Vísir - 02.02.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 02.02.1976, Blaðsíða 5
5 VtSIR Mánudagur 2. febrúar 1976. /fMÖRGUM FINNST ERFITT AÐ LEITA TIL OKKAR" — segir Sœvar Guðbergsson, sem er yfir fjðlskyldudeild Félagsmólastofnunarinnar deildar er að mæta margþætt- um vandamálum, sem geta ver- ið af mörgum rótum runnin. begar leitað er til okkar með eitthvert vandamál, t.d. barn, sem hefur brotið af sér, þá verð- ur að vera okkar fyrsta verk að reyna að gera okkur grein fyrir ástæðu erfiðleika barnsins. Oft getur verið erfitt að greina á milli orsakar og afleiðingar i svona málum. Með viðtölum og samvinnu við fjölskylduna reynum við að komast að þvi hver hinn raunverulegi vandi er. Þá er hægt að meta hvort heimilisaðstæður barnsins séu orsök hegðunarvandkvæða þess, eða hvort barnið sjálft sé aðalvandinn,” sagði Sævar. Vandamálin leyst með samstarfi ,,Við stefnum að þvi að að- stoða fjölskylduna sem heild. Við litum á það vandaamál, sem leitað er til okkar með sem einkenni og viljum fá alla á heimilinu til að hjálpast að við að leysa hinn raunverulega vanda. Við teljum ekki að hægt sé að leysa vandamál fyrir fólk, heldur aðeins með þvi. Auðvitað er hægt að auðvelda Einn hluti fjölskyldudeildar er aö Asparfelli 12 i Breiðholti. Þar er ætlunin aö veröi visir að heilsugæslustöö. Einn féiagsráðgjafanna, sem starfa i útibúi Félagsmáiastofnunarinnar i Breiöhoiti, Sigriöur Jónsdóttir i hinni vistlegu biðstofu stofnunarinnar. GAIiBA. GOKTA, SKKÖKVA EF BARNID VÆTIR RÖMID lausn vandamálanna meö þvi að gera ytri aðstæður hagstæðari. Kviði vegna efnahagslegrar af- komu getur aukið spennuna og tafið fyrir lausn vandans. Stofn- unin veitir þvi fjárhagsaðstoð i ýmsu formi eftir þvi hver þörfin er i hverju tilviki.” Við forföll húsmóður er útveg- uð heimilishjálp. Ef börn eru á heimilinu er séð fyrir dag- vistunaraðstöðu fyrir þau. Skammtimavistun barna á upp- tökustofnunum er oft nauðsyn- leg, þegar þau eiga við hegðunarvandamál að striða. Sé um húsnæðisleysi að ræða þá reynir fjölskvldudeildin að hafa milligöngu með útvegun á húsnæði á vegum borgarinnar, en borgin á nú um 700 leiguibúð- ir. Stofnunin veitir einnig tima- bundna fjárhagsaðstoð og veitir aðstoð með útvegun atvinnu eftir þvi sem mögulegt er. Þeg- ar veikindi. t.d. drykkjusýki er á heimilinu. hefur stofnunin samstarf við þann lækni sem hefur samband við fjölskyld- una, ..Aðalatriðið teljum við þó vera að hjálpa fjölskyldunni með viðtölum og heimsóknum til að lita raunsætt á aðstöðu sina og möguleika til úrbóta,” sagði Sævar. Þörf á breyttu almenningsáliti Þá sagði Sævar að heppilegra væri að fólk leitaði fyrr til Félagsmálastofnunarinnar. Ef fólk væri ekki eins tregt til að leita aðstoðar og nú er raunin. væri mun auðveldara að hjálpa þvi til sjálfshjálpar. Mörgum iinnst erfitt að leita til stofnunarinnar vegna þess að þá finnst þeim að þeir séu komnir á ..bæinn” og stimplaðir sem slikir. „Við viljum reyna að draga úr þessari tilfinningu fólks. Til þess að það takist þarf al- menningsálitið að brevtast. Ef það gerðist veigraði fólk sér ekki eins við að leita hjálpar. En það vantar lika talsvert á að iólki sé bent á að snúa sér til okkar. Við viljum bvggja upp hjálparkerfi, sem byggir á öðr- um forsendum en verið hefur lengst af. Markmiðið var fyrst og íremst að einstaklingurinn svelti ekki og var þvi framfærsl- an aðalatriðið. Nú er hún hins vegar aðeins einn hluti að- stoðarinnar. Við vonum. að þró- unin verði sú. að sá hluti eigi eftir að verða enn veigaminni. Hér ættu að vera á einum stað allar þær upplýsingar. sem einstaklingurinn þarf á að halda um þá aðtoð sem honum stendur til boða. hvort sem það er frá riki eða sveitarfélagi. Það þarf að stefna að þvi að litið verði sömu augum á likamlegt. geð- rænt og íélagslegt heilbrigði og ætti öll þjónusta þar að lútandi að vera sameinuð. Hugmyndir um heilsugæslustöðvar falla einmitt i þessa átt." sagði Sævar Guðbergsson. — SJ. Sveinn H. Ragnarsson, félagsmáiastjóri er Féiagsmálastofnunarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.