Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 24

Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 24
alþýðu- IH hT'jT' Alþýðublaóið, Ármúla 38, 108 Reykjavík jr Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Askrift Ritstjóri: Árni Gunnarsson (á_bm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Bjömsdóttir í síma Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 681866 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Eggert G. Þorsteinsson: Framtiðin þarfnast Alþýðu- flokksins Á þessum tímamótum í sögu flokksins eru mér minnistæðastir þeir áhrifamiklu málaflokkar, sem Alþýðuflokkurinn hefur barist fyr- ir og fengið framgengt. Ég vil eink- um nefna vökulögin, sem tryggðu mannsæmandi vinnutíma á togur- um, og síðar almannatryggingar, orlofslögin, atvinnuleysistrygging- ar, verkamannabústaðakerfið, jafnréttislögin og lögin um stéttar- félög og vinnudeilur, Sem hafa haft víðtæk áhrif á líf almennings í vel- ferðarátt. Ékki má heldur gleyma grunnskólalögunum. Þessir þættir, sem nú þykja sjálf- sagðir í þjóðlífinu, og allir vilja eigna sér, hafa staðið upp úr, þegar mismunandi góðir samningar um kaup og kjör hafa verið gerðir. Með þessu hefur flokkurinn raunveru- lega tryggt mannsæmandi kjör í landinu og hafa Iög um þessa þætti velferðarkerfisins staðið af sér alla storma efnahagsþrenginga og kaupráns, og eru meira virði en flestir gera sér grein fyrir í fljótu bragði, og fæstir vildu vera án. Þetta er meira virði en ella, þegar frjálshyggjan herðir róðurinn gegn velferðarkerfinu, og mun reynast haldbetra en flest annað í barátt- unni. Á þessum tímamótum á ég þá ósk heitasta og innilegasta til flokksins og framtíðarinnar, að honum megi áfram auðnast að tryggja með sama hætti og hingað til öryggi lítilmagnans, velferð hins vinnandi manns og réttlátara þjóð- félag. Oft var þörf en nú er nauð- syn. — Áfram á braut friðar, frelsis og jafnréttis og bræðralags manna í millum. Framtíðin þarfnast flokksins. Með bestu afmælisóskum, Eggert G. Þorí^-^isson. Afmælishátlð á Hótel Sögu á sunnudag í tilefni 70 ára afmælis Alþýðuflokks- ins verður hátíðarfundur í Hótel Sögu sunnudaginn 16. mars. Fundurinn hefst með því, að Lúðrasveit verkalýðsins leikur frá klukkan 13:30 til 14:00, en þá setur Jóhanna Sigurðardóttir, varafor- maður Alþýðuflokksins, fundinn. Síðan verður fjölbreytt dagskrá. Kristinn Sigmundsson óperusöngvari syngur við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar, leikarar flytja samfellda dag- skrá „Úr 70 ára sögu Alþýðuflokksins“, félagar úr íslensku hljómsveitinni leika. Bergþóra Árnadóttir syngur og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður flokksins flytur ávarp. Að lokum syngja átta Fóstbræður og stjórna fjöldasöng. Kynnir á hátíðinni er Gunnar Eyjólfs- son. Á sunnudagskvöld verður samkoma í Hótel Sögu, sem hefst með sameiginlegu borðhaldi klukkan 19:30. Haukur Morthens skemmtir matargestum, Laddi flytur sína vinsælu dagskrá og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir dansi. Veislustjóri er Birna Eyjólfsdóttir. Allir eru velkomnir á þessar afmælis- samkomur. rtuéögutn eiriumaba 7\ UNARBANKÁNS L-uiv s. 27200 20120 0 SavíK,s.7A600 ’ Doy^aVÍK. S. fostóSveU.s.66^0 StvIK. s. 687200 nKeosW. 17- 0272ö Nú hefst nýr kaf li í sögu tékkareikninga! Spennandi fyrir þá sem vilja ávaxta veltufé sitt betur. Það urðu kaflaskil í bankaþjónustu árið 1984 þegar Verzlunarbankinn, fyrstur banka, kom með óbundinn sérkjarareikning á markað- inn: KASKÓ-REIKNINGINN. Um það geta þúsundir ánægðra Kaskóreikningseigenda borið vitni. Enn ryður Verzlunarbankinn brautina og nú með því að kynna nýjan kafla í sögu tékkareikninga. Hann er ætlaður þeim sem vilja ávaxta veltufé sitt betur. Sérstaða hans felst í því að nú geta eigendur tékkareikninga samið við bankann um að hafa ákveðna lágmarksinnstæðu á reikningi sínum mánuð í senn. Af þeirri innstæðu greiðir bankinn síðan almenna sparisjóðsvexti auk uppbótar. Aðrar staðreyndir um tékkareikninginn. 1. Þú getur breytt lágmarksupphæðinni til hækkunar eða lækkunar fyrir 21. dag hvers mánaðar. 2. Af innstæðu umfram umsamið lágmark reiknast vextir eins og af almennum tékkareikningi. 3. Ef innstæða fer niður fyrir lágmarkið reiknast almennir tékkareikningsvextir af allri innstæðunni þann mánuð. 4. Vextir bætast við vaxtastöðu í lok hvers mánaðar og við höfuðstól reikningsins í árslok. 5. Mánaðarlega færðu yfirlit frá Verzlunar- bankanum sem sýnir uppsafnaða vexti þína. Nú þarftu ekki lengur að standa í millifærslum. Þessi reikningur er einnig tilvalin leið til þess að prófa sig áfram í sparnaði. Komdu við í næstu afgreiðslu Verzlunarbankans og náðu þér í upplýsingabækling eða hringdu og fáðu hann sendan heim. 11 I ^ -vúuuvt meðpén !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.