Vísir - 02.02.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 02.02.1976, Blaðsíða 6
Þjófarnir töluðu spœnsku — er ollt sem lögreglon veit um mennina þrjá sem stálu 119 Picasso verkum Þjófarnir sem stálu 119 málverkum Picasso töluðu spænsku! Þessar upplýsingar eru eina haldreipi lögreglunnar í Avignon í Frakklandi í umfangsmikilli leit sem nú er gerð að listaverka- þjóf unum. Annar vaktmannanna sem ræningjarnir rotuöu sagöist hafa heyrt mennina tala spænsku. Ræningjarnir skildu engin fingraför eftir sig. Listaverkasérfræöingar hafa metiö samanlagt verömæti málverkanna til 680 milljóna króna. Aöeins tvö þeirra 119 málverka sem stoliö var, voru tryggð. Þetta listaverkarán er með þeim allra stærstu í sög- unni. Engin myndanna var undirrituö af Picasso. Hann setti nafn sitt aldrei á mynd fyrr en hún var seld. Málverkin sem stolið var geröi hann siöustu æaviár sin. Meistarinn Picasso aö rissa upp skissu úti i veöurbliöunni. Myndin var tekin á sveitasetri hans i Suður-Frakklandi. Umsjón: óiafur Hauksson ■ — w ' — - - — • Mánudagur 2. febrúar 1976. vism Guðmund- ur vann Orence skákmótið i AP-frétt frá Orence á Spáni segir, aö Guömundur Sigurjónsson hafi unnið fimmta alþjóöiega skák- mótiö i Orence, en þvi lauk i gær. Guömundur mun hafa hlotiö sjö og hálfan vinning af eilefu mögu- legum. Vegna slæmra loftskeytaskilyrða komst ekki allt fréttaskeytiö til skila, en svo er aö sjá, sem Guill- ermo Garcia frá Perú og Kenneth Rogoff frá Bandarikjunum hafi hlotiö sama vinningafjölda og Guö- mundur, og hann veriö úrskurðað- ur efstur. Bœndur andvígir uppskiptum jarða Smábændur I Portúgal, sem höföu hótaö aö leggja niður mat- vælaflutninga til Lissabon, á- kváöu aö gefa herforingjastjórn- inni tækifæri. Þúsundir bænda komu saman á fimm meiriháttar útifundum hér og hvar i Portúgal i gær. Alls staðar var samþykkt aö veita stjórninni frest til aö bæta úr jarðaskiptaáætlun stjórnar kommúnista frá þvi fyrir nlu mánuöum. Þó áskildu jarðeigendur sér rétt „til róttækra aðgerða”, ef ekkert yröi gert til þess aö leiö- rétta vandkvæöi þeirra. — Sam- þykkt var að fara i f jöldagöngu til Lissabon til „varnar lýðræðinu”, en þar eru vinstrisinnar i meiri- hluta. En það er þrýst að stjórninni á báða vegu I þessu máli. A hinn bóginn eru leiguliðar, sem fylgja kommúnistum aö málum. Þeir efndu til fundar samtimis i Oporto, og veittu stjórninni frest til 31. mars til að ljúka áætluninni um að skipta jarðnæðinu milli bænda. Þessi nýju lög voru sett siðasta sumar til að hnekkja veldi stór- bændanna. En það hefur dregist, að lögin kæmu að fullu til fram- kvæmda. Fá tvenn bómullarföt fyrjr mánaðarlgunin „1 Kanton, stærsta iðnaðar- svæði Kina, kom fyrir skömmu fram alvarleg óánægja verka- manna. — Astæðan er hin lágu laun verkafólks,” segir i frétta- pistli frá sovésku fréttastofunni APN.. Þar er þvi haldið fram, að meðallaun verkamanns séu um 50-60 yuan á mánuði. Til við- miöunar, svo menn átti sig á kaupmættinum, er sagt, að bómullarföt (algengasti klæðnað- ur kinverja) kosti 25 yuan og reið- hjól, aðalfaratæki almennings kosti 150-175 yuan. APN segir, aö kinverskir verkamenn fái ekki greitt orlof, né heldur yfirvinnu og enn siöur bónus fyrir aö fara fram úr fram- leiösluáætlun eöa ná sérstökum gæðum. 