Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 2
Hvemig gengur þér að
vakna á morgnana?
Jón Guðmundsson, sjómaður: —
Það gengur nú ansi misjafnlega.
Mér gekk sæmilega að vakna i
morgun. Annars fer það eftir þvi
hvaö ég hef gert og hvemig ég
hagaði mér daginn áður, hvernig
mér gengur að vakna.
Halla Arnadóttir, húsmóðir: —
Mér gengur það vel. Venjulega
vakna ég klukkan sjö, við það að
ég heyri i barninu minu.
Jóhann Már Jónsson, vinnur i
Hagkaup: — Mér gengur ágæt-
lega. Ég byrja að vinna klukkan
niu venjulega, nema mánudaga
klukkan átta. Ég vakna svona
kortéri áður, þvi ég bý stutt frá.
Vigdis Sigurjónsdóttir, setjari: —
Ég mæti i vinnu klukkan sex á
morgnana og mér gengur ágæt-
lega að vakna fyrir .þann tima.
Enda hlakka ég alltaf svo til að
mæta i vinnuna!
Magnús Jóhannsson, vinnur
Hagkaup: —'Það gengur ekk;
nógu vel. Ég vakna klukkan háll
niu venjulega þegar mamma
kemur aö vekja mig. Og það er
ekkert áhlaupaverk.
Einar Pálsson, vinnur i Mjólkur-
samsölunni:—Þaögengur prýði-
lega. Ég vinn i Mjólkursamsöl-
unni og þess vegna vakna ég
klukkan hálf sex og hef gert i
þrjátiu eöa fjörutiu ár. Svo er ég
kominn til vinnu klukkan sex.
Skiðamaður hringdi og kvaðst
tala fyrir munn margra ann-
arra:
„Siðustu tvö árin hefur öll
fjölskyldan stundað skiðaferð-
ir i vaxandi mæli, og þetta eru
að verða okkar mestu unaðs-
stundir. Þær hafa gerbreytt
afstöðu okkar til vetrarins og
hann er ekki eins langur og
þungbær og áður.
Þessum aukna áhuga veldur
bætt aðstaða fyrir skiðafólk i
nágrenni Reykjavikur. Nú er
svo komið að við förum jafn-
vel á skiði á kvöldin, þegar
auglýst er að lyftur séu opnar
og brekkur upplýstar.
Ég hef alltaf haldið að Blá-
fjallasvæðið ætti að vera fyrir
almenning. 1 vetur hefur það
gersthvað eftir annað, að vart
veröur komist að lyftum fyrir
áköfu iþróttafólki, sem er að
leggja þessa staði undir sig.
Við, þessi almenningur, kom-
umst ekki að. Það er ruðst og
troðist og iþróttafólkið er ekki
> félögum sinum til dóma.
Brekkurnar, sem almenn-
ingi eru ætlaðar eru svo
sundurgrafnar af svigbraut-
um, að það er ekki á færi
venjulegs leikmanns að
standa i þeim. Svona á þetta
ekki að vera, þvi þessi aðstaða
ergreidd með aurum úr okkar
vösum. A þessu verður að
verða breyting.
Annað vildi ég nefna, en það
er skipulagsleysið á opnun
lyfta á kvöldin. Ég hef hvað
eftir annað rekið mig á það, að
hvergi er hægt að fá upp-
lýsingar um hvert maður á að
fara, hvar opið er. Stundum er
þetta auglýst, en aug-
lýsingarnar bara standast
ekki. Það er sagt að það eigi
að vera opið til 10, en það er
t vetur hefur það gerst hvað
eftir annað að vart verður
komist að iyftum fyrir áköfu
iþróttafólki.
lokað klukkan 9. Þaö er sagt
að nú eigi allt að vera upplýst i
Bláfjöllum, en þá er það i
Hveradölum. — Þetta verður
að komast i lag, og fjölmiðlar
eiga að-veita þessu meiri eftir-
tekt og veita meiri upplýsing-
ar en nú er.
Þótt ég sé þakklátur fyrir
bætta aðstöðu er ég sárreiður
svona hringlandahætti.
að þakka góðum fararstjórum
og starfsfólki sem Sunna
hefur. Asamt góðum hótelum
sem boðið er upp á.
hér heima á skrifstofu Sunnu
stóð eins og stafur á bók. Sér-
staklega var það hentugt að
hafa feröaskrifstofu úti á
Kanarieyjum.
Þetta olli þvi að maður var
fljótur að átta sig á hlutunum
þarna. Auðvitað er það mest
mjög góða og skemmtilega
ferð. Við álitum að hún hafi
verið i alla staði mjög vel
skipulögð og vel heppnuö. Var
hún svo góð að viö hefðum
ekki getað kosið hana á neinn
hátt betri.
Allt sem sagt var við okkur
Jenný Oddsdóttir og Klara
Georgsdóttir skrifa:
„Okkur nokkrum ferða-
félögum sem fórum með
Sunnu i jólaferð 20. desember
til 9. janúar langar til að
þakka alla fyrirgreiðslu og
Við munum ábyggilega fara
aftur næsta ár. Hafi starfsfólk
Sunnu kæra þökk fyrir.”
Karl Axelsson skrifar:
— Ég get nú ekki orða
bundist lengur. Á fyrstu
deildarleiki í handbolta,
bæði í Reykjavík og
Hafnarfirði er börnum
eldri en ellefu ára selt
inn á sama verði og f ull-
orðnu fólki. Sem örugg-
lega hafa meiri tekjur
en börn.
Þetta finnst mér
furðulegt, þar sem verð-
mismunur er töluverð-
ur. Börn yngri en ellefu
ára greiða 100 krónur,
inn en börn eldri en ell-
efu ára aftur á móti 400
krónur.
Ég hef ekki kynnt mér
hvernig selt er inn á aðr-
ar íþróttakeppnir vel
getur verið að þar sé
eins staðið að málum.
Fróðlegt væri að fá svar
við hverju þetta sætir.