Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 13.02.1976, Blaðsíða 14
 LIF OG LIST A AKUREYRI: Marinó Þorsteinsson og Björg Baldvinsdóttir kljást hér i hlutverkum Úlfsins og ömmunnar. Frumsýna Rauðhettu sem sett er á svið hér á landi. Leikritið fylgir söguþræði ævintýrisins gamla allnákvæm- lega, en inn i hann er svo aukið ferðalagi Rauðhettu litlu gegn- um skóginn djúpa og hættulega, valdabaráttu grimmu dýranna, sem hvert og eitt verja sinn „rétt” til að gleypa Rauðhettu og að lokum fjölbreytilegum samtökum tannlausu og hug- lausu dýranna til þess að hjálpa henni rétta leið. Leikstjóri sýningarinnar er Þórir Steingrimsson. Leikmynd gerði Hallmundur Kristinsson, um tónlistina sér Gunnar Tryggvason, þýðinguna gerði Stefán Baldursson en Kristján frá Djúpalæk gerði söngtext- ana. Með helstu hlutverk fara: Ingibjörg Aradóttir — Rauðhetta, Marinó Þorsteins- son — Úlfurinn, Aðalsteinn Bergdal — Refurinn, Saga Jóns- dóttir — Hérinn, Björg Bald- vinsdóttir — Amman, Gestur E. Jónsson — Skógarvörðurinn. Ennfremur eni ýmis dýr skóg- arins og mannfólk. Á sunnudag kl. 2 verður 2. sýning Rauðhettu. Til gamans má geta þess að allir miðar eru seldir á sama verði, þannig að foreldrar og aðrir fullorðnir þurfa ekki að neita sér um að sjá leikritið, kostnaðarins vegna. A morgun kl. 2 verður frum- sýnt það leikrit sem sennilega hefur verið beðiö eftir með hvað mestri eftirvæntingu I vetur. Það er barnaleikritið Rauðhetta eftir Evgeni Schwartz. Evgeni Schwartz erán efa eitt snjallasta ævintýraskáld okkar tima. Hann hefur gertleikrit um mörg af hinum bestu sigildu ævintýrum. Þar af má telja öskubusku, Nýju fötin keisar- ans, Prinsessuna á bauninni og Drekann, sem leikinn hefur verið I útvarpið hér. Rauðhetta er fyrsta leikrit höfundarins Síaukin aðsókn að Glerdýrunum Siaukin aðsókn að leikritinu Glerdýrin cftir Tennessee Williams. Uppselt var á báðar sýningar um siðustu helgi. Næstu sýningar eru i kvöld kl. 8.20 og á sunnudag á sama tíma. Saga Jónsdóttir og Þórir Steingrimsson i Glerdýrunum. Tunglskinsganga á Úlfarsfellið Útivist efnir til tungl- skinsferðar upp í Hamra- hlíð í Úlfarsfelli á laugar- dagskvöldið. Farið verður frá umferðarmiðstöðinni kl. 20 og komið aftur i bæ- inn fyrir miðnætti. A úlfarsfelli verður Iitið yfir ljósadýrð höfuðborgarinnar, kikt á stjörnur og mána og fleira sér til gamans gert. Þeir sem vilja geta fengið keypt blys. Þorleifur Guðmundsson stjórnar ferðinni og fræðir menn um himinhvolfið. Menn verða að vera hlýlega klæddir og vel búnir til fótanna. Á sunnudaginn kl. 13 verður svo farið upp fyrir Lækjarbotna og gengið i kringum Seljafjall undir leiðsögn Jóns I. Bjarnasonar. 1 ferðinni verður veitt leiðsögn i meðferð áttavita og korts. Útivist hyggst taka að sér nokkra slika fræðslu og einnig i meðferð isaxar og fjallavaðs. Verður þessi kennsla tengd gönguferðunum. — ÓT Ertu að missa af „Sporvagninum"? A sunnudaginn kl. 20 vérður leikritið Sporvagninn Girnd sýnt i næstsiðasta sinn. Góð að- sókn hefur verið að leikritinu. Er ekki úr vegi að rifja upp um- mæli gagnrýnanda fyrir þá, sem ekki hafa séð leikritið. t Visi segir Indriði G. Þor- steinsson m.a.: Með leik sinum i hlutverki Blanche Du Bois hefur Þóra unnið umtalsverðan leiksigur. Hún hefur með þessu hlutverki tekið sinn sess i fremstu röð is- lenskra leikara.” Og Emil H. Eyjólfsson segir i Morgunblaðinu: ,,En hvernig hefur verkið