Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 6
Leita að Picassoþjófuiwm Franska lögreglan, sem er á hæl- um þjófanna er stálu 119 málverk- um eftir Picasso i Páfahöllinni i Avignon, fundu i gær bifreiðina sem þjófarnir höfðu notað til þess að flytja málverkin. Picasso Hana höfðu þjófarnir tekið á leigu hjá bilaleigu i Marseilles, en skiliö hana siðan eftir á bilastæði i Nimes. Þetta er stærsti listaverka- þjófnaður sögunnar. Þjófarnir þrir bundu og kefluöu tvo næturverði, meðan þeir voru aö bera málverkin út úr safninu. Dularfullt mannslát Lögreglan i ísrael rannsakar nú dularfullt mannslát sem minnir lielst á njósnareyfara. Fertugur lyfjafræðingur, dr. Rene Bloch, sem unnið hefur að rannsóknum á vessum likamans, hvarf á þriðju- dag eftir aö hafa ekið tveim dætr- um sinum i skóla i Tel Aviv. Hann fannst i blómagaröi, þar sem hann lá látinn fram á stýrið i bifreiö sinni. Lögreglan fann engin merki áverka á manninum, en fjölskylda hans segir að hann hafi aldrei kennt sér meins. — En kvisast hef- ur aö maðurinn hafi unnið að leyni- legum rannsóknum fyrir það opin- bera. Barneignir Breta í lágmarki Barnsfæð- ingar i Eng- landiog Wales hafa aldrei verið hlut- fallslega jafn- fáar og i fyrra, eða 122% Fæð- ingartalan var litið eitt hærri en dán- artalan. Svona t r e g ö a i barnsfæöing- um hefur ekki verið i Bret- landi siðan 1933 þegar þær voru 1,44%. — En núerkennt um að kon- ur fresti þviaö verða barnshafandi þar til siðar á æviskeiðinu, og fjöl- skyldur vilji lakmarka barnahóp- inn. Þvi er spáð, að þetta muni standa til bóta á næstu árum þegar breskar stúlkur fæddar á sjötta og sjöunda aratugnum komast á barn- eignaraldur. 800 ára gömul rós Verkamenn fundu i gær 800 ára gamla rós sem varðveist hafði hreint lygilega vel i austurmúr Romseydómkirkjunnar. Þeir voru aö fjarlægja miðalda *• málverk af veggnum þegar þeir fundu rósina. — Grasafræöingur var kvaddur til, og var hann i fjór- ar klukkustu'ndir að ná út rósinni meö matskeið. „t>að tók á taugarn- ar," varð þonum að orði eftir á. Þessi rós er talin v -a elsti grasafræði fundur evróp manna, en auövitaö er hún kornung miðað viö jurtina sem fannst i grafhýsi Tutánkhamuns. Romsey er skammt norður af Southampton, en þar er óöal Mountbattens lávaröar. Her MPLA sœkir hratt suður á bóginn: Brátt í návígi við her Suð- ur-Afríku liersveitir MPLA fylkingarinn- ar eru nú ekki nema i 200 km fjar- lægð frá varnariinunni sem suð- ur-afrískir hermenn mynda Angölumegin viðiandamæri Suð- vcstur-Afríku og Angóia. Milli fylkinganna er talið að séu um 100 þúsund flóttamenn, sem streyma suður á bóginn i átt að herbúðum Suður-Afri'ku manna. Flóttamennirnir koma aðallega frá Huambo og nágrenni sem áð- ur var á valdi UNITA hreyfingar- innar, sem berst gegn MPLA. i útvarpinu i Luanda, höfuð- borg MPLA fylkingarinnar, sagði i gær að tvö siðustu mikilvæg vigi keppinautanna væru fallin. Það eru borgirnar Manquela do Zomba, og Silva Porto, en i þeirri siðarnefndu voru bækistöðvar UNITA fylkingarinnar. Suður-Afrika hefur lýst þvi yfir að hersveitirnar við suðurlanda- mæri Angólu muni ekki vikja. Þær eiga að verja Calueque-stifl- una ef til kemur. Stiflan og raf- orkuver við hana byggðu Suð- vestur Afrika og Portúgalir, fyrr- um nýlenduherrar Angólu. Ekki liggur ljóst fyrir hvort MPLA gerir árás á hersveitir Suður-Afriku, eða hvort reynt verður að beita diplómatiskum þrýstingi á alþjóðavettvangi til að fá sveitirnar i burtu. Þarf ekki að efa að ef siðarnefndi kosturinn verður valinn kemur dyggur stuðningur frá kommúnistarikj- Roberto, ieiðtogi FNLA, og Savimbi, leiðtogi UNITA-hreyfinganna sem nú hafa tapað fyrir MPLA unum. Sovétmenn og kúbumenn i þessari baráttu ættbálkanna hafa veitt MPLA hernaðaraðstoð þriggja I Angólu. Hóta að vekja upp sjálfs- morðssveit- ir japana öfgasamtök hægri manna i Japan eru sögð hafa sent Bandarikja- mönnum hótanir i sim- skeyti um að vekja upp sjálfsmorðsflugsveitir japana úr seinni heims- styrjöldinni ef rann- sóknir á mútum Lock- heed-verksmiðjanna verða ekki stöðvaðar. Orðsending þessi mun hafa bor- ist Ford forseta á laugardag og samtimis þeim Frank