Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 11
vism Föstudagur 13. febrúar 1976 11 inga er mánuði Gagnkvæmur upp- sagnarfrestur, form uppsagnar, áminning, ástæður fyrir uppsagn- arfresti Uppsagnarfresturinn er ætið gagnkvæmur, nema gagnvart starfsmönnum ríkisins, sem ekki verður sagt upp án saka. Sama gildir og um starfsmenn •nokkurra sveitarfélaga, sem njóta sömu réttarstöðu og rikis- starfsmenn. Uppsögn skal ætið vera skrif- leg og miðast við mánaðamót, ef lengd uppsagnarfrestsins býður upp á slikt. Þetta er ekki alltaf virt og virðist eitt út af fyrir sig ekki hafa nein eftirköst fyrir vinnuveitandann. Ekki þarf að tilgreina ástæður fyrir uppsögn, nema varðandi rikis- starfsmenn. UppsÖgn skal að jafnaöi vera óskilorðsbundin, og vera gerð þannig að hún mis- skiljist ekki. Þá má orða það sem almenna reglu, að veita skuli starfs- manni áminningu ög gefa hon- um kostá þvi að bæta ráð sitt, ef vanræksla i starfi á að ráða uppsögn. Tilkynning um slit á vinnu- samningi, uppsögn, getur haft i för með sér margvi'sleg óþæg- indi fyrir þann sem íyrir verður. Á það bæði við um launþega jafnt sem vinnnuveitanda. Ástæður reglna um uppsagnar- lresteruþviaugljóslega þær, að draga úr þessum óþægindum og tjóni, sem íyrirvaralaus eða fyrirvaralitil uppsögn getur valdið. Launþeginn hefur sjaldnast efni á missi stöðugra tekna og íyrir vinnuveitanda getur verið bagalegt að starfs- maður hans stekkur fyrirvara- laust úr starfi. Rúmur uppsagn- arfrestur er þvi ofur eðlilegur og að hann sé gagnkvæmur. Bótaréttur aöila Fyrirvaralaus uppsögn leiðir til bótaskyldu og bótaskyldan gagnkvæm. í þvi sambandi verður þó aö gæta þess, að til frádráttar bótakröfu launþeg- ans vegna ólögmætrar uppsagn- ar koma vinnutekjur hans ann- ars staðar frá á uppsagnarfrest- inum. Hefir þessi regla oft veriðlát- in gilda i dómum hæstaréttar. Er hún raunar lögákveðin i sumum tilfellum, t.d. i sjó- mannalögum. — VS. Niðurstaða Inntak þess/ sem rakiö Uppsögn sé óskilorðs- hefur verið í grein þess- ari og höfundur telur að sé eðlilegur, sjálfsagður og löglegur háttur í sam- skiptum launþega og vinnuveitanda við slit á vinnusamningi: Vinnuveitandi á að veita launþega aðvör- un um að bæta ráð sitt, ef vanræksla í starfi á að ráða uppsögn. Einn- ig mætti hugsa sér, að launþegi aðvaraði vinnuveitenda, ef mál væri þannig vaxið. Uppsögn skal vera skrif leg. Uppsögn miðist við mánaðamót, ef lengd uppsagnarf rests býður upp á slíkt. bundin og æskilegt, að orsakir uppsagnar séu greindar. Uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir, nema lög eða kjarasamningar heimili glögglega ann- an uppsagnarfrest. Fyrirvaralaus uppsögn leiðir til bótaskyldu og er bótaskyldan gagn- kvæm. Til frádráttar bóta- kröfu launþegans vegna ólöglegrar upp- sagnar komi vinnu- tekjur hans annars staðar frá á upp- sagnarf restinum. Það er mikið um það rætt þessa dagana hve mikið er sýnt af ofbeldi i sjónvarpinu og kvik- myndahúsunum og hvaða áhrif það hafi á unga áhorfendur. Það er aldrei auðvelt að taka ákvörðun um hvað barn má sjá og hvað ekki, þar sem foreldrarnir verða venjulega að taka þá ákvörðun án þess að hafa séð myndina sjálf. Hvernig er hægt að dæma um eitthvað sem maður hefur ekki séð? Það er þessvegna sem stjórn- endur sjónvarps og kvikmynda- húsa verða að taka ákvörðun fyr- ir okkur. Þeir hafa tækifæri til að sjá myndirnar á undan almenn- ingi og þeir geta þvi látið okkur vita hvort þær séu við hæfi barna AÐ ÞEIRRA DÓMI. Það er samt ekki auðveld ákvörðun að taka. Með eða án foreldra Hvemig geta stjórnendur sjón- varpsins til dæmis vitað HVERNIG horft er á myndina? Það er allt annað fyrir barn að sitja eitt og horfa á kvikmynd um þrælahald, en að horfa á hana ásamt foreldrum sinum. Ef það er með foreldrum sín- um, geta