500 heimili í bruna eyðilögðust Þaö er taiiö, aö meira en 500 heimili hafi eyöilagst i stór- bruna, sem varö I fátækra- hreysunum viö Aldrichflóa I Hong Kong i gær. — Þar hafa á fjóröa þúsund manns misst heimili sin. — A simamyndinni, sem barst i morgun, sést hvar slökkviliösmaöur beinir vatns- bununni úr körfubil aö logunum. Nasser sagður hafa dregið sér 15 millj- ónir dollara 1967 Nasser, fyrrum Egyptalands- forseti: Safnaöi liann erlendu efnahagsaðstoöinni á eigin bankareikninga? Ritstjóri útbreidds dag- blaðs i Kairó heldur því fram í bók að Nasser heit- inn Egyptalandsforeti hafi sett 15 milljónir dollara á einkareikning í banka er- lendis 1967. Salem forsætisráöherra skipaði i gær nefnd til að kanna þessar fullyröingar, og er seðlabanka- stjóri landsins i forsæti nefndar- innar. Hún á að skila niðurstöðum innan þriggja daga. Útdráttur úr bók ritstjórans var birtur i vikublaði. Ritstjórinn segir að Nasser hafi tekið við fimm milljónum dollara 28. mai 1967 frá Saud konungi Saudi- Arabiu, sem framlag til striðsað- gerða Útdráttur úr bók ritstjórans var birtur i vikublaði. Ritstjórinn segir að Nasser hafi tekið við fimm milljónum dollara 28. mai 1967 frá Saud konungi Saudi- Arabiu sem framlagi til strlðsað gerða Egypta. Blaðiö segir að Nasser hafi sett þessa peninga á eigin reikning i banka erlendis. Tiu dögum siðar lánaði Saud Egyptum tiu milljónir dollara. Þessa peninga setti Nasser i ann- an banka erlendis. Um leið skipaði hann egýpsku stjórninni að endurgreiða lánið til Saud. Bók ritstjórans er þáttur i auknum áróöri gegn hinum látna forseia. Eftir að ritskoðun var af- létt fyrir tveimur árum hefur þessi gagnrýni siaukist. Fimmburar í Japan Fyrstu fimmburar Japans og móöir þeirra eru viö bestu heilsu, en þeirkomu i heiminn um helgina. Móöir þeirra, 27 ára, ól þá á sjúkra- húsi I Kagoshima. Þetta eru tveir drengir og þrjár telpur og vógu þau milli 990 grömm það léttasta og 1,800 grömm þaö þyngsta. Sjá eftir gömlu skólaborðunum 1 Eton-skóla, þar sem auö- mannasynir á Bretlandi eru settir til mennta, rikir mikil gremja meðal nemenda vegna sölu á gömlu .skólaborðunum þeirra til Bandarikjanna. Kippir þeim greinilega i kynið, þvi að þeim er ekki svo mikil eftirsjá að borðun- um, heldur hinu, að kaupendurnir hafa selt borðin aftur með miklum hagnaði. t grein i skólablaðinu er lagt til, að skólinn opni sina eigin túrista- verslun. Aö öðrum kosti er stungið upp á þvi, aö skólaboröin veröi seld fyrirhærra verð en fimm sterlings- pund hvert. Þelta eru hin vönduðustu eikar- borö frá Viktoriutimanum, og eru nú seld i húsgagnaverslunum i NeW York á fimmtánföldu þvi veröi sem skólinn lét þau á. Þunnt bensín t góðaksturskeppni, sem fram átti að fara i Flórida i gær, stöðvuöust bilarnir eftir 18 klukku- stunda akstur, og áttu þá sex stundir eftir. Sjúkdómseinkennin voru eins hjá öllum. Þeir hikstuðu og hóstuöu, höktu áfram nokkur fet, en stöðvuðust svo alveg. 1 ljós kom, aö vatn var i bensin- inu hjá öllum, en enginn veil, hvernig svo mátti verða. Leikur grunur á þvi, að skemmdarvargar hafi verið að verki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.