Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 5
vism Föstudagur 13. febrúar 1976 c J Á þriðja föstudegi tel ég bæði rétt og sjálfum mér skylt að fjalla nokkrum orðum um framvindu þeirra afbrotamála og hugsanleg afskipti stjórnvalda af þeim, sem ég hóf máls á i þessum dálkum fyrir háldum mánuði. Ekki þó þá fleti sem aðallega hafa verið til umræðu i dagblöðum undanfarin, og alls ekki um sjálfa lögreglu- rannsókn sakamálsins. Þeir hlutir verða að hafa sinn eðlilega gang, án of mikilla spurninga blaðamanna, eða annarra, nema þeir telji að eitthvað óeðlilegt sé á ferðinni i rannsókninni sjálfri, sem áreiðanlega er ekki i þessu tilviki, og umfram allt án káks eða káfs kjörinna stjörnvalda. Hins vegar langar mig til að vangavelta hugtaki, sem kemur upp i þessu sambandi og mörgum öðrum og blaðamenn hljóta oft að velta fyrir sér: Hvað er almenn- ingsálit — og hvernig verður is- lenzkt almenningsálit til? Ólíkt hðfumst við að tslendingar hafa marga hildi háð við Breta á miðunum um- hverfis landið, og einkum eftir að togaraöld hófst um siðustu alda- mót. Nú þegar landhelgisdeilan geisar af mestri hörku en oftast áður, þá eðlilega hugsum við allt annað en hlýlega til Breta. Hinu er samt óþarft að gleyma að margt má af Bretum læra. Þeir hafa þróað og þroskað lýðræði og þeir eru höfundar þess þingræðis, sem við búum við. Stjórnarfar Breta er um margt íhaldssamt, i kosningum búa þeir við ein- menningskjördæmafyrirkomulag ánuppbótarsæta, sem ofterákaf- lega óréttlátt. En til grundvallar stjórnarfari þeirra er maðurinn sjálfur, skyldur hans er jafnframt réttindi — og umfram allt sú virð- ing og sá lifsréttur'Sem honum ber. Vist er rótgróin stéttaskipt- ing i þvi landi, sem er Islending- um ógeðfelld ogguði sé lof. En á iærdómssetrum þeirra svifur andi mannvirðingar og lýðræðis- stofnanir þeirra hafa staðið af sér þung veður. Og þar virðist þrátt fyrir allt, rikja traust milli þings og þjóðar og þar eru fjölmiðlar sem fólk treystiraðreyna aðgera skyldu sina, þótt misjafnlega kunni að takast tií, eins og okkur Islendingum er auðvitað full- kunnugt um. Þvi er á þetta minnzt að hér skal rifjuð upp saga úr brezka þinginu frá þvi skömmu eftir strið. Þá var fjármálaraðherra maður að nafni Dalton. Upp Ur hádegi á haustdegi ársins 1947 4tti hann að gera grein fyrir fjár- lögum. Á leiðinni i þingið hitti hann blaðamann og einhvem veginn missti ráðherrann Ut Ur sér heiti nokkurra vörutegunda, sem blaðamaðurinn skildi svo að ætti að hækka skatta á. Siðan komust fréttir um þetta i blöð, meðan ráðherrann var að flytja ræðuna. Einhverjir hafa hugsan- lega getað hamstrað eitthvað, en áreiðanlega mjög óverulega. En þetta var nóg. Það hafði fallið blettur á ráðherrann. Hann sagði af sér samdægurs. Nú er ég ekki að leggja til púritanisma af þessu tagi i okkar landi þótt ég játi að ég dáist að þessum þætti i fari brezks stjórn- arfars. En má ekki eitthvað á milli vera? Og er ekki bezta vörn lýðræðisins sú að fólk hafi ástæðu til að bera virðingu fyrir löggjaf- anum — og þá framkvæmdavaldi og dómsvaldi? Og enn: Verður þessivirðing tilef almennir borg- arar þessa lands hafa á tilfinning- unni, og hafa nokkuð til sins máls, á á Alþingi sitji upp tul hópa ann- að hvort áhugalausar svefngöng- ur eða menn sem hvorki hafa stjóm á gerðum sinum, orðbragði eða skapsmunum? Um Alþingi og starfshœtti þess Þessi orð eru sögð og rituð af gefnu tilefni. Nú eru liðnar nær tvæi vikur frá þvi að Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður gerði fyrirspurnir utan dagskrár á Alþingi um alvarleg og óhugnanleg afbrotamál og af- skipti dómsmálaráðuneytis. Viðbrögð dómsmálaráðherra eru þjóðkunn. En enginn annar alþingismaður sá ástæðu til að fjalla um málið á þingi. Látum það vera i bili. Siðan hafa verið að koma fram nýjar upplýsingar nánastá