Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 20

Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 20
h<ŒN<2 Œ-a *-Œ0>- IŒDJJDŒ <ZOŒ'IUU) 'OZD §<0Œ- U.ŒIUDD- J>-U)< tí J<¥- 20 \ '* t * • < v i r i iti ii •< * ./ j y .^vi yr Föstudagur 13. febrúar 1976 VTSIR Spáin gildir 14. febrúar fyrir laugardaginn w Hrúturinn 21. mars—20. apríl: Þú getur beitt áhrifum þinum til að fá aðra til að aðhyllast skoðan- ir þinar. Dagurinn er tilvalinn til útiveru t.d. skiðaferða og þess háttar. Láttu aðra vita hvar þú stendur. Nautiö 21. apríl—21. mai: Taktu lifinu með ró i dag, og haltu þig innan ramma almenns siðgæðis. Beittu þér gegn mengun og sóðaskap. Þú færð ábatavæn- legar hugmyndir i kvöld. M Tviburarnir 22. mai—21. júni: Þú verður eitthvað latur/löt og svifasein(n) fram eftir morgni, en lifnar heldur við þegar liður á daginn. Notaðu kvöldið til að gera eitthvað alveg sérstakt. Krabbinn 21. júni—23. júlí: Sýndu varkárni i meðferð fjár- muna og verðmæta. Vertu ekki eftirgefanleg(ur), þótt vinir eigi i hlut. Farðu á fáfarnar slóðir i kvöld. Ljóniö 24. júlí—23. ágúst: Leitaðu til vina i dag. Þeir kunna að hafa eitthvað verulega skemmtilegt á prjónunum. Láttu eitthvað af hendi rakna til mannúðarmála. Kvöldið er tilval- ið til listrænna iðkana. Meyjan 24. ágúst—23. sept.: Vanræktu ekki að sýna maka þin- um ástarvott. Slik atriði geta, þótt smá séu, gert allan gæfu- muninn. Virðing þin mun aukast ef þú sýnir þekkingu þina á hóg- væran hátt. Vogin 24. sept.—23. okt.: Ágreiningur gæti risið snemma dags vegna hugsanlegra kaupa eða fjárfestinga. Forðastu það sem þér geðjast ekki að. í kvöld skaltu huga að hugsanlegu fram- haldslifi. Drekinn 24. okt.—22. nóv.: Tilfinningar maka eða annarra kunna að vera reikular i dag. Grinilegt boð gæti reynst var- hugavert. Láttu fjármálaáætlanir biða um stund. Bogmaöurinn 23. nóv.—21. des.: Sakleysislegar samræður gætu endað i hörkurifrildi. Samt er þetta góður dagur til samskipta við fólk. Laðaðu fram hið góða hjá félögum þinum. & Steingeitin 22. des.—20. jan.: Þú gætir orðið fyrir minniháttar umferðaróhappi eða bilun, gleymdu ekki að setja bensin á bilinn, það gæti haft langvarandi eftirköst. Þú lendir i skemmti- legum samræðum i kvöld. Vatnsberinn 21. jan.—líl. febr. Farðu snemma á fætur og drifðu þig i göngutúr eða einhverja iþrótt. Þér mun ekki veita af. Forðastu svall og óholla lifnaðar- hætti, þá mun þér farnast vel. Fiskarnir _ 20. febr.—20. mars: Þú ert alveg stálslegin(n) og eld- spræk(ur) i dag. Leitaðu heppi- legrar útrásar fyrir lifsorku þina og láttu aðra njóta góðs af um leið. Þú færð óvænta simhring- ingu i kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.