kalk- skammtur í mjólkur- glösum(2,Sdl glös)* Lágmarks- skammtur í mjólkurglösum (2,5 dl glös)** | Böm I -10 óra 800 3 2 Unglingar 11-18 óra 1200 4 3 Ungt fólk og fullorðið Ófrfskarkonurog 800“ 3 2 brjóstmœður 1200*“ 4 3 • Hör er gert róð fyrlr að allur dagskammturlnn af kalki koml úr mjólk. " Að sjátfsögðu er mögulegt að fó altt kalk sem llkamlnn þarf úr ððrum matvaelum en mjólkurmat en sllkt krefst nákvœmrar þekkingar ó naeringarfraeðl. Hér er miðáð vlð neysluvenjur elns og þœr tfðkast 1 dag hér á landi. "• Margir sérfrœðlngar telja nú að kalkþörf kvenna eftir tlðahvðrf sé mun melri eða 1200-1500 mg á dag. ” Nýjustu staðlar fyrir RDSI Bandarlkjunum gera ráð fyrir 1200 tll 1600 mg á dag fyrlr þennan hóp. Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundir og auk þess B-vítamín, A-vítamín, kalfum, magníum, zink og fleiri efni. Um 99% af kalkinu notar líkaminn til vaxtar og viðhalds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst í líkamsvókvum, holdvefjum og frumuhimnum, og er það nauðsynlegt m.a. fyrir blóðstorknun, vöðvasamdrótt, hjartastarfsemi og taugaboð. Auk þess er kalkið hluti af ýmsum efnaskiptahvötum. Til þess að Ifkaminn geti nýtt kalkið þarf hann D-vítamín, sem hann fœr m.a. með sólþöðum og úr ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi. Neysla annarra fœðutegunda en mjólkurmatar gefur sjaldnast meira en 300-400 mg á dag, en það er langt undir ráðlögðum dagskammti. Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d. 800 mg úr u.þ.b. þremur glðsum af mjólk. Alþýða landsins í einum flokki Svar Gauta Hannes- sonar í bæklingnum „Hvers vegna kýs ég Alþýðuflokkinn“ 1946 Af því fyrst og fremst, að hann er vinstri flokkur og lýðræðisflokkur. Hver er munur á „vinstri“ og „hægri“ í stjórnmálum? Annars vegar: samvinna, samhjálp og bræðralag, hins vegar: samkeppni eða m.ö.o. lofið þeim sterka að hrifsa eins mikið til sín og hann get- ur. Um hina, sem verða undir, verð- ur að fara sem verkast vill. — Sam- vinna — samkeppni. Það virðist í fljótu bragði vera auðvelt að dæma um, hver stefnan sé heppilegri í þjóðarbúskap. En það undarlega gerist, — að íhaldið fær við hverjar kosningar ótrúlegan fjölda at- kvæða. Það getur ekki annað verið, en að margir þeirra, sem „verða undir“ Ijái samkeppnismönnum at- kvæði sitt. Hvers vegna? Það er mér óskiljanlegt. Ég harma það, að öll alþýða landsins skuli ekki bera gæfu til þess að standa saman í ein- um flokki. Úr stefnu- skrá Alþýðu- flokksins 1963 Hluti af upphafskafla Stefnt er að ríki jafnaðarstefn- unnar, en það er: 1. Þjóðfélag, sem setur frelsi ein- staklingsins í öndvegi og verndar hann fyrir hvers konar kúgun og ofríki, gerir alla þegna jafna fyrir lögum og tryggir félagslegt réttlæti. 2. Þjóðfélag, sem hefur skipu- lega heildarstjórn á efnahags- kerfinu til þess að tryggja al- menna velmegun, næga at- vinnu, réttláta tekjuskiptingu og sanngjarna niðurjöfnun skatta, örvar framtak einstakl- inga, félaga og opinberra að- ila, en lætur eign og stjórn at- vinnutækja lúta hagsmunum þjóðarheildarinnar. 3. Þjóðfélag, sem veitir öllurn þegnum sínum öryggi frá vöggu til grafar, verndar lítil- magnann, tryggir afkomu sjúkra, örkumla og gamalla. 4. Þjóðfélag, sem veitir öllum þegnum sínum jafnan rétt til hvers konar menntunar, án til- lits til búsetu eða efnahags, örvar menningarstarf og eflir listir og vísindi. 5. Þjóðfélag, sem er aðili að al- þjóðlegu samstarfi til varð- veizlu friðar og frelsisí* Óskum Alþýðuflokknum og Alþýðusambandi fslands innilega til hamingju með 70 ára afmælið Mjólkursamsalan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.