Vísir - 02.02.1976, Side 14

Vísir - 02.02.1976, Side 14
^nz Enska knattspyrnan: Mánudagur 2. febrúar 1976. vism ) West Ham og Leeds í músarhlutverkinu! Manchester United heldur enn forystunni i 1. deildar- keppninni i Englandi, eftir sannfærandi sigur gegn Birm- ingham, 3:1 á laugardaginn og hefur liðið nú 38 stig. Liverpool vann stórsigur gegn West Ham i London, 4:0 er nú i öðru sæti með 37 stig og i þriðja sæti koma meistarar Derby County með 36 stig. Leeds tapaði mjög óvænt fyrir Norwich i Leeds 0:3 og féll úr öðru sæti niður í fjórða sæti. Leeds hefur 35 stig, en hefur leikið einum leik minna en hin liðin. Staðan á botninum er að mestu leyti óbreytt, Arsenal, Wolves og Burnley unnu leiki sina á laugardaginn og nú virð- ist baráttan standa á milli Burnley, Birmingham og Wolv- es um hvaða lið fellur með Shef- field United i' 2. deild. Veðráttan i Englandi og Skot- landi hefur verið mjög slæm að undanförnu og hefur ekki orðið jafnkalt á Bretlandseyjum i l'jögur ár. Af þessum sökum urðu margir knattspyrnuvellir likastir skautasvelli og fresta varð mörgum leikjum. Toshack i ham ,,Það er langt siðan að West Ham liöið hefur verið leikið jafngrátt og i dag — og tapað jafnstórt,” sagði fréttamaður BBC Peter Lorenzo sem fylgdist með leik West Ham og Liver- pool á Upton Park i London. ,,Það voru þeir John Toshack og Kevin Keegan sem slógu West Ham út úr bikarkeppninni fyrir Ijórum vikum, og það voru þessir tveir frábæru leikmenn sem léku sama leikinn i dag. Toshack skoraði hat-trick, á 63., 75. og 82. minútu og lagði Keeg- an tvö af mörkunum upp, og skoraði svo sjálfur fjórða mark- ið á siðustu minútunni. Meðal áhorfenda var nýi framkvæmdastjóri italska landsliðsins og hlýtur hann að hafa veriðhrifinn af hversu frá- bærlega vel þeir Toshack og Keegan léku saman. Áhorf- endafjöldinn hérna var 28.000.” En áðuren við höldum lengra skulum við lita á úrslit leikj- anna: 1. deild Arsenal — Sheff Utd 1:0 Aston Villa — QPR 0:2 Derby — Coventry 2:0 Everton — Burnley 2:3 Ipswich — Tottenham 1:2 Leeds — Norwich 0:3 Leicester— Manch City 1:0 Manch Utd — Birmingham 3:1 Middlesboro — Newcastle 3:3 West Ham — Liverpool 0:4 Wolves —Stoke 2:1 2. deild Blackburn — Plymouth 3:1 Blackpool — Hull 2:2 Bolton — Oxford fr. Bristol R — Portsmouth 2:0 Cariisle — Fulham 2:2 Charlton —York 3:2 Chelsea — WBA 1:2 Luton — NotthFor 1:1 Notts C — Orient fr. Southampton — Oldham 3:2 Þá var leik Sunderland og Bristol City sem leika átti á föstudaginn frestað vegna þess að leikvöllur Sunderland var með öllu óhæfur til að leika á. Neitaði að yfirgefa völlinn Leikur Manchester United og — Birmingham á Old Trafford i Manchester varð nokkuð sögu- legur, þvi að einum leikmanna Birmingham, bakverðinum Archie Styles, var visað af leik- velli eftir brot á Steve Coppell á siðustu minútunum. Styles neit- aði að yfirgefa völlinn og það var ekki fyrr en eftir miklar for- tölur fyrirliðans, Kenny Burns, að Styles hlýddi fyrirmælum dómarans, John Homewood, sem neitaði að ræða atvikið eftir leikinn. Framkvæmdastjóri Birmingham, Willie Bell, sagði aðeinsaðeinum leikmanni hefði verið vísað af leikvelli — og það hefði verið Styles. Alex Forsyth skoraði fyrir United á 11. minútu með „þrumufleyg” af 25 m færi og Lou Macari bætti öðru markinu við i lok fyrri hálfleiks. Peter Withe skoraði fyrir Birmingham i siðari hálfleik — þegar leikmenn Manchester slökuðu á og það var ekki fyrr en i lok leiksins að Sammy Mc- Ilroy gulltryggði sigur United sem nú hefur unnið 11 af 13 heimaleikjum sinum og gert tvivegis jafntefli. Áhorfendur á Old Trafford voru 50.724. Landsliðseinvaldurinn Don Revie var meðal áhorfenda á Elland Road i Leeds og sá sina gömlu félaga steinliggja