Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 16.03.1986, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 16. mars 1986 Aftur klofningur Síldarsöltun á Siglufirði Þessi mynd er frá síldarsöltun á Siglufirði. Þót-t ákveðin „rómantík" hafi hvílt yfir síldveiðum og síldarsöltun, var þetta botnlaus þrældómur þegar vel veiddist. Konurnar bogruðu við tunnurnar og fengu aðeins nokkurra klukkustunda hvíld á sólarhring. Verkalýðurinn bar ekki alltaf mikið úr býtum fyrir þau verðmæti, sem hann skapaði. Eftir klofninginn 1938 var stjórn Alþýðuflokksins í höndum sam- stæðari og kannski þrengri hóps en áður, og foringjavald Stefáns Jó- hanns var ótvíræðara en Jóns Bald- vinssonar áður. Brátt kom upp nýr andstöðuarmur í flokknum, undir forustu Jóns Blöndal sem var ritari flokksins 1942—44. Úr þessum hópi komust þeir á þing 1946 Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimars- son (Alþýðuflokkurinn var sigur- vegari þessara kosninga, fékk 9 þingmenn, en Sósíalistar héldu sín- um 10 og juku heldur fylgi sitt). Eftir að Alþýðuflokkurinn lenti í stjórnarandstöðu 1949, þótti mörg- um flokksmönnum eðlilegt að taka upp samstarf við Sósíalista í verka- lýðshreyfingunni, hvað sem liði ágreiningi um utanríkisstefnu og landvarnir, og svipta þar með stjórnarflokkana áhrifum í Al- þýðusambandinu. Hannibal Valdi- marsson varð helsti talsmaður þess- arar stefnu sem varð ofan á á flokksþingi 1952. Þá var Hannibal kosinn formaður flokksins, en Stefán Jóhann féll og neituðu þá helstu samstarfsmenn hans að taka sæti í flokkstjórn Hannibals. Þann- ig tók vinstri armurinn ótvírætt völdin í flokknum, en hinn fyrri valdahópur hafði áfram meirihluta í þingflokknum og yfirráð yfir eign- um flokksins. Annars runnu allir þræðir um hendur Hannibals, sem t.d. ritstýrði Alþýðublaðinu, og þótti ýmsum fylgjendum hans hann gerast nokkuð einráður, en gagn- rýnin á stjórn Stefáns Jóhanns hafði einmitt snúizt mjög um hinn þrönga og lokaða valdahóp er mönnum þótti vera í flokknum. Uppúr sauð í ársbyrjun 1954 er Al- þýðublaðið .studdi framboð Finn- boga Rúts, bróður Hannibals (sem áður hafði ritstýrt Alþýðublaðinu en var nú genginn til liðs við Sósíal- ista), gegn frarriboði Alþýðuflokks- ins til hreppsnefndar í Kópavogi, og Hannibal neitaði síðan að birta ályktun flokksstjórnar um málið. Úr því var Hannibal í minnihluta í flokksstjórn þeirri er áður var skip- uð fylgismönnum hans að kalla ein- um. A flokksþingi um haustið var hann felldur frá formennsku, en um sama ieyti kjörinn forseti A.S.Í. með stuðningi Sósíalista gegn vilja Alþýðuflokksins. Honum var síðan vikið úr flokknum, en stofnaði með nokkrum fylgjendum sínum Mál- fundafélag jafnaðarmanna og naut áfram nokkurs fylgis í verkalýðsfé- lögum, ekki síst á Vestfjörðum (þar sem klofningsins 1938 hafði gætt minna en víðast annars staðar). Yarnarmálin Alþingiskosningar höfðu íarið fram 1953. Þá voru áhrif varnar- liðsins á þjóðlíf og efnahag orðin eitthvert mesta hitamál meðal landsmanna og upp komin fjöl- menn hreyfing manna sem mót- mæltu hersetunni en vildu þó ekki snúast til neinnar fylgisemi við Sovétríkin og áttu að því leyti ekki samleið með Sósíalistaflokknum. Að nokkru starfaði þessi hreyfing innan Framsóknar- og Alþýðu- flokks, einkum hins fyrrnefnda, en einnig sjálfstæð og bauð nú fram í nafni Þjóðvarnarflokks sem fékk 61/o atkvæða og tvo þingmenn. Framsókn og Alþýðuflokkur töp- uðu fylgi en Sósíalistaflokkurinn beið þó mesta ósigurinn og varð enn fúsari eftir en áður til samvinnu við Alþýðuflokkinn eða flokksarm Hannibals. Til að forðast stórfelld- an klofning höfðu Framsóknar- menn (að forgöngu Hermanns Jón- assonar) tekið upp kröfur um minnkaðan aðgang varnarliðsins að íslenzku þjóðlífi, og kröfðust meðferðar utanríkismálanna þegar þeir endurnýjuðu stjórnarsam- starfið við Sjálfstæðisflokkinn