hverjum degi. Og i frétt- um á miðvikudagskvöld er sagt frá þvi að enn einn aðilisé kominn i gæzluvarðhald. Morgunblaðið á fimmtudegi bætir við að þetta sé veitingamaður i Reykjavik. Leiðum hjá okkur öll efnisatriði- — nema eitt. Það er staðreynd að þremur dögum eftir að lögreglu- yfirvöld iokuðu veitingahúsinu Klúbburinn 14. október 1972, var i snarheitum gerður viðskipta- samningur milli veitingamanns hússins og húsbyggingasjóðs flokks dómsmálaráðherra. Þar féll veitingamaðurinn frá fimm milljón króna kröfu sinni á hendur flokknum, en fékk i stað- inn tvær og hálfa milljón lánaða úr sama sjóði. Á þessum óvenju- legu viðskiptum — svo ekki sé meira sagt — hagnaðist húsbygg- ingasjóður flokks dómsmálaráð- herra um tvær og hálfa milljón (menn athugi að þetta er árið 1972), og þremur dögum síðar tók dómsmálaráðherra þá mjög svo umdeildu ákvörðun sina að opna húsið aftur, gegn vilja embættis rikissaksóknara, lögreglu- stjórans i Reykjavik- og rannsóknarlögreglunnar. Og enda varð ekki af frekari rannsókn á fleiri hugsanlegum afbrotum i húsinu að ræða. Þessar einföldu staðreyndir þykja mér tala svo skýru máli, þó svo menn leiði allt annað hjá sér, aðégfæ ekki séð hvernighægt er að biða lengur með að brjóta þetta mál fullkomlega til mergj- ar. Og við skulum enn leiða hjá okkur aðra efnisþætti málsins, þó svo að öllum sé ljóst, að þau mál taka með hverjum deginum á sig óhugnanlegri mynd. En úr þvi sem komið er þykir mér þetta vera aðalatriði: Hversu lengi getur Alþingi setið hjá með hendur i skauti? 39. grein stjórnarskrárinnar heimilar Alþingi að setja upp rannsóknar- nefiidir, sem geti krafizt allra gagna af embættismönnum. Alþingi er nú beinlinis skylt að nota sér þetta ákvæði stjórnar- skrárinnar. Alþingi er skylt að setja upp nefnd sem kanni öll þessi mál til hlitar. Fyrir utan þetta, sem þegar hefur verið nefnt, myndisú nefnd kanna mis- munandi framburð annars vegar Bjarka Eliassonar, og hins vegar þriggja rannsóknarlögreglu- manna. Alþingi er skylt að kanna afstöðu og ástæður lögreglustjór- Vilmundur Gylfa- son skrifar. V Er ís- lensk þjóð o . sam- vísku- laus C ans i Reykjavik, en frá honum hefur ennþá ekkert heyrzt á opin- berum vettvangi, hvernig sem á þvi stendur. Alþingi er skylt að kanna hversu mikil fjármála- tengsl hafa átt sér stað milli Framsóknarflokksins og Klúbbs- ins — þá og síðar. Og Alþingi er skylt að kanna, ekki einasta bréfaskriftir Baldurs Möllers til embættismanna um þessi mál, heldur og simtöl hans, eftir þvi sem frekast er kostur. Og sú nefnd sem Alþingi kynni að skipa, annað hvort innanþings- mönnum, eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir, að ráðgjöfum utan þings, yrði að vera hafin yfir póli- tiska tortryggni — og af henni má ekki stafa kerfisfnykur. Hún þarf að vinna hratt, en ákveðið og vel. Hún þarf að gera þingi og þjóð grein fyrir störfum sinum. En ef Alþingi kýs að sitja með hendur i skauti og þegja þunnu hljóði, meðan þessi mál stækka og bólgna með hverjum deginum, þá er hætt við að það verði tor- tryggt og grafi um leið undan sjálfu sér. Alþingi verður að brjótast út úr þeirri lágkúru samtryggingar, sem það hefur sjálft skapað sér. Er íslensk þjóð hrœdd, kerfisþrúguð jafnvel samviskulaus? I islenzkum skólum er börnum gjarnan kennt að glæpir borgi sig ekki. Það er fallegur og sjálfsagð- ur siðalærdómur. En hætt er við þetta sé farið að hljóma eins og háðsyrði, eins og argasta klám. Þeim mun meira sem velt er upp af þessu máli, þeim mun betur sem islenzkt réttarkerfi er skoðað niður i kjölinn, þeim mun betur sem fólki er sýnt ranghverfa veruleikans, þeim mun ljósara verður að afar viða hefur þessu verið þveröfugt farið undanfarin ár: Glæpir hafa þvert á móti borgað sig. Kerfið hefur annað hvort verið sinnulaust, eða bein- linis, stundum viljandi og stund- um