Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 2
" " 2 Sunnudagur 16. mars 1986 .-----------------------------: SÉRTILBOÐ Á HEIMILISTÆKJUM í MARS VIÐTÖKUMÁMEÐ ÞORSTEINI OG LÆKKUM VÖRUVERÐ LANGT UM- FRAM TOLLALÆKKANIR Þjóðareign landsins Úr kynningarríti Alþýðuflokksins 1976 Hugmyndin um þjóðareign landsins er jafngömul jafnaðar- stefnunni og var í fyrstu stefnuskrá Alþýðuflokksins. Hér á landi hefur þó til skamms tíma ríkt sá hugsun- arháttur, að landrými sé feikinóg og náttúruauðlindir takmarkalaus- ar, og hafa fleiri þjóðir vaðið í þeirri villu. Nú er annað komið á daginn. Allt er þetta takmarkað, og þjóðin deilir um auðlindir landsins, en ótt- ast eyðingu nytjafiska. Alþýðu- flokkurinn hefur nú ár eftir ár flutt á Alþingi tillögur um þjóðareign landsins, mætt þar harðri mót- spyrnu íhaldssamari afla og Al- þýðubandalagsmanna, en þessar hugmyndir hafa vakið þjóðarat- hygli og fengið undirtektir um land allt. Hér er fyrst og fremstu um að ræða átök milli félagshyggju og sér- hagsmunahyggju — og hefur sjald- an verið meira í húfi í einu máli fyrir samtíð og langa framtíð. Félagshyggjan lítur svo á, að frá- leitt sé, að fjölmennar byggðir nái ekki að virkja nærtæk fallvötn sér til ljóss, hita og iðnaðar, vegna eign- arhalds landeigenda, sem eru þess ekki umkomnir að koma þessum auði í almannagagn. Félagshyggjan lítur svo á, að þann jarðvarma, sem ríkis- og sam- félagslegt fjármagn og framtak þarf til að koma til almannanota, eigi að gera þjóðareign og taka til almannaþarfa án stórgjalds til hugsanlegra landeigenda. Félagshyggjan telur það stríða gegn eðlilegri réttarkennd, að land- eða lóðareigandi grípi af því offjár, að þétt byggð hafi án hans tilverkn- aðar myndazt í eða við landareign hans og þurfi aukið vaxtarrúm. Gaggenau tilboð Ofnar: Áður Nú EB 795- -100 kr. 53.390 Kr. 44.900 EB 795- -110 kr. 53.390 kr. 44.900 EB 795- -120 kr. 53.390 kr. 44.900 EE 798- 104 kr. 55.150 kr. 45.900 EE 798- 114 kr. 55.150 kr. 45.900 EE 798- 124 kr. 55.150 kr. 45.900 Sambyggður ofn og 4ra hellu eldavél: Áður Nú EC 693- -104 kr. 58.460 kr. 49.900 EC 693- -124 kr. 58.460 kr. 49.900 Viftur: 15% afsláttur Electrolux tilboð Eldavélar: Áður Nú CF 6423 60cm kr. 27.900 kr. 23.250 CF 5533 55 cm kr. 19.640 kr. 16.900 CF 6484 60 cm kr. 31.310 kr. 25.990 Ryksugur: Áður Nú D-720 1100W kr. 11.900 kr. 9.400 D-730 Electrónik kr. 16.330 kr. 12.720 ísskápar: Sértilboð á afsláttarskápum Rowenta tilboð Gufustraujárn: Áður Nú DA-15 kr. 4.100 kr. 3.330 DA-47 kr. 3.380 kr. 2.680 Kaffivélar: Áður Nú FK-16,0 kr. 2.800 kr. 2.470 FK-60,0 kr. 3.940 kr. 3.090 Brauðristar: Áður Nú TO-19 kr. 2.460 kr. 2.050 TO-18 kr. 2.350 kr. 1.850 Vöfflujárn: Áður Nú WA 01,0 kr. 4.900 kr. 3.280 Ryk- og vatnssuga: Aðu r Nú RU 11,1 kr. 8.300 kr. 7.290 Oster tilboð Hrærivélar: Áður Nú kr. 