Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 1
Rafmagnsverðið hœkkar um 22% — segir borgarstjóri um áhrif Kröflu og byggðalínu á orkuverð til Reykvíkinga Raforkuverð til neyt- enda mun hækka um 21,7% I Reykjavik á næsta ári ef ekki koma til nein framlög úr rikis- sjóði. Þá er tekið tiilit til að lán vegna Kröflu, ibyggðalinu og Rarik verði lengd til 15 ára og tekið sé tillit til umsam- innar orkusölu tii stór- iðju. Einnig að greiðslu- byrðinni verði jafnað út á timabilinu 1977 til 1981. Ef tekið er tillit til að oliu- kostnaður minnkar vegna komu Kröflu og byggðalinu nemur hækkun smásöluverðs i Reykja- vik 17,5% Þetta kom fram i ræðu sem borgarstjóri Birgir ísleifur Gunnarsson flutti vegna fyrir- spurnar Daviðs Oddssonar i borg- arstjorn i gær. Davið spurði hver aukin greiðslubyrði raforkufyrirtækja hefði á hag Reykjavikinga. Borgarstjóri sagði að ekki væri einfalt að svara henni þar sem miða yrði við ákveðnar forsendur sem ekki væri vist að stæðust i raun. Hann sagði að ef eingöngu væri litið á hækkunina á næsta ári án þess að jafna greiðslubyrði á fleiri ár og ekki yrði tekið tillit til oliusparnaðar yrði hækkunin 35,2% til reykvikinga. —EKG ' ,,Eg er svolítið spennt en ég kviði ekkert fyrir”, sagði Bryndis Pálsdóttir, 12 ára nemi við Tónlistar- skólann iReykjavik. Hún verður einleikari með Sinfóniuhljómsveitinni á morgun, laugardag, á siðustu fjölskyldutónleikum á þessum vetri. Við náðum tali af henni á æfingu með hljómsveitinni i morgun. Hefur hún æft einu sinni áður með hljómsveitinni en þetta verður í fyrsta skipti, sem hún spilar með henni. ,,Það er gaman að fá þetta tækifæri”, sagði hún —VS/Ljósmynd Loftur fyrir 105 milliónir — sjá baksíðufrétt Kartöflurnar eru komnar Þá getur fólk farið að bragða kartöflur að nýju. Byrjað var i gær að skipa upp i Reykja- vik kartöflum sem keyptar voru frá Hollandi. Ekki var verið af biða þess að birti af degi. Verkamenn hóf- ust handa þegar i gær- kvöldi að skipa upp svo að kartöflulausir land- ar gætu farið að gæða sér á krásunum. Myndin hér fyrir ofan var tekin þegar verið var að flytia kartöflurnar úr skipi til grænmetisverzlunar- innar i morgun. —EKG/Ljósm: LÁ Bœiarútgerðin kaupir Freyju Borgarstjórn sainþykkti á fundi sinum i gær að kaupa skuttogarann Freyju, sem er fjögurra ára skip,á 350 miiljónir króna. Eins og frá var sagt i Visi fór útgerðarráð Bæjarútgerðar Reykjavikur fram á það að fá levfi til að kaupa togarann, af Gunnari Hafsteinssyni. Togar- inn hefur lagt upp hjá frystihúsi bæjarútgcrðarinnar og taidi út- gerðarráðið það nauðsynjamái að fá togarann keyptan tií þess að missa ekki það hráefni sem togarinn hefði borið að landi. Ragnar Júliusson formaður útgerðarráðs sagði er hann mælti fyrir kaupunum i borgar- stjórn i gær að auka þyrfti skipastól Bæjarútgerðarinnar og að nú væri unnið að úttekt á töðu hennar. Lagði hann áherslu á að vinna þyrfti að bættu hráefni til handa frystihúsi bæjarútgerðarinnar. 1 þvi sambandi gat hann þess að Freyja muni hér eftir eingöngu búinfiskkössum sem stuðla eiga að betra hráefni. Þá kom fram i ræðu Ragnars að i nóvember yrði tekin ákvörðun um hvort skipta þurfi um plötur i skrokki togarans Þormóðs goða. — EKG. Fjárbaðslagur í Húnaþingi V)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.