Vísir - 02.02.1976, Blaðsíða 18

Vísir - 02.02.1976, Blaðsíða 18
18 Mánudagur 2. febrúar 1976. vism Blaðamanna- fúlmennin y Þaö er eiginlega stórfuröu- legt hvað við blaðamennirnir erum þó umbornir, önnur eins illmenni og við erum. Eins og allur almenningur veit gengur starf okkar út á að rægja fólk og ofsækja. vmist vegna stjórn- málaskoðana. vegna persónu- legrar óvildar. eða vegna þess aö okkur hefur verið mútað. Blaðamenn taka aldrei upp neitt mál vegna þess að það sé i eðli sinu fréttnæmt. Það er allt- af verið að hefna sin eða niðast á einhverjum. að ósekju. Mýmörg dæmi Þessa eru mörg dæmi. Það kemur l'yrir öðru hvoru i okkar þjóðfélagi að einhverjum verð- ur á i messunni. Kannski hefur til dæmis einhver haft fé með ólöglegum hætti, hirtúr kassan- um eða sjóðnum. eða eitthvað slikt. Um þetta er svo skrifuð frétt i eitthvert blaðið. Ættingjar hans sjá á augabragði að við- komandi blaðamanni gengur sko allt annað til en að skýra einfaldlega frá atburöi sem tal- inn er fréttnæmur. Eins og góð- um ættingjum sæmir, taka þeir saman höndum og ausa skömm- um yfir blaðamannsóþokkann. Yfiríeitt koma þeir einhvern tima að því að það sé óþarfi að vera að blása svona mál upp. Þessir ættingjar eru kannske búnir að vera áskrif- endur að blaðinu i tuttugu ár og hafa á þeim tima lesið fjöldann allan af samskonar fréttum. mótmælalaust. Það er þvi ekki hægt annað en dást að þeim fyr- ir þá skarpskyggni sem þeir sýna. þegar þeir sjá á svip- stundu að „málið hans Steina” er bara allt öðruvisi vaxið. Aumingja Steini litli ætlaði aldrei að stela peningum úr hjálparsjóði fyrir holdsveik börn i Afriku. Hann var bara i svo miklum vandræðum þessi elska. Einsog góöum ættingjum sæmir er sjálfsagt að fyrirgefa honum. Hinsvegar er engin ástæða til að fyrirgefa blaða- mannsófétinusem skrifaði allan áhróðurinn um Steina. Sunna og Air Viking Éghef óhjákvæmilega rekið mig á þetta persónulega á þeim tæpum tólf árum sem ég hef verið við blaðamennsku. Þvi hripa ég þessar linur núna að undanlarnar vikur hef ég átt i sérstaklega skemmtilegu tilfelli af þessu tagi. Alþýðubankamálið svo- nefnda er mönnum sjálfsagt enn i fersku minni. Þeir muna þá að Air Viking og Sunna voru hvað mest i fréttunum vegna skulda við bankann og voru nefndar stórar upphæðir i þvi sambandi. Ég skrifaði nokkrar fréttir um þetta mál og merkti þær minum upphafsstöfum, eins og tiðkast hérna á Visi. Nú hélt ég eiginlega að mér hefði tekist að láta lita svo út sem ég væri hlut- laus i þessu máli. Það var mesti misskilningur. Ég hitti meðan á þessu stöð, nokkra aðstandendur Sunnu og þeir fóru ékki i neina launkofa með að þeir hefðu séð i gegnum mig. Ég var greinilega kominn á mála hjá Flugleiðum og liður i svivirðilegri herferð þeirra' gegn fyrirtækinu. Og svo Flugleiðir N ú, nú, það leið og beið. Svo einn góðan veðurdag (eða svona skitsæmilegan) gróf ég upp frétt um að Flugleiðir hefðu yfirtekið flutninga á hópum af svissnesk- um ferðamönnum, sem Air Vik- ing var áður búið að semja um. Ég skrifaði auðvitað fréttina af alkunnri illmennsku. Flugleiðamenn voru enda ekki lengi að sjá i gegnum mig. Ég var greinilega kominn á mála hjá Sunnu og liður i svi- virðilegri herferð til að sverta Flugleiðir. Hefði ég lika ekki verið fararstjóri hjá Sunnu? Jú, jú. Grýlukertin Til enn frekari sanninda um Sunnu-hollustu mina var bent á Vfsi. nokkrum dögum áður. Ég hafði verið á rölti um bæinn og komið auga á grýlukerti sem héngu yfir glugga á skrifstofu Sunnu og var sólarnafnið bakvið kuldadrjólana . Sem ég staulað- istþarna framhjá, á svellinu og móti norðangarranum datt mér i hug sól og sumar og færði þær hugsanir á þrykk ásamt ljós- mynd af fyrirbærinu. Það þurfti auðvitað ekki frekari vitnanna við. Club Mallorca Mér til varnar benti ég á að nokkru áður hefði ég birt „sprell” mvnd þar sem ég lá á hnjánum i snjóskafli fyrir fram- an merki Club Mallorca og fórn- aði höndum. Hvort ég væri nú lika á mála hjá þeim. Eftir þvi hafði hinsvegar enginn tekið og var það þó á for- siðu en Sunnu myndin á þriðju siðu. En Club Mailorca er agn- arlitill klúbbur einstaklinga og þar rákust engir hagsmunir á. En hvað um það. nú bið ég með eftirvæntingu eftir mútufénu hjá Air Viking og Klugleiðum, fyrir að svivirða hvort um sig, fyrir hitt. —óT Enn óvíst hvort Norglobol kemur ,,Þaö er litið að frétta. Allt er enn i óvissu hvað gerist. En það virðist útilokað að ná endum saman i þessu máli”, sagði Vilhjálmur Ingvarsson i viðtali við Visi i gærkvöldi þar sem hann var nýkominn frá Nor- egi eftir að hafa verið þar að samningum um hugsanlega leigu á bræðsluskipinu Norglobal. Vilhjálmur sagði að það væri enn alveg óvist hvort skipið kæmi hingað til lands. Nú er ákvörðun loðnuverðs i höndum yfirnefndar verðlags- ráðs. Þegar það liggur fyrir og linur skýrast með heimsmark- aðsverð á lýsi og mjöli má ætla að endanleg ákvörðun i þessu máli verði tekin. —EKG VEKSLUN Snót ^^Vesturgötu 17 sími 12284 Hofið þið athugað að það er 20% afslóttur, af öllum vörum Vegghúsgögn Hillur Skúpar Hagstœtt verð fwm F —T—1 R|M| HÚSGAGNAVERSLUN Strandgötu 4 — Hafnarfirði — Sími 51818 Kúrekastígvél Fyrir dömur og herra •A. ' Bonkaftraati 9 - Sími 11811 % „SANDERSON" veggfóður gerir heimili yðar hlýleg og glœsileg. r Urvalið aldrei meira en nú í flauel, Vinyl og pappa. Gott verð. .s anclra Skipholti 1 - Sími 17296 við öll tœkifœri Gjafavörur í úrvali Opið alla daga til kl. 6 MÍrUAEI»M HVEIIACERÐI MICHAELSEN sími 994225 Hagkvœm nýjung í verslunarháttum Vöruskiptaverslun og umboðssala á húsgögnum, málverkum, og ýms- um munum fyrir heimilið. Sýningarsalur leigður fyrir almennar múlverkasýningar - OPNUN MEÐ BÓKA- OG MYNDAMARKAÐI Littu inn næst þegar þú átt leiö um Laugaveginn. Vöruskipta verstun Laugavegi178 sími 25543

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.