fyrir Norwich. Billy Bremner lék ekki með Leeds vegna meiðsla, en Joe Jordan sem hafði aðeins leikið i 15 minútur i 1. deild i vet- ur, vegna meiðsla, kom nú aftur inn i liðið. Norwich náði forystunni á 11. minútu, þegar Ted McDougall skoraði eftir varnarmistök Paul Madeley. Um miðjan siðari hálfleik sendi markvörður Leeds, David Harvey boltann beint til Mike McGuire og hann Eftir markið sóttu leikmenn Coventry i sig veðrið — og David Cross og Donald Murphy voru nálægt að jafna, en sjö minútum fyrir leikslok gull- tryggði George sigur Derby i leiknum þegar hann skallaði aukaspyrju Rod Thomas framhjá markverði Coventry, Jim Blyth og var þetta 19. mark hans á keppnistimabilinu. Ahorfendur voru: 24.253. Aston Villa og QPR háðu erfiða baráttu á slæmum leik- velli Villa — Villa Park i Birm- ingham. Völlurinn var háll sem is, og i fyrri hálfleik datt irski landsliðsmaðurinn i lið Aston Villa, Chris Nicholl, meiddist hann á öxl og var borinn Utaf, auðsjáanlega með miklar kval- ir. Mikil barátta var i leiknum og lengi leit út fyrir að hvorugu lið- inu ætlaði að takast að skora, en þegar 13 minútur voru til leiks- loka, skoraði fyrrum leikmaður Chelsea, John Hollinssitt fyrsta mark fyrir QPR og á siðustu minútu leiksins bætti fyrirlið- inn, Gerry Francis öðru mark- inu við — léká markvörðu Aston Villa og skaut i tómt markið. Þetta var annar leikurinn sem QPR vinnur á útivelli i 1. deild i vetur. Ahorfendur voru: 32.223. Tvö mörk á tveim minútum Leikur Middlesborough og Newcastle var mjög vel leikinn, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. David Mills náði forystunni fyr- ir Boro i fyrri hálfleik, en Alan Gowling jafnaði fyrir Newcastle i upphafi siðari hálfleiks, eftir að markvörður Middlesboro Jim Platt, hafði hálfvarið fast skot frá Maldolm Macdonald. Þá skoraði Glen Keeley sjálfs- mark og Joe Maddrenn bætti Kenny Burns, fyrirliði Birmingham I baráttu við markvörð Chelsea, John Phillips, þegar liðin mættust I deildarbikarkeppninni fyrr I vetur. Burns varð að beita fortölum á laugardaginn tii að fá einn leikmann sinn Archie Styies, til aðyfirgefa leikvöllinn ileik Birmingham við Manchester United. enda er Arsenal nú i fimmta neðsta sætinu og á laugardag- inn voru áhorfer.durnir aðeins 14.447, sem er lélegasta aðsókn hjá félaginu á keppnistimabil- inu Mark Arsenal skoraði Liam Brady, sex minútum fyrir leiks- lok. West Ham tapaði 4:0 fyrir Liverpool í London og Leeds tapaði fyrir Norwich í Leeds 0:3. Manchester United heldur enn forystunni eftir öruggan sigur gegn Birmingham var fljótur að þakka gott boð — og sendi boltann i markið yfir Harvey. Þrem minútum fyrir leikslok skoraði svo McDougall sitt annað mark með Skalla — og hefur hann nú skorað 23 mörk á keppnistimabilinu. Áhorfend- ur voru 27.254. Innáskiptingar sem gefa góða raun Dave Mackay framkvæmda- stjóri Derby hefur nú, tvo laug- ardaga I röð, gert tvær breyt- ingar á liði sinu i miðjum leik, sem báðarhafa gefiðgóða raun. Fyrst var það um siðustu helgi þegar hann sendi Roger Davis inná fyrir 300 þúsund punda manninn Leighton James i bik- arleiknum gegn Liverpool — og aðeins sex minútum siðar hafði Davis skorað sigurmark Derby. Á laugardaginn var það Francic Lee sem var tekinn útaf fyrir Davis á 59. minútu i leiknum gegn Coventry — og aðeins fjór- um minútum siðar hafði Derby skorað og allan heiðurinn af markinu átti Davis. Hann sendi boltann fyrir mark Coventry og fyrrum leikmaður Celtic, Jim Brogan, handlék boltann til að koma i veg fyrir að Charlie George tækist að skjóta i opið markið. Vitaspyrna var dæmd, og George skoraði örugglega úr henni. þriðja marki Middlesboro við. En leikmenn Newcastle höfðu ekki sagt sitt siðasta