óviljandi, látið glæpi borga sig. Og hvað eigum við þá að kenna börnunum okkar, ef þetta er látið óátalið? Ég er þeirrar skoðunar, sem ég var ekki fyrir viku siðan, að Ölaf- ur Jóhannesson hafi átt að gera annað af tvennu: krefjast opin- berrar rannsóknar eða vikja úr embætti dómsmálaraðherra. Hann hefur tekið ákvarðanir, sem hindruðu störf lögreglu, en komu afbrotamönnum til góða. Það hefur komið i ljós að á sama tima stóð flokkur hans i mjög óvenju- legum viðskiptum við einn þess- ara afbrotamanna, og hefur mjög sennilega hagnazt á þessum sviðskiptum um tvær og hálfa milljón. Við skulum ekki blanda viðbrögðum Ólafs inn i þetta, ekki fúkyrðunum, ekki talinu um glæpahringinn. Á þetta verður að leggja kalt mat. Rannsókn þings verður að fara fram við hliðina á og óháð sjálfri sakamáls- rannsókninni, sem yfir stendur. Meðan Ólafur Jóhannesson hefur ekki haldbetri rök sér til varnar en það fúkyrðaregn, sem alþjóð er kunnugt, þá er ekki stætt á þvi að maðurinn sitji rannsóknar- laust i embætti dómsmála- ráðherra. Allt annað er hnefa- högg framan i komandi kynslóðir. Allt annað er að segja uppvax- andi kynslóð, að hegðan dóms- yfirvalda séu engin takmörk sett. Það er ofur eðlilegt að Ólafur Jóhannesson eigi nokkra samúð. Það er eðlilegt að við viljum trúa þvi að allt þetta hafi ráðherrann gert i barnslegri góðri trú á illa ráðgjafa. Að filabeinsturninn sem maðurinn hefur lifað i sé svo al- ger að hann hafi allan timann verið grunlaus. Þessu viljum við trúa. En það eru lika takmörk fyrir þvi, hverju hægt er að trúa. Rannsókn, sem helzt ætti auðvit- að að gerast að frumkvæði Framsóknarflokksins sjálfs, gæti hins vegar hugsanlega varpað einhverju ljósi á þessa hugsan- legu filabeinshistoriu. Og auðvitað ber að taka vægar á af- glöpum einangraðs manns en hinu, ef maðurinn hefur allan timann vitað hvað var að eiga sér stað. En þetta verður rannsókn að leiða i ljós. Af hverju er ég þessarar skoð- unar, hafandi sjálfur haldið þvi fram, og lagt á það áherzlu, að ráðherrann sé barn og ekki banditt. Meðal annars vegna þessarar skoðunar Morgunblaðs- ins i forustugrein á þriðjudag fyrir viku: ,,Aðalatriði þessa máls virðist nú vera það, að dómsmálaráð- herra lagði i ræðu sinni á Alþingi i gær heiður sinn að veði fyrir þvi, að engin f járhagsleg tengsl væru milli Klúbbsins og Framsóknarflokksins — og meðan annað kemur ekki i ljós verða menn að taka slika yfirlýsingu góða og gilda, og rengir Mbl. það ekki að ráð- herrann skýrir frá þessu eftir beztu vitund.” Það er komið i ljós siðan að ráð- herrann fór með rangt mál, vitandi eða óafvitandi. Það eru sannanleg fjármálatengsl milli veitingahússins og flokksins. Og það áttu sér meira að segja stað viðskipti á sama tima og ráðherr- ann hóf afskipti sin af málinu. Morgunblaðið hefur raunar ekki tekið afstöðu i málinu siðar. Þessi forusti’.grein Morgunblaðsins nefndist Orðvig og ábyrgð. Ég hef varpað fram þeirri spurningu hvort islenzk þjóð sé samvizkulaus. Hikandi svara ég þeirri spurningu neitandi, en ég held að samvizkan hafi srfið allt of lengi. Það þurfti of óhugnanleg og of stór mál til að vekja allt of marga. Að visu er um að kenna i rikum mæli slælegum flokks- klafafjölmiðlum, en þrátt fyrir . ógnanir og hótanir margra ráð- andi manna eru gáttirnar að bresta. Alla vega held ég það og vona það. En það má ekki missa sjónar á þvi, að kerfisóttinn rikir viða. og ekki að 'ástæðulausu. Krabba- mein fyrirgreiðslunnar hefur of læstst um allt samfélagið. Fyrir- greiðslur i bönkum, fyrirgreiðsl- ur hjá lifeyrissjóðum, fyrir- greiðslur hér, fyrirgreiðslur þar. Þettaóljósa ástandskapar of viða ótta. Og kannski er það einmitt þessiótti, stundum á rökum reist- ur, stundum með öllu ástæðulaus, sem hefur lætt eitri inn i samfélag okkar. c J I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.