staðið timans tönn? Ekki fer á milli mála að margt virðist okk- ur úrelt og kemur ankannalega fyrir sjónir.en allt um það er þetta vel byggt leikrit og gefur leikurunum mikla möguleika til persónusköpunar og listrænnar tjáningar.” LEIK- HÚSIN Þ jóöleí khúsiö: Föstudagur Carmen. Laugardagur barnaleik- ritið Karlinn á þakinu kl. 3 og Carmen kl. 8 um kvöldið. Sunnudagur Karlinn á þakinu kl. 3, Sporvagninn Girnd kl. 8 næst síðasta sýning. Litla sviðið. Inúk verður sýnt kl. 3 á sunnudag. Iðnó: Föstudagur Skjaldhamr- ar Jónasar Árnasonar sýndir kl. 8.30 Laugardagur Saumastof- an eftir Kjartan Ragnarsson kl. 8.30. Sunnudagur barnaleikrit- ið Kolrassa á kústsskaft- inu verður sýnt kl. 3, Equus eftir Peter Shaff- er verður sýnf um kvöldið kl. 8.30. Leikfélag Akureyrar: Föstudagur leikritið Glerdýrin eftir Tennessee Williams verð- ur sýnt kl. 8.30. Laugardagur barnaleik- ritið Rauðherra eftir Ev- geni Schwartz verður frumsýnt kl. 2 Sunnudagur önnur sýning á Rauðhettu kl. 2 og Gler- dýrin verða sýnd um kvöldið kl. 8.30 KVIK- MYNDA- HÚSIN- Nokkuð verður um endursýn- ingar kvikmynda um helgina, a.m.k. þrjú bió endursýna kvik- myndir. Það kemur þó vart að sök, þvi tvær þeirra voru sýndar fyrir allmörgum árum. Það virðist eins og kvikmyndahúsin haldi að sér höndunum og biöi cftir nýjum og góðum kvik- myndum. Tónabió endursýnir kvik- myndina Að kála konu sinni með Jack Lemmon og Virnu Lisi i aðalhlutverkum. Þessi mynd var sýnd fyrir átta árum og fjallar um rithöfund nokk- urn, sem býr til teiknimynda- syrpur fyrir blöð. En hann vill að allt sé sem raunverulegast og sviðsetur þvi alla atburði sem gerast i myndasögum hans. Af þessu sprettur hinn mesti mis- skilningur. Bæjarbió hefur i dag endur- sýningar á kvikmyndinni Arás- in á Rommel, sem sýnd var fyrir nokkrum árum. Þetta er að sögn bióanna hin æsilegasta mynd. Richard Burton leikur aðalhlutverkið. Hafnarbió sýnir áfram Hennessy, sem fjallar um friðsaman ira, sem verður fyrir þvi óláni að missa konu sina og dóttur i götuóeirðum. Af þeim sökum tapar hann sinninu og einsetur sér að sprengja þing- húsið i London i loft upp. Inn i kvikmyndina er fléttað frétta- kvikmyndum frá setningu breska þingsins. Nýja bióbyrjar i dag sýningar á kvikmyndinni Hvað varð um Jack og Jill. Sú mynd er bresk sakamálamynd og sögð nokkuð spennandi. Laugarásbiósýnir um helgina Ókindina og er það sjöunda sýningarvika. Sennilega eru fæstir sem ekki vita um hvað myndin fjallar, en megininntak hennar er barátta manna við risahákarl, sem leggur sér fólk til munns. Auk þess sýnir bióið Newmann’s Law sem var jóla- mynd Bæjarbiós. Sú mynd fjall- ar um harðsnúinn lögreglu- mann, sem fæst við fikniefna- sala. Austurbæjarbió sýnir i dag Leynivopnið i siðasta sinn, en heimildum blaðsins var ekki kunnugt um, hvaða mynd yrði tekin til sýninga um helgina. Stjörnubió hóf i gær sýning- ar á myndinni Bræður á glap- stigum og er það að sögn heimildarinnar nokkuð góð sakamálamynd. Hún er banda- risk að uppruna og aðalleik- arinn Stacy Keach, sem hefur aukið vinsældir sinar jafnt og þétt undanfarin ár, siðan hann lék i Fat vity. Þess má geta að lokum að að- eins ein mynd kvikmyndahús- anna um helgina er öllum leyfð, en það cr myndin i Tónabiói. Hinar eru allar meira og minna bannaðar börnum. Það má þvi með sanni segja að ekki ríki jafnréttið i þeim húsum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.