Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 9
vism Föstudagur 13. febrúar 1976
„Málið"
og öll hin
málin
Hugleiðing um ólœti síðustu daga og hvaða spurningar þau hafa vakið
Dómskerfið
En fleira kemur upp i hugann,
þegar „málið” er hugleitt. Það
er auðsætt, að allt dómskerfið
þarf að endurskoða. Það er
einnig hyrningarsteinn lýðræðis
og réttar. I frásögnum
embættismanna og margra
sómakærra manna i „kerfinu”
kemur i ljós, að þar er viða pott-
ur brotinn, og er þá vægilega til
orða tekið.
Afgreiðsla mála hjá saksókn-
ara getur tekið 10 til 15 ár.
Sakadómur Reykjavikur er
ofhlaðinn störfum, rannsóknar-
lögreglumenn eru of fáir. Hvar-
vetna hrannast mál upp, og ekk-
ert verður að gert.
Hér er einnig á ferðinni verk-
efni, sem er verðugra en margt
það, sem stjórnmálaflokkarnir
fást nú við. Málið er alvarlegt
og þolir ekki bið, einkum ef þess
er gætt, að glæpir á Islandi
verða nú ekki lengur aðeins
tengir ófrumlegum innbrotum
og barsmiðum drukkinna
manna. Þeir likjast meir glæp-
um i stórborgum, þeir eru
skipulagðir og ódrukknir menn
fremja þá. Ásýnd hins sak-
leysislega hefur breyst i grettu.
Þáttur fjölmiðlanna
Eitt atriði enn er rétt að
minnastá i tengslum við „mál-
ið”. Hörmulegur vanmáttur
islenskra blaða og blaðamanna
til að afla upplýsinga og kryfja
mál til mergjar verður æ ljós-
ari. Blöðin hafa hvorki mann-
afla né fjárráð, og sum ekki
löngun, til að fylgja eftir mál-
um. Niðurstaðan verður oft sú
að getsakir koma i stað staö-
reynda. Blöð eru einnig bundin i
viðjar stjórnmála og einkahags-
muna hversu frjáls sem þau
annars segjast vera.
1 þessu lilliti eru islensk blöð á
miðaldastigi, ef miðað er við
ýmis erlend blöð. Á hinn bóginn
ber hins að gæta, að öll upplýs-
ingaöflun hjá „kerfinu” er ótrú-
lega erfið. Rikisfjölmiðlarnir
þurfa að starfa eftir all-ströng-
um reglum og eru þvi að mestu
„stikk-fri”, þegar „mál” ber á
góma. Þó hefur orðið veruleg
breyting á starfsháttum þeirra,
sem hefur orðið til góðs.
Ábyrgð fjölmiðla o'g starfs-
manna þeirra er mikil. Þessa
ábyrgð verða þeir að axla á
hverju sem gengur. Hverjir sem
hagsmunir stjórnmálaflokka og
einstaklinga eru, verða þeir að
gegna skyldu sinni gagnvart al-
menningi i landinu. Ogt þurfa
beinin að vera sterk til að molna
ekki undan þunga þeirra, sem
hagsmuni hafa af þvi, að blaða-
maðurinn segi ekki alla söguna.
Á undanförnum árum hefur
sú breyting orðið i blaðamanna-
stéttog blöðum, að starfsmenn-
irnir hafa ekki allir þurft að
þjóna pólitfskum sjónarmiðum
eigendanna. Þetta er spor i
rétta átt, en lengra þarf að fara
svo blöðin geti skilað hlutverki
sinu sómasamlega.
Árni Gunnarsson
Viðbrögðin við grein Vil-
mundar hafa verið með ein-
dæmum. Hann hefur i marga
mánuði klifað á þessu sama
máli. Hann hefur nefnt sömu
dæmin hvað eftir annað’. Hann
hefur rætt þessi mál i sjónvarpi
og áður skrifað um þau grein i
Visi. Engum hefur þótt taka þvi
að fárast yfir þessum skrifum.