16.990 kr. 12.900 Svo gefum við 15% afslátt af allri málningu í mars mánuði Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1a s.686117 Tekjuskattur úreltur Úr kynningarriti Alþýðuflokksins 1976 Hróplegasta félagslega ranglæti, sem viðgengst á íslandi, er á sviði skattamála, sérstaklega tekju- skatta. Þessu fylgir þvílíkt misrétti, að þjóðin getur ekki lengur sætt sig við það. Fyrir nokkrum kynslóðum var stighækkandi tekjuskattur nálega eina hagstjórnartækið, sem ríkis- valdið gat beitt til að jafna kjör þegnanna. Nú eru fjölmargar betri leiðir til að ná því marki, almanna- tryggingar, ókeypis menntun, nið- urgreiðsla nauðsynja og ýmisskon- ar þjónusta við barnafjölskyldur og aðra, sem standa höllum fæti. Á sama tíma hefur tekjuskattur- inn orðið að skatti á almenna laun- þega, sem bera óhóflega þungar byrðar og standa að mestu undir því gjaldi. Á sama tíma greiða þúsund- ir atvinnurekenda og fyrirtækja alls engan tekjuskatt. Árið 1975 voru 5190 félög á skatt- skrá, en greiddu aðeins 1200 milljónir í tekjuskatta — um 230.000 kr. hvert! Þá sýndu athug- anir, að 7500 einstaklingar á íslandi hefðu aðaltekjur sínar af eigin at- vinnurekstri, en rúmur helmingur þeirra, 3—4000 manns, greiddu alls engan tekjuskatt! Þeir geta lifað ríkmannlega, en með því að sýna bókhaldstap á rekstrinum losna þeir við tekjuskattinn. Alþýðuflokkurinn hefur rann- sakað og fjallað um þessi mál og ákveðið að setja fram þá nýju stefnu, að horfið verði að fullu frá innheimtu tekjuskatts til ríkisins af tekjum launþega, en haldið verði áfram að heimta tekjuskatt af at- vinnurekstri. Þá vill flokkurinn greina á milli atvinnurekstrar ein- staklinga og einkabúskapar þeirra, svo að ekki verði lengur hægt að bókfæra halla á rekstri og gera eig- andann tekjuskattslausan, þótt hann taki sérfíflegar tekjur sjálfur. V >V W íáC-X X- Á-Á Í. V . V < •'\ s' V S< \ \ ,\ s \ \ \ >• V ' *s »s \' \V ,*v \ S V > \*‘ \W S' s' - * V N v' \ O • > C C V :-n > \s\\. : \ - '\ \y.\\- ■ KN\ \\v \ > V '' V «. \ ,-r*r ' \ v.vv‘v .• J ^ < > y o c \ s. > | í , -> V ' \ w VSf ,s ' \\ \ 5/ S.JKC'.íLt.s 1 JUSJfc 7. V-\.5 \ ■> > e- "fif «. c Á v .w- v :■./■; 1 f . ' - V v \ \ \ > *\ s' \\ \\\ S '* »'s > V \ • V í It "XXtX >k n C •? VsC S Á S C Aiv >-» > S >s > - Í .Ss'.vC .s.4.> Sláturfélag Suðurlands er eign félagsmanna sinna og upphaflegur ■tilgangur félagsins — að losna við ónauðsynlega milliliöi og stuðla að því að seljend- ur fái allt verð fénaðar síns að frádregnum sölu- kostnaði, er enn höfuðmarkmiðið. Við höfum því frá upphafi átt samleið með ASÍ og samstarfið alla tfð verið með ágætum. Á þessum tímamótum í sögu ASÍ sendum við félagsmönnum bestu kveðjur með von og ósk um ágæta samvinnu hér eftir sem hingað til. SLÁTURFÉLAG 4* SUÐURLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.