Alþýðublaðið - 08.11.1996, Side 11

Alþýðublaðið - 08.11.1996, Side 11
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 Friðrik með fínan hatt Hvafl hefur verið ánœgjulegast á undanfömum sex árum sem formaður framkvœmdastjómar? „Það er margt, enda langt í frá að þetta hafi verið drepleiðinglegt. Flokkurinn var í rikisstjóm frá 1987 til 1995 og hafði mikil áhrif. Uppspretta hugmyndanna er og hefur verið í Al- þýðuflokknum. Nú bíður enginn spenntur eftir því hvað komi frá ríkis- stjóminni, enda kemur ekkert nýtt frá henni. Á sínum tíma vom allir hinir flokkamir á móti EES- samningnum, en hafa síðan snúist eins og snældur. Það er eins með veiðileyfagjaldið. Það á eftir að verða að veruleika, en Al- þýðuflokkurinn er alltaf langt á undan í hugsun og dregur þessa lest sem hin- ir flokkamir em. En þetta á kannski sinn þátt í að Alþýðuflokkurinn hefúr aldrei orðið sú fjöldahreyfing sem hann á skilið og Jón Baldvin ætlaði honum. Þjóðin er á eftir flokknum. Ég er ekki að segja að ný forysta þurfi að hægja á sér, en hún þarf að skoða hvað það er í ferlinu sem hefur mis- tekist. Sjálfstæðisflokkurinn siglir allt- af lygnan sjó og hefur lag á því að vera ekki þar sem átök em. Flokkur- inn þvær hendur sínar af því sem ger- ist í heilbrigðismálum. Friðrik Sop- husson er snillingur í því að vera und- irrótin að öllu sem fjármálaráðherra, en þykjast hvergi koma nærri. Hann gengur um með sinn fína hatt og bros- ir. En það er fjármálaráðherra sem set- ur leikreglumar og sfðan er það aum- ingja Ingibjörg Pálmadóttir sem verð- ur að framfylgja boðum og bönnum Friðriks. í þessu lentu lrka Sighvatur og Guðmundur Árni. En Alþýðu- flokkurinn hafði gífurleg áhrif í síð- ustu ríkisstjóm og kom fram mörgum góðum málum.“ Breyta ímynd flokksins Nú er mikið rœtt um sameiningu eða samvinnu svokallaðra fe'lags- hyggju í einn stóran jafnaðarmanna- flokk. Hefur þú trú á að það verði að veruleika ínáinniframtíð? „Ég hef svona hæfilega mikla trú á því. Eg held að Jtað eigi að þróa þetta sem samstarf. Eg held að breyting á forystu Alþýðuflokksins núna muni auðvelda það samstarf, alveg sama hver verður formaður. Jón Baldvin hefur setið svo lengi að hann er orðið ákveðið tákn fyrir stöðuna eins og hún er. Nú er Margrét tekin við Alþýðu- bandalaginu, en Kvennalistinn hefur engan formann og er stjómlaus flokk- ur. Við fáum nýjan formann og það hlýtur að vera kappsmál fyrir hann að sýna ákveðna breytingu. Ég treysti Sighvati Björgvinssyni fullkomlega til að breyta Alþýðuflokknum. Hann er ekki síður vel til þess fallinn en Guð- mundur Ámi eða einhver annar. Ég tel að nýr formaður eigi allt undir því að breyta ímynd flokksins. Annars situr hann ekki lengi. Reykjavfkurlistiiui er ákveðinn tilraun sem tókst á sínum tíma. Ef listinn lifrr næstu kosningar tel ég góðar líkur á að um einhverja sameiningu geti orðið að ræða. Það eru miklir möguleikar til að búa til einn stóran flokk, en ég held að fýrsta skrefið eigi að vera samvinna flokka. í þessu sambandi vil ég geta þess að ég vil leggja niður nafn Alþýðuflokks- ins og kalla flokkinn bara Jafnaðar- mannaflokk íslands. Þetta er 80 ára gamall flokkur og hefur lokið því hlut- verki að vera aðeins hreyfing alþýð- unnar eins og áður var. Það em allir jafhaðarmenn í dag. Alla vega viður- kennir enginn að hann sé ójafnaðar- maður. Því tel ég nafnabreytingu auð- velda fólki mjög að koma til liðs við flokkinn og þetta er miklu stærra atriði en menn vilja viðurkenna. Ég blæs á að það snerti einhvetjar taugar eða til- finningar að leggja niður nafn Al- þýðuflokksins. Stjómmál em ekki trú- arbrögð og ef við emm ekki menn til að nefna flokkinn nútímalegu nafni er ekki von til mikilla afreka. Stefna flokksins er alveg skýr í öllum málum. Hins vegar verðum við að hefja öfluga umræðu um það hvemig eigi að jafna lífskjörin í landinu. Flokkurinn verður að leggja mun meiri áherslu á að hann er að beijast fyrir bættum hag almenn- ings.“ Styðurþú Sighvat til formennsku? „Ég vil að þessi flokkur sé í hönd- um góðs formanns og fer ekki dult með að hendur Sighvats em þar mjög góðar. Ég sé góðan formann í honum. En því fer fjarri að ég hafi áhyggjur af kosningu um formann og er ánægður með að það skuli kosið um menn. Það er ekkert eðlilegt að í það embætti sé einhver sjálfskipaður og ég mun una úrslitum kosninganna, hver sem þau verða. En það er svo merkilegt með Guðmund Áma Stefánsson, að það er eins og hann eigi alltaf að vera sjálf- skipaður mótaðili við einhvem annan, sama hver það er. Mér finnst það lýsa nokkrum hroka þegar Guðmundur Ámi og Gunnlaugur bróðir hans lýsa því yfir í Ijölmiðlum, að Jón Baldvin sé bara eitt atkvæði á flokksþingi Al- þýðuflokksins. Ég skil það hreinlega ekki þegar menn segja að Jón Baldvin hafi ekki meiri áhrif í Alþýðuflokkn- um en hver annar. En hver sem úrslit í formannskjöri verða, þá fær flokkur- inn bara þann formann sem hann á skilið," sagði Guðmundur Oddsson. ■ Guðmundur Oddsson: Fjármálaleg staða Alþýðuflokksins hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Ljósm. E. Ól.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.