orð — og á tveim siðustu minútum leiksins skoruðu þeir tvivegis — Irving Nattrass og Alan Kennedy. Ahorfendur voru: 31.000. Everton tapaði mjög óvænt fyrir næst neðsta liðinu Burnley — og er árangur Everton á heimavelli afarslakur, aðeins fimm sigrar i 13 leikjum. Peter Noble skoraði fyrir Burnley i fyrri hálfleik, en Bryan Hamil- ton jafnaði fyrir Everton i upp- hafi siðari hálfleiks. Þá bætti Burnley tveim mörkum við, Biran Flynn og Joe Scott, og þannig var staðan þar til tveim minútum fyrir leikslok, að Hamilton bætti öðru marki Everton við — og var svo bókað- ur rétt á eftir. Áhorfendur 21.389. Ralph Coates náði forystunni fyrir Tottenham gegn Ipswich i fyrri hálfleik og i þeim siðari bætti Keith Osgood öðru marki viðúr vitaspyrnu. Mark Ipswich skoraði David Johnson fjórum minútum fyrir leikslok. Sú var tíðin! Sú var tiðin, að 40 þúsund áhorfendur væru á heimaleikj- um Arsenal á Highbury i Lond- on og það eru ekki nema þrjú ár siðan. En sú tala hefur nú minnkað um rúman helming, Leicester hefur ekki tapað leik á heima velli siðan 25. októ- ber, þá gegn Tottenham og nú var það Manchester City sem féll á Filbert Street. Bob Lee skoraði mark Leicester og hefur hann nú skoraði i fjórum leikj- um i röð. Willie Carr náði forystunni fyrir Wolves gegn Stoke með marki úr vitaspyrnu i fyrri hálf- leik, en Terry Conroy jafnaði á 72. minútu. Sigurmark Úlfanna skoraði Norman Bell aðeins einni minútu siðar. Sunderland og Bolton hafa forystuna i 2. deild þó að hvor- ugt liðanna hafi leikið um helg- ina. Southampton átti i miklum erfiðleikum með Oldham, en tókst að merja sigur að lokum. Mörk Dýrlinganna skoruðu: Os- god, Stokes og Channon, en mörk Oldham, Young og Shaw. Chelsea tapaði óvænt fyrir WBA eftir að Britton hafði náð foryst- unni fyrir Chelsea skoruðu þeir Martin og Brown fyrir WBA. Carlisle og Fulham gerðu jafn- tefli, mörk Carlisle skoruðu Barry og Owen, en Mitchell skoraði bæði mörk Fulham. Mark Luton gegn Nottingham Forest skoraði Futcher, en Curran mark Forest. Crystal Palace hefur foryst- una i 3. deild, Palace gerði jafn- tefli við Hereford á útivelli 1:1 og það var David Swindelhurst sá sami og skoraði gegn Leeds i bikarkeppninni sem skoraði jöfnunarmark Palace. Crystal Palace er með 35 s.tig, Hereford 34 stig og Birghton, Peterboro og Walshall eru með 32 stig. Neðst eru Chesterfield með 20 stig, Southend 19 stig og Mans- field 15 stig. Stðan i 1. og 2. deild er nú þessi: 1. deild Manch.Utd. 27 16 6 5 44:25 38 Liverpool 27 13 11 3 44:23 37 Derby 27 15 6 6 43:34 36 Leeds 26 15 5 6 45:26 35 QPR 28 12 10 6 36:22 34 WestHam 27 13 5 9 37:38 31 Manch.City 27 10 9 8 41:25 29 Middlesb. 27 10 9 8 29:25 29 Stoke 27 11 7 9 33:32 29 Ipswich 27 8 12 7 32:29 28 Everton 27 9 10 8 44:50 28 Newcastle - 27 10 7 10 49:37 27 Leicester 27 7 13 7 30:37 27 Tottenham 27 7 12 8 38:43 26 Norwich 27 9 7 11 40:41 25 Aston Villa 27 8 9 10 32:37 25 Coventry 27 8 9 10 28:37 25 Arsenal 27 8 7 12 31:32 23 Wolves 27 6 7 14 28:40 19 Birmingham 27 7 4 16 37:54 18 Burnley 27 5 7 15 28:44 17 SheffUtd 27 1 6 20 18:55 8 2. deild Sunderland Bolton BristolC Notts County Couthampt WBA Luton Oldham BristolR Fulham Blackpool Orient Plymouth Chelsea,' Charlton Nott For Carlisel Blackburn Hull Oxford York Portsmouth 26 16 26 14 26 13 26 13 26 14 27 11 27 12 27 12 27 9 26 10 27 8 6 41 4 44 5 43 7 37 8 47 7 27 9 38 9 40 7 28 8 32 8 10 26 9 8 22 7 12 34 7 11 33 5 11 35 8 11 29 7 11 24 11 10 26 5 13 29 8 13 25 5 17 21 6 17 17 :22 36 :24 36 : 22 35 :23 32 32 32 : 25 32 :30 30 :40 30 :26 29 :28 27 :31 26 : 23 25 :37 25 :37 25 :43 25 :28 24 :33 24 :31 23 :35 23 :27 18 :47 15 :41 14 -BB

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.