En allt i einu er eins og hann
hitti i mark, og allt umhverfist.
— Hvers vegna? Þeirri spurn-
ingu verða aðrir að svara.
Ekki er ástæða til þess að
rekja viðbrögðin* öllum eru þau
kunn. En málið komst inn á
Alþingi og aðrir fjölmiðlar fóru
smátt og smátt að gefa þvi
gaum. Ýmsir kunnir pennar
hafa látið i ljós sitt skina, og þar
hafa gifuryrðin ekki verið spör-
uð. Hjá sumum hefur allt af
göflunum gengið, og jafnvel
hinir mætustu menn hafa misst
stjórn á sér. Svo mjög hefur
hitnað i kolunum.
Niðurstöður dregnar
Margir hafa orðið til þess að
draga ákveðnar niðurstöður af
þessu máli, og eru þær á ýmsa
vegu. Talað hefur verið um póli-
tiskt samsæri, glæpahringa,
sorpblaðamennsku, fjármála-
spillingu flokkanna, og af
skrifum sumra mætti ætla, að
gerð hafi verið árás á helga
dóma.
Vist er um það, að ekkert mál
hefur vakið eins mikla athygli
um árabil, og jafnvel mál mál-
anna, landhelgisstriðið, hefur
fallið i skuggann.
Þetta blað hefur enga afstöðu
tekið til málsins, nema aðeins
vegna orða, er á Alþingi féllu.
Að öðru leyti hefur verið greint
frá þvi, sem komið hefur i ljós i
öllu umrótinu. Nú er svo komið
að grein Vilmundar Gylfasonar,
sem fjaðrafokinu olli, er eins og
barnagæla miðað við margt
annað, sem skrifað hefur verið
um málið.
Menn skiptast i hópa um af-
stöðuna til sektar og sakleysis,
og að vanda fylgir urmull sögu-
sagna, sem hvergi er unnt að
finna stað.
Hvað situr eftir?
Að vonum spyrja menn: Hvað
gagna, viðskipti aðila, sem eng-
in viðskipti kváðust hafa átt og
furðulegan misskilning i við-
ræðum lögreglumanna. Fleira
slikt værihægt að telja, sem lik-
lega yrðiflokkað undir getsakir,
viðbjóðslegar aðdróttanir og
svo framvegis. Vart verður
þeim láð, sem þykjast þess
fullvissir að ekki séu öll kurl til
grafar komin.
Fjármál flokkanna
Inn i „málið” hafa blandast
umræður um fjármál eins
stjórnmálaflokks. Látum hann
liggja á milli hluta, en litum á
fjármál flokkanna i heild.
Að undanförnu hefur mikið
verið um það rætt, að islenskir
stjórnmálaflokkar þyrftu að
gera hreint fyrir sinum fjár-
máladyrum. Kosningasjóðir,
rekstur og eignirflokkanna hafa
verið ihöndum fárra manna, og
hiniróbreyttu flokksmenn látnir
samþykkja reikninga, sem fáir
hafa séð ásæðu til að fetta fingur
út i. — Fjármál flokkanna hafa
verið og eru leyndardómurinn
dýri, þótt á alvörustundum hafi
verið gefnar yfirlýsingar um að
allt sé öllum opið. Fullyrðingar
um, að þar sé allt á hreinu, ber
að taka eins, og ef einhver stað-
krafið almenning um að sýna
heiðarleika i viðskiptum ogpen-
ingamálum.
Það væri heiður hvers þess
flokks er nú viðurkenndi brota-
lömina og gerði ráðstafanir til
að heilbrigðara fyrirkomulag
yrði upp tekið. Það er eins og að
skvetta vatniá gæs að segja, að
allt sé i lagi. Þeir, sem eitthvað
hafa fengist við stjórnmál, geta
ekki blindað samvisku sina og
gefið slikar yfirlýsingar.
