Vísir - 10.02.1976, Page 3

Vísir - 10.02.1976, Page 3
vism Þriðjudanur 1 <). fcbrúar 1976 3 Ef mjólkursala verður gefin frjáls: Hvað verður um afgreiðslustúlkur í mjólkurbúðum? „Það má búast við þvi að okk- ur sem i mjólkurbúðum Mjólk- ursamsölunnar vinnum verði sagt upp, en enn hefur ekki komið til þess,” sagði Hallveig Einarsdóttir formaður Félags afgreiðsiustúlkna i brauða- og mjókurbúðum i samtaii við Visi. Landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráö fyrir að allir verslunaraðilar bæði kaupmenn og kaupfélög sem uppfylla viss skilyrði megi annast dreifingu mjólkur og mjólkurvara. En sú spurning vaknar, hvað verður af starfsstúlkum þeim sem vinna i mjólkurbúðum Mjólkursamsölunnar. Kaup- mannasamtökin hafa rætt við Mjólkursamsöluna um kaup á mjólkurbúðunum. „1 félagi okkar hefur það enn ekki verið rætt hver viðbrögð okkar eigi að vera. Málið er ekki komið á það stig enn, þar sem eftir er að ræða málið á Alþingi og þvi ekki útséð hverja af- greiðslu það hlýtur. Við vitum að okkur verður sagt upp ef til þess kemur að frumvarpið verður að lögum.” Hallveig sagði að nú væru 164 stúlkur i félaginu. Sumar væru komnar á fullorðinsár svo búast mætti við þvi að ýmsum gengi illa að finna sér störf ef þeim verður sagt upp i mjólkur- búðunum. —EKG 50% líkur ó gosi á Kröflusvœðinu — segir dr. Sigurður Þórarinsson „Eg hef talið að það væru um 50% líkur á að gos brytist útá Kröf lusvæðinu. Langar jarðskjálftahrinur eins og hafa verið þarna undanfarið benda til þess að kvikan sé að reyna að koma upp, en það er ekki þar með sagt að hún kom- ist upp." A þessa leið fórust dr. Sigurði Þórarinssyni orð er Visir hafði samband við hann og spurði hverjar likur hann teldi á að gos brytist út á Kröflusvæðinu. Sigurður sagði að meðan jarð- skjálftahrinur sem þessar stæðu yfir væru taldar meiri líkur á gosi en annars. Hins vegar væri erfitt að segja nokkuð örugglega um það. Hann sagði að menn vissu um tvögosá Mývatnssvæðinu. Annaö hefði verið stutt likt og siðasta gos. Hitt heföi hins vegar tekið sig upp aftur eftir langt hlé og staöiö lengur. —EKG Keflavíkursjón- varpið í lokað kerfi ó þessu óri Framkvæmdir hefjast liklega á þessu ári við að koma Kefla- víkursjónvarpinu „oni jörðina”. Kaplar verða lagöir i öll hús á Keflavikurflugvelli, og sjón- varpssendingar leiddar um þá. Þegar umræður voru sem hatrammastar um Keflavikur- sjónvarpið var minnst á þann möguleika aö hafa sjónvarpið lokað öllum utan vallar með þvi að leiða kapla i þau hús sem sjónvarpsins áttu að njóta. Þetta þótti dýr lausn, og sein- virk. Fljótlegra og hagkvæmara var að minnka sendistyrkinn. Þó sjást sjónvarpssendingar enn á nokkrum stöðum á Suður- nesjum. En nú virðist sem sagt komin fjárveiting fyrir þvi að leggja lokað kerfi um völlinn. Til greina kemur að framkvæmdir hefjist i sumar. Ekkert hefur þó verið ákveðið um það. Útsendingar i lit eru ofarlega i hugum varnarliðsmanna, og auðveldar hið nýja dreifikerfi við það . að koma þvi i fram- kvæmd. —ÓH FJÁRSÖFNUN vegna Guatamala Vegna hins