Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 1
Guatemal
til um einn metra
sjá erlendar fréttir bls. 6-7
Verkfall á
miðnœtti
„Horfur í samningamálum eru
ekki góðar. Allt bendir til þess að
verkfall skelli á i kvöld og óvist er
livenær þvi lýkur” sagði Kristján
Ragnarsson formaður Ltú i sam-
tali við Visi i morgun.
Samningafundir sjómanna og
útvegsmanna stóðu til klukkan
þrjú i nótt og eru fundir boðaðir
klukkan tvö i dag.
Nú er búið að afgreiða sem lög
frá Alþingi breytingu á sjóða-
kerfinu þar sem meðal annars er
gert ráð fyrir niðurfellingu Oliu-
sjóðs. Það skilyrði fylgdi þó að
breytingarnar tækju ekki gildi
fyrr en með samkomulagi út-
yegsmanna og sjómanna.
t samtali við Einar Ingvarsson,.
aðstoðármann sjávarútvegsráð-
herra i morgun kom fram að þó
verði'lögð fram reglugerð þar
sem kveðið verði á um niður-
fellingu Oliusjóðs frá og með 16
þessa mánaðar.
Kristján Ragnarsson sagði að
hiðurfelling sjóðsins mundi þýða
stórkostlega aukningu kostnaðar
fyrir útgerðina. Sérstaklega þar
sem" engar likur væru á að nýtt
fiskverð sem tæki mið af
• breytingu á sjóðakerfinu yrði til-
búið fyrir þann tima.
Rikisstjórnin hefði heitið sér-
stökum athugunum sem miðuðu
að því að tryggja rekstur stóru
skuttogaranna. —EKG
Illa horfir I sjómannadeilunni, og flestir eru þeirrar skoðunar að vart verði komist hjá verkfaili, sem
hefjast á á niiðnætti Ikvöld. — 1 morgun var unnið af fuilum krafti við löndun og aö isa togara, sem ætla
á veiðar áður en verkfallið byrjar.
Togarinn Bjarni kom til Reykjavíkur I morgun með 140 lestir af fiski, aðailega karfa, en einnig þorsk
og ufsa. Liklega verður reynt að hraða löndun svo að togarinn komist aftur á veiðar fyrir verkfall. Þá
var vcrðiðað Isa Vigra, sem fer út idag.—Ljósm.: Loftur.
S-
Hraun-
— Stjórn Landsvirkj-
K unar samþykkti á fundi
sinum i fyrradag að fara
fram á heimiid ráðherra
ftil virkjunar Hrauneyj-
Sarfoss, sagði Eirikur
gBriem rafmagnsveitu-
gstjóri i samtaii við Visi í
fígær. Málið fer fyrir ráð-
Sherra á mánudag.
£ Eirikur bætti þvi við að þessi
Íramkvæmd væri háð tvennu.
tnnars vegar samþykki eigenda
Kjandsvirkjunar sem eru til helm-
nga rikiðog Reykjavikurborg, og
■ins vegar jákvæð umsögn nátt-
ruverndarráðs. Hefur það sam-
þykkt fyrir sitt leyti.
Áætlað er að hefja fram-
kvæmdiis ef af verður, 1977—8.
Æskilegur framkvæmdahraði að
mati Landsvirkjunar er fjögur ár.
Er það einnig stefna Landsvirkj-
unar að styðjast i rikara mæli við
innlenda verktaka en gert hefur
verið við virkjunarframkvæmdir,
sagði Eirikur.
Hrauneyjarfoss er rétt neðan
Sigölduvirkjunar i Hrauneyjar-
kvisl sem rennur i Tungnaá.
Sagði Eirikur þessa virkjun
verða stærri en Sigölduvirkjun.
Visir reyndi itrekað að ná sam-
bandi við orkuráðherra, Gunnar
Thoroddsen, bæði á heimili hans
og i ráðuneytinu — en án árang-
urs.
—VS
Samdómo ólit sér-
frœðinga á KröfLu
Jarðhitadeild Orku-
stofnunar hefur sent
frá sér greinargerð
um framkvæmdir við
Ki'öflu i Ijósi jarð-
skjálfta, sprungu-
hreyfinga og eldgosa-
hættu. Nánar er sagt
frá greinargerðinni á
bls. 3 i blaðinu i dag.
Visir hafði samband viö Sig-
urð Þórarinsson, jarðfræðing.
og sþurði hann hvort þaö sem
fram kemur i greinargerðinni
sé i samræmi við álit þeirra
jarðfræðinganna hjá Raunvis-
indastofnun. Sigurður sagði að
sér sýndist greinargerðin fara
eftir svipuöum linum og
þeirra álitsgerö. Þar væri
mælt meö styrkingu á stöðv-
arhúsinu, en litlum fram-
kvæmdum þar fyrir utan.
Hvað snerti áframhald bor-
ananna vildi Siguröur ekki
láta neitt áiit i ljós, þar sem
hann kvaö þá hlið mála falla
fremur undir svið sérfræðinga
Orkustofnunar.
—S.I
Þrjór loðnuverk
smiðjur hœttar
að taka ó móti
Þrjár loðnubræðslur eru nú
hættar aö taka á móti loðnu til
bræðslu vegna ótta við að verk-
fall skelli á frá og með 17. þessa
mánaðar. Það eru loðnubræðsl-
ur Sildarverksmiðja rlkisins á
Seyðisfirði og Reyðarfirði og
loönuverksmiðja Ilafsíldarinn-
ar.
1 samtali við Jón Reyni
Magnússon framkvæmdastjóra
hjá Sildarverksmiðjum rikisins
kom fram að farið hefði verið
fram á það við verkalýðsfélögin
að fá að vinna upp úr þrónum ef
kæmi til verkfalls og óunniö
hráefni væri til. Þvi hefði hins
vegar verið hafnað, og þvi hefðu
þeir gripið til þess i gær að
hætta að taka á móti.
Jón Ingvarsson fram-
kvæmdastjóri ísbjarnarins
sagði i morgun að Norgloba)
myndi halda áfram að bræða
svo lengi sem hráefni fengist.
Afkastageta þessarar þriggja
verksmiðja sem stöðvast hafa
er um 1850 tonn á sólarhring.
— EKG