Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 16. mars 1986 ÞESSI AUGLYSING VARÐAR ORYGGI ÞITT OG ÞINNA! Þaö koma gjalddagar , .eflir þmn dag “ Líftrygging er NAUÐSYNLEG VARÚÐARRÁÐSTÖFUN Hvar stendur oA)y' JSU* v I Hafðu samband f)ölskyldan við fráfall , ^*“ 3 - við hjálpum þér að fyrirvirmu? IrT JH meta tryggingaþörfma. Astvinamissir er hverri fjölskyldu Sérstakur afsláttur er t.d. af hjóna- nógu þungbær þó fjárhagsleg óvissa og öryggisleysi um afkomu fylgi ekki í kjölfarið. Reikningamir hætta ekki að berast þó að þú fallir frá. Því er það skynsamlegt fyrir hvem þann sem hefur fyrir öðmm að sjá að horfast í augu við staðreyndir. Gerðu nauðsynlegar varúðar- ráðstafanir í líf- og slysatrygginga- málunum. tryggmgum. n Já, takk, ég vildi gjarnan fá senda bæklinga um slysa- og líf- tryggingar Samvinnutrygginga og Andvöku. Nafn:__________________________________________________ Heimili: SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA Ármúla 3, 108 Reykjavík Sími: (91)81411 Þín félög-í blíðu og stríðu Frelsi og vel- megun Úr stefnuyfirlýsingu 22. flokks- þings Alþýðuflokksins í nóvem- ber árið 1950. Höfuðtakmark okkar er að tryggja öllum frelsi og velmegun. Við teljum það eiga að vera hið æðsta markmið allra stjórnarstefnu að veita sérhverjum manni skilyrði til þess að lifa hamingjusömu lífi. Við álítum manninn ekki geta verið hamingjusaman, nema hann njóti frelsis og velmegunar. Frelsi er einstaklingnum nauð- synlegt til þess að geta náð þroska og notið hamingju. Ófrelsi og kúg- un fæðir af sér ótta og óhamingju og stríðir gegn hinu bezta í eðli mannsins. En frelsið hefur ekki ein- vörðungu ómetanlegt gildi fyrir ein- staklinginn. Það er ennfremur móðir framfaranna. Ef frjáls hugs- un er færð í hlekki, er maðurinn fjötraður í þekkingarleit sinni, og fyrr eða síðar munu þá framfarir stöðvast. Velmegun er ennfremur nauð- synleg til þess að maðurinn fái not- ið lífsins. Sá, sem býr við skort eða ótta um afkomu sína eða sinna, er óhamingjusamur. Það þjóðfélag, sem vill búa þegnum sínum skilyrði til hamingju og lífsgleði, verður að útrýma fátækt og tryggja öllum mönnum góð og örugg lífskjör. Frelsið eitt tryggir ekki farsæld, ef fátækt og örbirgð er því samfara. Velmegun nægir heldur ekki, ef jafnhliða ríkir ófrelsi og kúgun. Frelsi og velmegun verða að fara saman. Höfuðsynd kommúnismans og nazismans er fólgin í því að svipta einstaklinginn frelsi sínu. Þjóðfé- lag, sem grundvallast á einræði og kúgun, en andstætt öllum göfugum hugsjónum um mannhelgi og mannréttindi. Það fær ekki staðizt til lengdar. Höfuðsynd auðvaldsskipulags- ins er fólgin í því að geta ekki tryggt öllum þegnum sínum örugga af- komu. Þjóðfélag, sem lætur menn ganga atvinnulausa, þótt auðlindir séu ónotaðar, þjóðfélag, sem alltaf örðu hvoru nötrar og skelfur í kreppu og öngþveiti, og lætur ör- birgð viðgangast við hlið allsnægta, er heimskulegt, ranglátt og mis- kunnarlaust og fær heldur ekki staðizt. Þess vegna erum við andstæðing- ar auðvaldsskipulags og kommún- isrna. Þess vegna erum við jafnaðar- menn. Það er höfuðmarkmið jafnaðar- stefnunnar að skapa skipulag, sem tryggi hvort tveggja, frelsi og vel- megun. Við viljum vinna að því, að slíkt þjóðskipulag þroskist á íslandi, því að það eitt er réttlátt, það eitt virðir einstaklinginn og það eitt veitir honum skilyrði til hamingju. Beckers GÆÐAMALNINGIN GLÆSILEGT LITAÚRVAL í MÁLNINGU OG LÖKKUM Vörumarkaöurinn hf. ARMULA 1a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.