hroðalega ástands sem skapast hefur af völdum jarðskjálftans I Mið-Ameriku- rikinu Guatemala hafa Rauöi kross tslands og Hjálparstofnun kirkjun nar ákveöið að hefja fjársöfnun til styrktar hjálpar- starfinu. Á fundi sjóösstjórnar Rauða krossins var ákveðiö að senda strax 250 þúsund krónur. Hjálp- arstofnun kirkjunnar hefur þeg- ar sent 1500 dollara til aöstoðar hinum hrjáðu á jarðskjálfta- svæðunum. Ennfremur hefur Alþjóða- hjálparstofnun kirkjunnar sent 200 þúsund dollara. Rauði krossinn viða um lönd hefur hafið hjálparstörf auk þess sem 10 nágrannalönd Guatemala hafa sent hjálpargögn og sjúkralið. Tekiö verður á móti framlög- um til Guatemalasöfnunarinnar i giróreikning 20000 hjá Hjálpar- stofnun kirkjunnar. Giróreikn- ingur Rauöa krossins er númer 90000. Ennfremur er hægt aö koma framlögum á skrifstofu Rauða krossins i Nóatúni 21 og skrifstofu Reykjavikurdeildar- innar að öldugötu 4. —EKG/JS X j £ ' Guðjón Ólafsson flugstjóri hjá wlQTSSOn en Fiugfélagi tslands var sagöur - _ # f vera Jónsson i frétt i Visi á ekki Jonsson k?;8- 'el“r“'“' „Möguleiki að CIA hafi teygt arma sína hingað" — segir formaður Alþýðubandalagsins Ragnar Arnalds. Ég vil ekki nefna nein dæmi „Ég átti við það að þar sem CIA hefði teygtarma sina viðast hvar um heiminn, væri ekki óeðlilegt að draga þá ályktun að CIA hefði einnig teygt arma sina hingað til lands” sagði Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, i samtali við Visi. Þau orð Ragnars sem hann lét falla i Beinni linu i fyrrakvöld að það væri liklegt að CIA, banda- riska leyniþjónustan, ætti itök hér á landi hafa vakið verulega at- hygli. Ragnar var spurður hvort hann gæti nefnt einhver dæmi um itök CIA hér á landi. Hvort hann ætti til dæmis við undirskriftasöfnun- ina „Varið land” eins og haldið hefur verið fram i Þjóðviljanum. ,,Ég hef engar ákveðnar sann- anir um að CIA hafi teygt arma sina hingað og dettur þvi ekki i hug að nefna nein dæmi.” —EKG Frönsk orðobók komin út Það verður visast mörgum kærkomið að fá i hendur vasa- orðabók til aðstoðar við frönsku- nám. Nú er búið að gefa út fransk-is- lenska og islensk-franska orða- bók sem þau Elinborg Stefáns- dóttir og Gérard Chinotti hafa tekið saman. I fyrri hluta bókarinnar er að finna 5000 algengustu orð i frönsku þýdd yfir á islensku en i seinni hlutanum 5000 islensk orð þýdd yfir á frönsku. Þá eru i bók- inni leiðbeiningar um framburð, listi yfir beygingar óreglulegra franskra sagna og listi yfir nokkr- ar algengar óreglulegar og reglu- legar sagnir islenskar. Það voru þeir Kristján Páls- son, l'igfús Kristinsson og Björgvin Hólm sem seldu allra stráka mest i sölukeppni Visis. En þó þeir væru seigir — eru það þó Auðunn og Óli blaðasalisem selja mestallra. Það fylgir þvi mikil ánægja að selja Visi eins og sjá má á þessum rösku strákum. Að minnsta kosti eru þeir ólikt bjartsýnni að sjá en sanin- ingamenn þeir sein rætt er við á baksiðu þess Visis sem þeir ætla að fara að selja. l.jósmynd Loftur —EKG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.