að kosningum Ioknum. Hermann Jón- asson, formaður flokksins, stóð ut- an stjórnarinnar og mun þá þegar hafa verið farinn að hyggja á sám- starf til vinstri. Þannig var kalda- stríðssamstarf „lýðræðisflokk- anna“ farið að valda mikilli spennu bæði innan Framsóknar- og Al- þýðuflokks. Samleið með Framsókn Brottvikningu Hannibals úr Al- þýðuflokknum fylgdi enginn við- líka klofningur og brottrekstri Héð- ins Valdimarssonar, þótt nokkur hópur flokksmanna færi með Hannibal. Vinstri armur flokksins hafði að meirihluta misst traustið á honum og leit nú til Gylfa Þ. Gísla- sonar um forustu. Samkomulag tókst um málamiðlunarlausn á deilumálunum í flokknum. For- maður var kosinn Haraldur Guð- mundsson, sá maður úr gömlu for- ustunni sem hvað minnstur styrr hafði staðið um, en næstráðendur hans Emil Jónsson (sem ásamt Guðmundi I. Guðmundssyni mátti kalla arftaka Stefáns Jóhanns er nú dró sig i hlé) og Gylfi. í varnarmál- um var horfið að eins konar þjóð- varnarstefnu, að láta herinn fara án mikillar stefnubreytingar í utanrík- ismálum að öðru leyti. (Á sama tíma var Framsóknarflokkurinn að hneigjast að svipaðri stefnu fyrir áhrif Hermanns Jónassonar og þrýsting frá Þjóðvarnarflokknum og samkeppninni við hann.) Um af- stöðuna til annarra flokka var á það sæst að hafna samstarfi við Sósía- lista (líka í verkalýðshreyfingunni) og Sjálfstæðisflokkinn, en endur- vekja hið gamla bandalag við Framsókn frá árunum fyrir stríð (sem meðal annars lá beint við vegna varnarmálanna og óánægju margra Framsóknar- manna með langvarandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn) og freista þess að vinna þingmeirihluta ásamt henni. Að vísu var engin von til að flokkarnir tveir fengju meira en u.þ.b. 2/5 atkvæða. En það átti að geta nægt til þingmeirihluta ef þeir notfærðu sér veikleika kjördæma- kerfisins, gerðu með sér bandalag um að bjóða hvergi fram hvor gegn öðrum, heidur byði Framsóknar- flokkurinn aðeins fram í þeim kjör- dæmum sem hann hefði von um að vinna og þar sem tiltölulega fáir kjósendur væru um hvert þingsæti, en annars staðar „lánaði“ hann at- kvæði sín Alþýðuflokknum sem fengi þá mikinn fjölda uppbótar- þingmanna. Um þetta var samið fyrir kosningar 1956 („hræðslu- bandalagið"). Sósíalistaflokkurinn gerði einnig kosningabandalag, en með öðrum hætti, við Málfundafé- lag jafnaðarmanna, og buðu þau fram sameiginlega Iista undir nafni Alþýðubandalagsins. Vinstri stjórn „Hræðslubandalaginu" tókst, eins og til hafði staðið, að draga svo fylgi frá Þjóðvarnarflokknum að hann missti þingsæti sín (en dó sigr- andi að því Ieyti að hann hafði knú- ið Framsóknarflokkinn til stefnu- breytingar í varnarmálum), en á hinn bóginn tapaði það fylgi bæði til Alþýðubandalags (sem þó náði tæplega sömu stærð og Sósíalista- flokkurinn einn 1956—49) og Sjálf- stæðisflokks og vantaði talsvert á þingmeirihluta. Varð nú ofan á að hverfa frá fyrri yfirlýsingum (sem Haraldur Guðmundsson treysti sér ekki til og dró sig i hlé frá stjórn- málum) og bjóða Alþýðubandalag- inu aðild að myndun vinstri stjórn- arinnar fyrstu 1956—58. í henni sátu fyrir Alþýðuflokkinn Gylfi Þ. Gíslason og Guðmundur í. Guð- mundsson, en Emil Jónsson varð flokksformaður eftir Harald. Skömmu eftir að stjórnin tók við vöidum hófst uppreisn í Ungverja- landi sem Rússar kæfðu í blóði. Þótti þá ófriðvænlega horfa, svo að ÞÚ INNÍ W í DAG HVAÐ ER ÞAÐ SEM BARNIÐ SÉR? Kemst það í hættuleg efni og lyf í eldhúsi, baðherbergi eða bilskúr? Hreinsaðu burt allt slíkt sem ekki er geymt á barnheldum stað. EN MENGAÐU EKKl UMHVERFIÐ MEÐ ÞVÍ. Láttu það ekki í öskutunnu eða klósettskál. í DAG! Verðum við allar helstu bensín- stöðvar landsins í dag kl. 1—6. Tökum við hættulegum efnum og eyðum þeim á öruggan og skaðlausan hátt. SLYSAVARNAFÉIAG ÍSIANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.