Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 24

Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 24
VfSIR Föstudagur 13. febrúar 1976 12 ára drengur féll í höf nina 12 ára drengur féll ! höfnina i gærdag. Honum var mjög fljótlega bjargað á land aftur, og ekki virtist honum hafa orðið meint af volkinu. Hann var að leika sér á Grandagarði rétt eftir hádegið i gærdag þegar slysið v-arð. Hann náði sér i handfestu eftir að hann datt i sjóinn og hélt sér uppi þar til honum varð bjargað. Drengurinn var kominn á land þegar lögreglan kom til aðstoðar. —EA Ákvörðun í jórnblendimól- inu um nœstu mónaðomót Stjórnarfundi, sem vera ótti i gœr, var frestað í gær átti að halda stjórnarfund i Islenska járnblendifélaginu hf. Þessum fundi hefur ver- ið frestað, þar eð ekki lágu fyrir niðurstöður útreikninga og athug- ana, sem ákvarð- anataka um áframhald- andi framkvæmdir við járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga, verður byggð á. Ásgeir Magnússon, Kveikti í pappa- kössum i Klúbbnum Kveikt var í pappakössum i kjallara Klúbbsins i gærkvöldi. Hefur einhver farið i kjallarann — en átti þangað ekkert erindi ncma kveikja i. F'ljótlega tókst að slökkva eld- inn. Starfsmenn i Klúbbnum not- uðu slökkvitæki og höfðu ráðið niðurlögum . eldsins þegar slökkviliðið kom á staðinn. Pappakassarnir höfðu að geyma tómar flöskur og var ekk- ert annað i kjallaranum sem. kviknaö gat i nema kassarnir. Um leið og vart varð við reyk var slökkviliðið kallað til — enda hús- ið fullt af fólki. Pappakassarnir — sem eldurinn var i — voru siðan bomir Ut til vonar og vara. Eldurinn kom upp rétt fyrir klukkan 11. —EA Baldur gekk ekki í gildru og þó kom freigótan... — Það virðist augljóst að það átti að egna Bald- ur i gildru, og þetta er Fyrir bíl eftir að hofa hongið oftan í öðrum Drengur varð fyrir bil i gær eftir að hafa hangið aftan i öör- um. Hann var fiuttur á slysa- deild. Það má furðulegt heita að ekki skuli verða fleiri slys undir slikum kringumstæðum, þvi ef einhver snjór er á götum, reyna margir að hanga aftan i bilum. Drengurinn sem lenti i slysinu i gær var að hangá aftan i bil á Laugalæknum. Hann datt siðan og bill sem á eftir var ók á hann. Jim tók myndina rétt eftir að slysið varð. —p:a einhver grófasta aðförin hingað til, sagði Gunnar Ólafsson skipherra við Vísi I morgun. Gunnar er nú i stjórnstöð Gæsl- unnar. Baldur stefndi i norður, en hann var búinn að heyra að Diomeda kvaðst ætla að reka hann i vestur- átt. Þarna voru bæði freigátur og dráttarbátar til varnar togurun- um. Höskuld Skarphéðinsson skipherra grunaði að ætlunin væri að lokka þá i gildru. (Bretar áttu lika harma að hefna þar sem Baldur haíði klippt á tvo togara skömmu áður.) Hann stefndi þvi ekki að tog- arahópnum. En þá kom Diomeda öslandi úr NNV. Höskuldur hélt þá undan i austurátt en freigátan dró hann auðveldlega uppi, enda gengur hún þrjátiu milur á móti sautján milum Baldurs. Hún lýsti svo úpp brúna með sterkum ljós- kösturum og skellti sér utan i varðskipið. Fjórar frekari ásiglingartil- raunir báru þó ekki árangur. Gunnar ólafsson sagði aö skemmdir á Baldri væru tölu- verðar en mest ofan dekks. Skipið er þó vel sjófært ennþá og aftur komið til gæslustarfa. Það hefði getað farið verr ef Höskuldur skipherra hefði gengið i gildruna. — ÓT Hafnarnefnd vill ekki KRON Hafnarnefnd hafnaði á fundi sinum i gær erindi StS um að leigja KRON húsnæði sitt inni við sundahöfn undir stórmark- að, að sögn ólafs B. Thors, for- manns hafnarnefndar. Frá þessu var skýrt á sinum tima og þá jafnframt, að skipu- lagsnefnd hefði mælt með þvf að þetta ieyfi yrði veitt til skamms tima. Borgarverkfræðingur var þessu hins vegar mútmæltur. Hafnarstjórn féllst á álit borgarverkfræðings og taldi sér ekki fært að verða við þessari beiðni. Rök hafnarnefndar fyrir neituninni voru þau að starf- semi sem þessi ætti ekki heima á hafnarsvæðinu, hvorki til skamms né langs tima. Starf- semin sem þar færi fram ætti að vera tengd höfninni og fram- kvæmdum á hafnarsvæðinu. Ef leyfið yrði veitt væri einnig ver- ið að skapa hættulegt fordæmi — því vitað væri, að starfsemi sem einu sinni væri komin yrði ekki svo auðveldlega komið burt. Beiðninni var hafnað með þremur atkvæðum gegn tveim- ur. —VS framkvæmdastjóri félagsins, sagði i morgun, að fundurinn yrði haldinn öðru hvoru megin við næstu mánaðamót. Brýnt væri að taka ákvörðun i þessu máli og þó einkum um það hvað gera skuli i sumar. Sérstaklega þarf að athuga kostnaðar- og rekstraráætlanir, en eins og fram hefur komið eru horfur dökkar á járnblendimark- aði og hagkvæmni i rekstri verk- smiðjunnar þvi vafasöm. Er þvi nauðsynlegt að taka afstöðu til þess með hve miklum hraða verksmiðjan verður reist. AG f aðgerð í Eyjum '• © • Nú, þcgar verkfall vofir yfir á fiskiskipaflotanum, cr ekki úr vegi að bregða upp myndum úr Fiskiðjunni i Veslmannaeyjum, Guðmundur Sigfússon, frétta- ritari Visis i Evjurn, átti leið um Fiskiðjuna fyrir nokkrum dög- um. Þar var verið að gera að vænum þorski. Hver krúkur er inerktur og sérstakur teljari telur fiskana, sem fara frá mönnum. Þannig eru mælii afköst þeirra og iaun. 'l ^ /■ y ** FÉLL ÚR STIGA OG FÓTBROTNAÐI Vinnuslys varð i gærmorgun i Skeifunni. Fótbrotnaði maður og var fluttur á slysa- deild. Slysið varð rétt fyrir klukk- an 11 i gærmorgun. Maðurinn. mun hafa verið að múra, en féll úr stiga sem hann stóð í og i götuna. Hann fótbrotnaði og var fluttur á slysadeild. Slysið varð að Skeifunni 17. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.