Vísir - 02.02.1976, Blaðsíða 11
vism Mánudagur 2. febrúar 1976,
Þorleifur Ananlasson sem leikur meö 2. deildarliðinu KA frá Akureyri I handknattleik sést hér skora eitt
af mörkum félags slns gegn IR á laugardaginn. Þorleifur er snöggur og gerir margt laglegt, enda mikið
uppáhald sinna manna. Ljösmynd Einar..........
Baráttan stendur
••
Hárgreiðslustofan VALHOLL
Klippingar - Klippingar
Klippum og blasum hárið
á milli ÍR og KA
Liðin skildu jöfn í 2. deildinni í handknattleik karla um
helgina, en KR fylgir þeim fast eftir
„Við erum ekki búnir að vinna
sætið okkar i 1. deildinni aftur, þó
að við höfum náð stigi af KA i
þessum leik”, sagði Karl Bene-
diktsson þjálfari ÍR-inga er við
ræddum við hann eftir hinn fjör-
uga ieik á milli ÍR og KA i 2.
deildinni i handknattleik karla i
Laugardalshöllinni á laugardag-
inn.
„Við eigum enn fjóra leiki eft-
ir. og þar á meðal er leikurinn við
KR.sem geturráðið úrslitum. KA
á einnig eftir að leika við KR, og
það getur orðið eins erfitt hjá
þeim að ná i stig þar eins og okk-
ur. Ég vona samt að þetta eina
stig, sem við höfum nú i forskot á
KA, nægi okkur til að sigra i' 2.
deild, en vildi samt gjarnan hafa
meiri forystu en þetta”.
Leikur tR og KA var aðalleik-
urinn i 2. deild um þessa helgi, en
bæði Akureyrarliðin — KA og Þór
— voru fyrir sunnan um helgina,
og léku tvo leiki hvort.
Staðan i hálfleik var 8:8 en i
upþhafi siðari hálfleiks náði KA
forystu.og hélt henni þar til þrjár
minútur voru eftir af leiknum, að
tR tókst að komast yfir með
marki Vilhjálms Sigurgeirssonar
— 16:15. Akureyringarnir jöfnuðu
skömmu siðar, og var þar að
verki Hörður Hilmarsson lands-
liðsmaður úr Val i knattspyrnu.
Þá voru tvær mi'nútur eftir af
leiknum, og voru þær kórónan á
mikið fjör sem var allan leikinn.
Bæði liðin fengu tækifæri til að ná
báðum stigunum á þessum tveim
minútum — tvö upphlaup hjá
hvoru — en mistókst, enda taug-
arnar i ólagi hjá báðum, og urðu
liðin að sætta sig við að skipta
stigunum á milli sin.
Halldór Rafnsson var mark-
hæstur KA-manna i leiknum —
skoraði 8 mörk, en hjá ÍR voru
þeir markhæstir Guðjón
Marteinsson og Brynjólfur
Markússon með 4 mörk hvor.
KA lék siðari leik sinn i þessari
ferð i gær og mætti þá Árbæjar-
liðinu Fylki. Grslit leiksins urðu
þau, aðKA sigraði 24:23, eftir að
hafa verið 3 til 4 mörkum yfir þar
til á siðustu minútum leiksins, þá
fór Fylkir að siga á, og munaði
engu að KA tapaði öðru stiginu.
Þórnáði sér i tvö dýrmæt stig i
fallbaráttunni þegar liðið sigraði
Breiðablik i gær með 14 mörkum
gegn 13. t hálfleik hafði Þór eitt
mark yfir — 9:8 — en siðari hálf-
leiknum lauk með jafntefli — 5:5.
AlaugardaginnlékÞór viðKR i
Laugardalshöllinni og var þar
mikið skotið og skorað. KR-ing-
arnir gengu útaf með bæði stigin
eftir5marka sigur — 28:23 — og
eru nú i þriðja sæti i 2. deild. Þeir
verða að sigra bæði tR og KA svo
og i hinum tveim leikjunum, sem
þeir eiga eftir, en ef þeim tekst
það getur orðið mikið fjör i deild-
inni.
— klp —
2. DEILD
Staðan í 2. deild tslandsmótsins
i handknattleik karla eftir leikina
um helgina:
KR—Þór 28: :23
ÍR—KA 16: 16
Fylkir 23: 24
Breiðablik—Þór 13: ; 14
1R 10 8 2 0 246: 155 18
KA 10 8 1 I 224: 188 17
KR 10 7 0 3 250: ; 207 14
Keflavik 9 4 1 4 158: 177 9
Leiknir 11 4 I 6 229: :270 9
Þór 10 3 0 7 207: 214 6
Fylkir 10 2 0 8 153: : 190 4
Breiðablik 10 1 1 8 147: : 213 3
Næstu leikir:
Þór—Keflavik, ÍR—Fylkir,
KA—Keflavik um næstu helgi.
Ágúst hjólpaði
Jóni í Svíþjóð
Agúst Svavarsson og félagar
hans i Malmberget gerðu hinum
islendingnum, Jóni Hjaltalin og
félögum hans i Lugi, mikinn
greiða i 1. deildarkeppninni I
handknattleik karla i Sviþjóð i
gær, með þvi að sigra næst
efsta liðið, Ystad, með 26 mörk-
um gegn 22.
Fyrir leikinn var Lugi einu
stigi á eftir Ystad og i þriðja
sæti i deildinni, en tapaði á
heimavelli fyrir Drott á laugar-
daginn. Malmberget, með
Agúst i fararbroddi sá þá um að
Ystad næði ekki 3ja stiga for-
ystu á Lugi, með þvi að sigra I
leiknum i Malmberget.
Þetta var fyrsti sigur Malm-
berget i deildinni i ár, og er liðið
örugglega fallið— er 7 stigum á
eftir næst neðsta liðinu — en á
góða möguleika á að halda sæt-
inu, þar sem fjölga á i deildinni
næsta ár.
Nú eru eftir fjórar umferðir i
,,AU Svenskan” og komast fjög-
ur efstu liðin þaðan i úrslita-
keppnina, þar sem barist verður
um sænska meistaratitilinn.
Er mikil barátta um þau sæti,
en staða efstu liðanna eftir leik-
ina um helgina er þannig, að
Heim er i efsta sæti með 20 sit,
þá kemur Ystad með 18, Lugi
með 17, Hellas með ltiogMalmö
með 15 stig.
— klp —
V
Laugavegi 2ó. Simi 22138^
Útboð
Framkvæmdanefnd leiguibúða i Borgar-
nesi óskar eftir tilboðum i að byggja og
fullgera 9 ibúðir i fjölbýlishúsi að Kveld-
úlfsgötu 28 Borgarnesi.
Útboðsgagna má vitja á verkfræðistofu
okkar Ármúla 4 Reykjavik og á skrifstofu
Borgarneshrepps Borgarnesi gegn 10 þús.
kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á
skrifstofu Borgarneshrepps föstudaginn
11 f.h.
VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf
ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499
SÉRSTAKT VERÐTILBOÐ
VEGNA HAGSTÆÐRA INNKAUPA
BOSCH
1/2" HD
(450 wött, tveggja hraða)
Ætti að kosta: Kr. 25.500
En kostar: Kr. 19.900
HLIÐSTÆÐUR VERÐMISMUNUR
Á FLEIRI BOSCH VÖRUM
/
iMfiai (S4/j£ei’M0-n Lf
Reykjavík — Akureyri