Church, formanni þingnefndarinnar sem afhjúpaði múturnar, og forseta Lockheed-verksmiðjustjórnar- innar Carl Kotchian. Sendandinn er sagður vera Kikusui Rengo, samtök sex öfga- sinnaðra hægrihreyfinga i Japan, eftir þvi sem Kyodo-fréttastofan i Japan skýrir frá. ,,Ef Bandarikin velta ábyrgð- inni (af mútumálinu) yfir á Japan, munum við hefna þess á Bandarikjunum,” ku vera sagt i simskeytinu á einum stað. —- Og svo: „Kamikaze-árásarsveitirn- ar úr siðari heimsstyrjöldinni eru enn við lýði i Japan.” Einn af forvígismönnum öfga- sinnaðra hærimanna i' Japan, Yochio Kodama, kaupahéðinn, hefur verið sakaður um að þiggja sjö milljónir dollara i mútur frá Lockheed-verksmiðjunum. — Hann hefur um árabil verið með áhrifameiri mönnum i japönsk- um stjórnmálum og kaupsýslu þótt hann hafi haldið sig i skugg- anum. Japanska stjórnin hefur óskað frekari upplýsinga frá banda- riskum yfirvöldum til að varpa ljósi á þátt japana i mútuhneyksl- inu. Stjórnmálaflokkarnir hafa allir sent fulltrúa til að vera við yfirheyrslur og rannsókn málsins i Bandarikjunum. Japanska lögreglan er sögð lita á þetta ofannefnda hótanaskeyti sem auglýsingabrellu af hálfu Kikusui Rengo (sem þýðir Krysanthemum og vatn). Fréttamenn Reuter-fréttastof- unnar reyndu að fá staðfestingu þessarar frásagnar japönsku fréttastofunnar hjá talsmönnum Hvita hússins i morgun, en þar var allra frétta varisti bili. Frank Church þingmaður kvaðst ekki vita til þess að skrifstofu hans hefði borist neitt slikt skeyti. Lést af hungurverkfalli í fangelsi í Englandi Lögreglumaður var skotinn til bana og þrir menn aðrir særðust i hefndarárás, sem gerð var eftir andlát Frank Stagg. Þessi 34 ára ráðningarstjóri IRA lést i ensku fangelsi i gær eftir 61 dags hungurverkfall. — Einn talsmanna irska lýðveldis- hersins lét þá svo ummælt: „Hans skal verða hefnt.” Breski herinn skýrði frá þvi i morgun að til skotbardaga hefði komið á 21 stað á N-Irlandi i gær og sjö sprengjuárásir voru gerð- ar. — Flest af þessu skeði þó i Belfast. Fimm mótmælagöngur voru haldnar i Belfast og fjórar annars staðar. Sums staðar gripu her- menn til þess að skjóta gúmikúl- um að æstum múgnum sem gerði að þeim aðsúg, og vildi grýta þá. Stagg afplánaði tíu ára fangelsi fvrir að hafa lagt á ráðin um sprengjuárásir og hryðjuverk. Hann hóf hungurverkíall þann 13. desember til áréttingar kröfu sinni um að verða fluttur i fang- elsi á N-lrlandi. Þvi var hafnað, þar sem hann hafði alið mestan aldur sinn i' Englandi Kvikmynd með stjömum í öllum hlutverkum Tólf færusú kvikmynda- leikarari he ns haR unitað samninga un að leika i 2í. milljón doll ara kvikmynu sem gera skal u m s ö g u Corneliusar Connery Redford Ryans „A Bridge Too Far”. — Hún fjallar um ílugorustu i siðari heims- styrjöldinni yfir Arnhem i Hollandi. Leikstjórinn, sir Richard Atten- borough, hefur skýrt frá þvi hverjir þessir leikarar eru. Nefnilega James Caan, Gene Hackhan, Robert Redford, Ryan O’Neal, Elliot Gould, Michael Caine, Sean Connery, Olivier iávarður, Dirk Bogarde, Anlhony Hopkins, Hardy Kruger og Maximillián Schnell. Ekki hefur enn veriö valið i kven- hlutverkiö, en sir Richard segist hafa augastað á Audrey Hepburn i það. Myndatakan á að hefjast i Hol- landi 26. april og mun að likindum standa i sex mánuöi. Cornelius Ryan gat sér heims- frægð fyrir bók sina „The Longest Day”. Engar kœrur á hendur málaliðunum Scotland Yard hefur kunngert, að ekki verði um neinar málshöföánir N að ræða á hendur breskum mála- íiðum vegna fjöldaaftöku á fjórtán félögum þeirra i Angólu. Sagt er i fréttatilkynningunni að eftir yfirheyrslur á heimkomnum málaliðum og eftir samráð við rikissaksóknara hefði verið ákveð- ið að ákæra ekki mennina. — Kringumstæður i Angólu eru sagð- ar hafa verið slikar að málshöfðan- ir komi ekki til greina. Siðustu fimm málaliðarnir sem veriðhafa í yfirheyrslu hjá lögregl- unni fengu að fara heim til sin i dag. Þvi heyrist fleygt að liðsforing- inn sem sagður er hafa fyrirskipað aftökuna (og beint sprengjuvörp- um og vélbyssum að aftökusveit- inni til að knýja hana til að vinna verkið) sé nú dauður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.