Alþýðublaðið - 08.11.1996, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Qupperneq 8
I 8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 flokkurinn Hvað seaia binafulltrúarnir L Árni Gunnarsson Látum drauminn rætast „Flokksþingið verður fyrst og ffemst að leggja áherslu á einhug og samstöðu um lokaátak allra jafnaðar- og félagshyggjuafla við undirbúning að því volduga pólitíska afli, sem nú er orðin þjóðamauðsyn að móta. I búðum flokksins hefur alltof oft verið efnt til óvinafagnaðar og persónuleg átök hafa smækkað hann í tvennum skilningi og komið í veg fyrir eðlilega stærð jafnaðarmannaflokks á íslandi," sagði Ámi Gunnarsson í Hveragerði. „Þingið verður í störfum sínum að hafa hugfast að flokkurinn er og verð- ur tæki þeirra sem hafha misrétti á öll- um sviðum og vilja auka jafhrétti, hvort sem er til lands eða launa, auð- linda eða menntunar. Jafnaðarmenn eiga nú meiri möguleika en um langt árabil að láta gamla drauminn um stóran jafnaðarmannaflokk rætast. Skref hafa verið stigin í þá átt og eng- inn má leggja stein í götu þeirra sem vilja komast að langþráðu marki. Þetta verður gott þing ef menn hemja til- finningar sínar og hugsa meira um flokk og stefhu en einstaklinga." Eiríkur Stefánsson Sameining efst á baugi „Það er löngu ljóst að félagshyggju- öflin ná engum árangri meðan þau eru jafn tvístruð og raun ber vitni. Það er stærsta hagsmunamál Alþýðuflokks- ins og annarra félagshyggjuafla að þessi öfl nái saman. Það ber ekki neitt á milli nema í einstaka málum og það réttlætir ekki þessa sundrungu," sagði Eiríkur Stefánsson á Fáskrúðsfirði. Eiríkur sagði að illa gengi að sam- eina sveitarfélög vegna þess að for- svarsmenn þeirra væru á undan íbúun- um sem væru ekki viðbúnir samein- ingu. Þessu væri öfugt farið í pólitfk- inni. Þar væru forystumenn félags- hyggjuflokkanna á eftir kjósendum sem vildu öflugan sameinaðan flokk til að beijast fyrir hagsmunum þess. ,.Arrnars er það mikið áhyggjuefni að nú þykir nauðsynlegt að til setu á Al- þingis veljist eingöngu sprenglært fólk sem hefur eytt hálfri ævinni á skóla- bekk. Þar á verkafólk ekki lengur full- trúar og því gengur hvorki né rekur að rétta hlut þess,“ sagði Eiríkur. Hann kvaðst ekkert vilja tjá sig um formannskjör Alþýðuflokksins. Þar yrði kosið milli hæfra manna, en margir teldu tímabært að yngja upp í forystunni. Hervar Gunnarsson Átök um menn en ekki málefni „Það verða eflaust átök um menn á flokksþingingu og það er mjög áríð- andi að menn komi niður standandi að þeim loknum. Hins vegar ætla ég ekki að tjá mig neitt um formannskjörið. En ég á ekki von á að um málefnaleg- Vib gerum tilbob, þér að kostnaðarlausu, í málnfngu og gólfefni á stigahúsib. Þú getur valib úr þúsundum lita í öilum málningartegundum á gólf eða veggi og fjölbreyttu úrvali gólfefna. Sérhönnuð gólfteppi, dúkar og flísar í miklu úrvali. Fagmenn okkar vinna svo verkib bæbi fljótt og vel. Þú sparar tíma, fyrirhöfn og fé meb því ab láta okkur sjá um málib frá upphafi til enda. Klæbift stigahúsib tímanlega fyrir jól. QUATTRO - sérhönnud sfigateppi • auðþrifin • bælast ekki • slitsterk • margir hentugir litir • hlýleg Tilboðin giida til áramóta! VISA Góbir greibsluskilmálar. Rabgreibslur Vantar þig flísar. dúk, teppi eða málningu á stigahúsiö? Vantar þig góðan fagmann til að annast verkið? Stígðu skre - láttu o q\]ATT^q a gollið ''Vj'i/muð siig»"'vV Suðurlandsbfaut 26 s: 568 1950 an ágreining verði að ræða á þinginu,“ sagði Hervar Gunnarsson á Akranesi. Hervar sagði, að á fundi flokk- stjómar fyrir nokkru hefði verið sam- þykkt að á þinginu yrði höfuðáhersla lögð á fjöiskyldumái og kjaramál. Það mætti því búast við miklum umræðum um þau mál og ýmis önnur. „Samein- ingarmál eru ofarlega á baugi í þjóðfé- laginu og hljóta að koma til umræðu á flokksþinginu. Ég tel að þau mál haldi sínu skriði eftir þingið, hver sem úrslit verða í formannskjörinu, „ sagði Her- var Gunnarsson. Petrína Baldursdóttir Þáttaskil í forystunni „Þetta flokksþing mun óneitanlega markast af þessum þáttaskilum sem verða í forystu flokksins. Jón Baldvin er að hætta sem formaður og það mun setja sinn svip á þingið. Hann hefúr verið mjög afgerandi sem formaður undanfarin 12 ár,“ sagði Petrína Bald- ursdóttir í Grindavík. , Eyrir utan formannskosningamar þá verða sameiningarmálin sennilega aðalmálið. Flokkurinn stendur á ákveðnun tímamótum og í framhaldi af sameiningu þingflokka Alþýðu- flokks og Þjóðvaka verða þessi mál fyrirferðarmikil. En ég held að menn skiptist nokkuð í tvo hópa. Annars vegar þeir sem vilja samvinnu við aðra flokka og svo hinir sem vilja ganga lengra. Ég held að þeir séu fleiri sem vilja ffemur samvinnu en samein- ingu. Formannsskipti og breytt forysta kallar einnig á umræður um breyttar áherslur í flokksstarfi. Þar fyrir utan verða hefðbundin mál til umræðu á þinginu, svo sem Evrópumál, sjávar- útvegsmál, kjara- og fjölskyldumál,“ sagði Petrína Baldursdóttir. Hún kvaðst ekki tilbúin til að lýsa því yfir hvem hún styddi við formannskjör.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.