Vísir - 02.02.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 02.02.1976, Blaðsíða 24
Mánudagur 2. febrúar 1976. Akureyri: Brotist inn r g .m* a 6 stoðum um helgina óvanalega oft hefur verið brotist inn á Akureyri núna tvo siðustu mánuði. t janúar hefur verið brotist inn að minnsta kosti 20 sinnum. t desember var brotist inn á 25- 26staði, og nú um helgina var farið inn á 6 staði. Einn staðurinn sem farið var inn á um helgina, var Hljómver. Þar var mestu stol- ið — eða verðmætum fyrir um 100 þúsund krónur. Stolið var útvarpi, plötuspilara og heyrnartæki. A hinum fimm stöðunum var litið tekið, einna helst skiptimynt. Farið var inn I Billjardstofuna i Kaupvangs- stræti, Ferðaskrifstofu Akur- eyrar, einbýlishús við Hafnar- stræti, verslunina Hrund og loks inn i Sundlaug Akureyrar. t sundlauginni voru teknir tveir ungir piltar. Ekki var talið að þeir ættu þátt i hinum innbrotunum, en málin eru i rannsókn. Af þeim innbrotum sem urðu i janúar og desember, hafa flest verið upplýst. Söku- dólagarnir eru flestir á aldrin- um 13-16 ára. Þeira hafa litið tekið, en oft hafa skemmdir verið nokkrar á stöðum sem þeir hafa farið inn á. Oftast komast þeir inn með þvi að brjóta rúður og hurðir. A þeim 6stöðum sem farið var inn i um helgina, var aðferðin sú að brjóta upp hurðir eða glugga. —EA Fjórir sóttu um prófess- orsembœtti U m s ók n a r f r e s t u r um prófessorsembætti i grasafræði við Hffræðiskor Verkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla is- lands rann út 15. þ.m. Um emb- ættið sóttu: Dr. Áskell Löve, Bjartmar Sveinbjörnsson, lif- l'ræðingur, Eyþór Einarsson, magister og dr. Höröur Kristinsson. Ný umferð- arljós ó Grensósveg Kveikt veröur á umferðar- Ijósum á gatnamótum Grensásvegar og Fellsmúla - Skeifunnar á morgun, þriðju- dag, klukkan 14.00. Umferöar- Ijósin eru sctt upp m.a. vegna þcss, aö umferð hefur aukist um þessi gatnamót siöustu ár og talsverð brögð verið að þvi, aö aöalbrautarréttur væri ekki virtur. Umferðaljósin eru tima- stýrð og tengd ljósunum á Miklubraut og Suðurlands- braut, en eru að þvi leyti frá- brugðin ljósakerfi Miklu- brautar, að þau hafa engan sérstakan vinstri beygjutima. Vinstri beygja úr suðri og upp Fellsmúla hefur þó verið auö- velduö með nokkurra sek- úndna mismun á grænu ljósi úr suðri og norðri. Arekstrar á þessum gatna- mótum hafa verið tiðir á undanförnum árum og hafa þeir flestir orðið undir réttu horni og þvi valdið miklu eignatjóni. — EB „Það verður að gera fleira en gott þykir" — sagði dómsmólaróðherra um stjórnarsamstarfið i þættinum beinni linu i gær- kvöldi var ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra, spurður hvernig honum l'élli stjórnar- samstarfið með Sjálfstæðis- flokknum. Ráðherrann sagði, að seta sin i rikisstjórn væri enginn dans á i.’ósum. Hann gæti þess vegna tekið undir með þingmanninum, sem þurfti að kyssa kjósendur með tóbaksleka úr nefi, er hann sagði: „Það verður að gera fleira en gott þykir”. pÍísHÍ L Konur ó skák- þingi Konur tefla nú i annað sinn á skákþingi Reykjavikur. Þær eru nú 25 talsins og tefla I tveimur riðlum. Efst á mótinu er nú Birna Nordal með sjö vinninga af átta moguiegum. 1 karla flokki er teflt i sex riðl- um, tólf keppendur I hverjum. Efstur i A-riðli, þegar ein uni- l'erð er eftir, er Helgi ólafsson með sjö og Itálfan af tiu. i unglingaflokki tefla 45 eftir Monrad-kerfi. VS/Ljósin. Loftur Allar þrœr fullar á Austfjörðum Nú er siðasta löndunarrýmið á Austfjörðum að fyllast. Fimm bátar með tæp 1200 tonn höfðu tit- kynnt sig til loðnunefndar i morgun. Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd sagði að fjórir þeirra færu til Austfjarðahafna með afla sinn og væru þá allar þrær fullar þar og losnuðu ekki fyrr en eftir tvo sólarhringa. Einn bátanna Ásgeir RE reikn- aði með að fara með afla sinn, 320 tonn, til Vestmannaeyja. Yrði það fyrsta loðnan sem þangað bærist á þessari vertið. Frekar fáir bátar voru komnir á loðnumiðin i nótt. Þeir sem á miðin voru komnir sögðu að loðn- an gengi nú hratt suður með land- inu og væri vont að eiga við hana. — EKG Fiskverðshœkkun 67% meiri en búist var við Loðnuflot- inn laus við tog- arana — togararnir hífa þegar varðskipin skipa þeim Breski togaraflotinn og isienski loðnuflotinn eru nú aöskildir. Var togaraflotinn kominn um 40 sjó- milur suðaustur af Skrúð. Taidi hann milli 20 og 30 togara. Hefur þeim farið fækkandi að undan- förnu og engir nýir bæst I hópinn. Togararnir hlýða varðskipunum um að hifa. Nokkrir létu reyna á hversu mikil alvara þeim væri og hófu veiðar að nýju. Var þeim þá umsvifalaust sagt að hifa aftur. Kvörtuðu þeir sáran til Loyds- man, sem aðhafðist þó ekkert i málinu. -VS Miðað við timabilið 1. október til loka siðasta árs hefur fiskverð hækkað um 5,2% i stað 3,5% eins og verðlagsráð reiknaði með við verðákvörðun sina. Er það 67% rneiri hækkun en búist var við. íslendingar eru 218.682 Hagstofa islands hefur birt bráðabirgöatölur unt mann- fjölda á islandi I. desember á siðasta ári. — islendingar reyndust vera 21S.6X2. islend- ingurn hefur fjölgað á einu ári am 2.510, eða um 1,16%. Á tslandi eru 110.459 karlar og 108.223 konur. i Reykjavik eru skráðir ibúar 84.423. Kemur þetta fram i fréttatil- kynningu frá Verðlagsráði sjávarútvegsins, sem send var fjölmiölum um helgina. Er róðrastöðvunin stóð yfir i lok október siðast liðnum hét rikis- Eldur kom upp i legubekk i ibúð við Irsufell 3 um helgina. Eldurinn náði ekki að breiðast út. Fólk á efri hæð varð vart við reykjarlykt og var slökkvi- liðið látið vita. Sjúkrabiil og slökkviliösbil- ar lögðu þegar af stað upp i Breiðholt þegar tilkynnt var um eldinn þar. Svo illa fór þó, að einn slökkviliðsbill „körfu- billinn” lenti i árekstri við fólksbil á leiðinni þangað upp eftir. Áreksturinn varð á mótum Miklubrautar og Grensásveg- ar. Sjúkrabillinn ók á rauðu stjórnin að fylgjast með þvi hver yrði raunverulega meðalfisk- verðshækkun frá 1. október til loka ársins og að bæta sjómönn- um það ef fiskverðshækkunin væri minni en 3,5%. —EKG Ijósi yfir, en um leið kom fólksbíll akandi á grænu ljósi að Grensásvegi. Var ekki að sökum að spyrja að bilarnir lentu saman. Þrir monn voru i fólksbilnum. Þeir vont fluttir á slysadeild, en voru ekki verulega slasaðir. Fólkshill er m jög illa farinn, en litið sést á slökkviliðsbiln- um Elldurinn kom upp um klukkan 9.30 i gærmorgun. Einn maður var heima i ibúð- inni, en hann mun að öllum likindum hafa verið sofandi þegar eldurinn kom upp i bekknum. __ Slökkvibíllinn í Dagblaðið prentað í A fiistudag undirrituðu þar sem Morgunblaðiö er nú stjórnendur Dagblaðsins og prentað. stjórnarmenn Arvakurs hf„ út- Samningur þessi gildir til 31. gáfufélags Morgunhlaðsius, janúar 1977. Prentun Dagblaös- samning um prentun Dagblaös- ins hefur þvi veriö hætt i Blaöa- ins i prentsmiöju Arvakurs hf„ prenti. Dagblaðið verður sett I Morgunblaðsvél Steindórsprenti. komið i ljós, að Blaðaprent Stjórnarmenn Blaðaprents hefur orðið fyrir verulegu fjár- hefa lýst þvi yfir, að þeir muni hagstjóni vegna prentunar gefa út yfirlýsingu vegna Dagblaðsins, að sögn Kristins prentunar Dagblaösins i Blaða- Finnbogasonar, eins af prenti. Hefur meöal annars stjórnarmönnum Blaðaprents.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.