Vera má, að erfitt verði að
sanna utan frá fjármálaspill-
ingu i flokkunum, en þá verður
að uppræta meinið innanfrá.
Heiðarlegir menn i flokkunum
verða að taka höndum saman,
segja hingað og ekki lengra og
hefja hreingerninguna. Menn
þurfa aðeins að lita i kringum
sig, og þá sjá þeir óþrifin. Þetta
verður að gerast, eða er stjórn-
málamönnum ekki ljóst hvað i
húfi er?
Flokkarnir og Alþingi!
Virðing almennings fyrir
stjórnmálaflokkum og Alþingi
hefur farið þverrandi. Undan
þessu hafa stjórnmálamennirn-
ir kvartað og kenna um óprúttn-
um skriffinnum. En væri ekki
ráð að litá sér nær.
flokkarnir eru undirstaða þess
lýðræðisþjóðfélags, sem við bú-
um i. Um leið og stjórnmála-
flokkarnir magna virðingar-
leysi fyrir sjálfum sér og stjórn-
málunum, höggva þeir að rótum
lýðræðisins. Þeir bjóða heim
þeirri hættu að þegnarnir verði
spegilmynd stjórnmálastarfs-
ins. Þeir beinlinis gefa undir
fótinn og veikja það traust, sem
almenningur á að geta borið til
þeirra.
Hér verður fjölmiðlum ekki
kennt um. Ráð væri að hætta
leitinni að sökudólgnum utan
flokkanna. Timiertil kominn að
opna allar bækur, ef til eru, og
gera hreint. Einhver sviði kann
að fylgja og liklega yrði einhver
„hengdur”. En skyldi það ekki
vera skárra en að standa eftir
rúinn öllu trausti. Þetta á við
um alla stjórnmálaflokka.
Þótt ekki geðjist öllum hug-
myndin, væri eðlilegra að
stjórnmálaflokkarnir yrðu á
framfæri rikisins að einhverju
leyti, eftir ákveðnum reglum.
Framlög einstaklinga og fyrir-
tækja til þeirra þurfa að vera
frádráttarbær frá skatti, þá
kæmu þau öll fram og engu
þyrfti að leyna. Fleiri leiðir eru
færar og flestar eru betri, en
þær, sem nú eru farnar.
Aðeins hefur nú
dregið úr þeim ólátum,
sem spunnust af grein
Vilmundar Gylfasonar,
er birtist i þessu blaði
fyrir nokkru. Menn
hafa hellt úr skálum
reiði sinnar og eitthvað
hefur dregið úr stór-
yrðunum. En kannski
er þetta aðeins svika-
logn, að minnsta kosti
getur enginn spáð um
framhaldið.
situreftir? Ekki erá þvi minnsti
vafi að enn um sinn verður
margt um þetta mál sagt. Dóm-
ar verða felldir, rökstuddir og
órökstuddir. A þessari stundu
stendur þó fátt upp úr, sem hægt
er að henda reiður á. Væntan-
lega breytist það.
En hvað um sérkennilegt
samhengi dagsetninga undirrit-
aðs samkomulags og lokunar og
opnunar veitingahúss? Undar-
legar tilviljanir á birtingu
Árni Gunnarsson
skrifar:
-------y-------
hæfði að jörðin væri femingur
eða flöt.
Forystumenn stjórnmála-
flokkanna verða að gera sér
ljóst, að á meðan fjármál flokk-
anna sjálfra, eru með þeim
hætti, sem nú er, geta þeir vart
Hvemig verður ætlast til þess,
að almenningur beri virðingu
fyrir stjórnmálaflokkum, sem
stöðugt liggja undir grun um
siðleysi i fjármálum. Grunur
þessi styrkist, þegar „mál”
skjóta upp kollinum, eins og
gerst hefur að undanförnu. Það
em ekki aöeins tómir þingsalir,
innihaldslitlar ræður og stór-
yrði, sem valda virðingarieys-
inu.
Stjórnmálin og stjórnmála-