þeir sagt honum út á hvað ofbeldið gengur. Þeir geta sagt honum strax að þessi og þessimaðursé aðgera rangt með þvi að berja þrælana, og þeir geta sagt honum hversvegna. Ef barn situr hinsvegar eitt við sjónvarpstæki hefur það ekki hugmynd um hvað er rétt og hvað er rangt. Tökum sem dæmi þátt- inn um heimsstyrjöldina síðari. Þar eru margir kaflar þar sem hermenn eru sýndir verja ættjörð sina. Er það rétt eða rangt? Og Mik Magnússon skrifar /----------r----------> ! ★ Börn eiga ekki að horfa ein á myndir sem sýna ofbeldisverk ★ Hvaða áhrif hafa ofbeldismyndir á hugi manna? ★ Heimildarmyndir sem sýna ofbeldi eru skaðlegar en kúrekamyndir allt annars eðlis ★ Foreldrarnir mega ekki „vernda" börn sín um of Kúrekamyndirnar annars eðlis Um skáldverk gegnir allt öðru máli. Kúreka- og glæpamyndir hafa yfirleitt ekki sömu áhrif, hversu raunverulegar sem þær eru gerðar. Ein ástæðan fyrir þessu er að „vondi maðurinn” sem geispar golunni er venjulega á ferðinni i annarri kvikmynd skömmu síðar, og þá við bestu heilsu. Býður hættunni heim Þetta hefur auðvitað i för með sér annað vandamál. Það er að börn vita oft ekki hve hættuleg vopn geta verið. Þau sjá mann „deyja” á hvita tjaldinu, en sjá hann svo á lifi aftur i annarri mynd. Þetta gerir þeim erfitt um vik að skilja hversu endanlegur dauðinn i rauninni er. Þetta hefur komið i ljós að undanförnu i Bandarikjunum og Bretlandi. Þar hefur iögreglan fengið til rannsóknar sorgleg mál barna, sem hafa skotið einhvern vegna þess að þau gerðu sér ekki grein fyrir þvi að fómardýrið Kúrekamyndirnar eru annars eðlis en geta sanit haft vissa hættu i för með sér. Fréttamyndir sem sýna dauða og ofbeldi geta haft slæm áhrif. Takið eftir sjónvarpsmanninum til hægri hann flytur þennan atburð og aðra verri heim i stofu til fólks. hvernig er hægt að útskýra þetta fyrir barninu? Útrás eða andlegt áfall? Það eru til margar kenningar um áhrif ofbeldis i sjónvarpi og kvikmyndum. Sumir sálfræðing- ar telja að fólk fái útrás fyrir árásarkennd eða skapofsa. Aðrir segja að þetta veki einmitt upp slikar kenndir, og þá VERÐI þeir að fá með einhverju móti. Eitt er þó að verða sifellt ljós- ara. Fréttir og heimildarmyndir. sem sýna mikið ofbeldi hafa skaðlegustu áhrifin á huga sem eru að þroskast. Fréttamyndir blaða eru taldar þarna á meðal. Munið þið til dæmis hryllings- myndirnar frá Saigon og Bangla- desh? Maður nær sér aldrei alveg eftir áfallið af þvi að sjá einhvern deyja. Það lifir áfram i undir- meðvitundinni það sem eftir er ævinnar. gæti ekki staðið upp aftur og hald- ið áfram að leika sér. Allt þetta leiðir okkur að sama vandamálinu. Við vitum aðþað er ofbeldi — raunverulegt og ban- vænt — allt i kringum okkur. Við getum ekki sagt börnum okkar að heimurinn sé fullkominn. Það er skylda okkar að vernda börnin okkar, en við verðum jafnframt að gæta þess að vernda þau ekki of mikið, þvi þá geta þau ekki þroskast og tekið ábyrgð á sinar herðar. Fagna yfirlýsingu sjónvarpsins Af þessum ástæðum fagna ég persónulega yfirlýsingum sjón- varpsins um að myndaflokkurinn um þrælahald sé ekki fyrir börn. Á hinn bóginn eru þetta góðir þættir og mér finnst að börn eigi að fá að sjá hann. Lausnin virðist mér augljós. Á grundvelli þess sem þeir hafa séð, ættu foreldrarnir að taka ákvörð- un um hvort þeir geti ÚTSKÝRT fyrir börnum sinum hvað er að gerast. A góðu heimili, þar sem for- eldrarnir hafa samband við böm- in sin verður litill skaði skeður og ýmislegt gagnlegt lærist. Á slæmu heimili hinsvegar. þar sem foreldrarnir hirða ekki um að taia við börnin sin — eða eru ekki heima til að fylgjast meö þvi á hvað þau horfa — á allt annað við. Þar væri best að læsa sjón- varpið inni i skáp og fleygja lyklinum. OFBELDI i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.