Vísir - 02.04.1976, Síða 24

Vísir - 02.04.1976, Síða 24
„Sendið strax freigóturnar af íslandsmiðum" — segir barn í flöskuskeyti til breta „Þeta eru tsleigar sem seda þeta bréf. Sendi strax frei- gáturnar af islandsmiðumm. Ef þeta er ekki Bretland setið þá það aftur i sjóin”. , »i8.5 7r, pet ^ eiru , -, ,. --------- -^CJH ftrl.1— hæfiSeph .stot— rj hfto. rr> i 3 mrun_ ff er-tkJáj£StIati -L^tSin Þannig hljóðaði flöskuskeytið sem Erlendur Sveinsson varð- stjóri hjá lögreglunni fann i fjörunni á Álftanesi fyri stuttu. Flöskuskeytið er greinilega frá barni, sem hefur að öllum likindum skrifað það að mestu án hjálpar. Bréfið er dagsett 28. febrúar sl., og það virðist barninu hið mesta kappsmál að koma bretunum af miðunum. Það eru þvi ekki aðeins þeir fullorðnu sem láta þessi málefhi til sin taka. Sá sem skrifar bréfið tekur það fram, að ef það lendi ekki i Bretlandi, eigi að setja það i sjó- inn aftur. Það komst þó ekki út fyrir landið i þetta skipti, en við höfum þó alla vega komið skila- boðunum frá bréfritara, og munum koma skeytinu áfram. — EA Erlendur Sveinsson, varðstjóri hjá lögregl- unni, fann flöskuskeytið I; fjörunni úti á Álftanesi. Ljósm: Loftur. BÁÐIR AÐILAR VISSIR UM AÐ VINNA MÁLIÐ Fundur, sem Garðar Mýrdal hafði boðað til I Stúdentafélagi Iiáskóla islands I gær, var stöðvaður með lögbanni. Fundur- inn hafði verið boðaður sem framhaldsaöalfundur. Kjartan Gunnarsson tjáði Visi I morgun að lögbannið hefði verið hrein neyðarráðstöfun. Stjórn félagsins hafi látið setja það til þess aö fá úr því skorið endanlega hvaða stjórn i félaginu væri raun- verulcga lögleg. Nauðsynlegt að gæta réttar félagsmanna Það hefði verið nauðsynlegt að gæta réttar félagsmanna gagn- vart þvi að einhverjir menn úti i bæ geti boðað til fundar i nafni félagsins. Kjartan sagði, að stjórn félags- ins myndi greiða tryggingu þá sem sett var fyrir lögbanninu, en það voru 100 þúsund krónur. Hygðist stjórnin siðan hefja f jár- söfnun meðal stúdenta i Háskólanum fyrir tryggingar- fénu. Átti von á lögbanni Garðar Mýrdal sagðisthafa átt von á lögbanninu. Hann sagði að það yrði þá til þess að dómstól- arnir dæmdu um það hver hefði á réttu að standa i þessu máli. Sagðist hann vera það öruggur um sinn rétt, að hann tæki þvi feginshendi. Lögbanniðsýndi það hins vegar, að Kjartan Gunnars- son hygðist reyna að ná þvi með brögðum, sem hann hefði engan rétt á. Garðar kvað vera i gangi i Háskólanum lista, þar sem 30 stúdentar krefðust fundar með Kjartani og væri ætlunin að fjalla þar um vantraust á stjórn Kjartans. Sagði hann fróölegt að vita, hvemig Kjartan brygðist við þeirri kröfu. — SJ. Nú skal með valdi baða fé Björns bónda á Löngumýri — sagði sýslumaður, en Björn kœrði til hœstaréttar Fjárbaðsslagur mik- ill stendur nú yfir i Húnaþingi milli Björns Pálssonar, bónda á Löngumýri og Jóns ís- berg, sýslumanns. Hefur sýslumaður úr- skurðað að fé Björns bónda skuli baðað með valdi en Björn hefur kært þann úrskurð til hæstaréttar. — Það var ákveðið að baða tvisvar, útrýmingarböðun, sagði Jón Isberg, sýslumaður, við Visi I morgun. Það var vegna þess að það er kláði á svæðinu sem hefur komið upp aftur og aftur. Meðal annars var talið aðkláði hafi verið i fé sem Björn kom með til slátrunar i haust. Þú tekur eftir að ég segi: var talið. Björn baðaði einu sinni — Nú, Björn baðaði fé sitt i febrúar. Hann gerði það að visu án þess að hafa baðstjóra, eins og lög gera ráð fyrir, en það var nú látið gilda. En svo baðaði hann ekki aftur, en það átti að gera eftir ákveðinn tima. — Þetta var tilkynnt dýralækni sem óskaði eftir aðstoð minni. Ég skrifaði Birni og sendi hon- um skeyti, þar sem ég skoraði á hann að baða aftur. Hann svaraði og kvaðst engin lög hafa brotið og vildi ekki baða. Baðað með valdi — t>á var ekki um annað að ræða en úrskurða að það mætti baða með valdi hjá Birni og það gerði ég. Hann aftur á móti kærði þann úrskurð til hæsta- réttar. Þar er nú málið, en hæstiréttur verður að segja til um innan hálfs mánaðar, hvort minn úrskurður fær staðist. —ÓT Skyldi hann ætla að halda eina góða ræöu þarna uppi eða hvað? Nei, ekki gerði hann það, en hann klifraði þó upp á svalirnar á Alþingishús- inu, með þvi að príla fyrst upp rennuna. Ekkert varð úr ræðunni, en piltur var snöggur að hafa sig niður aftur. Hann var einn af nemendum gagnfræðaskóla borgarinnar sem fjöl- menntu i bæinn i gær I tilefni 1. april. Eitthvað fóru áætlanir nemenda úr böndunum, og af urðu talsverð ólæti. Krakkarnir köstuðu t.d. eggj- um, og einhver afskipti mun lögreglan hafa haftaf hópnum. — EA/ljósm. Loftur. Rúgbrauðsgerð- in seld ó 105 milliónir króna Borgar- stjóri vill orkufund með þing- mönnum „Æskilegast væri að ræða raforkumálin á fundi með þingmönnum Reykjavikur á næsta sameiginlegum fundi þeirra og borgarfulltrúa. Slikan fund á að halda i april.” Þetta sagði borgarstjóri i svari sinu við fyrirspurn Daviðs Oddsonar um hvort ekki væri æskilegt að efna til sérstaks fundar um þessi mál. —EKG Áfengis- og tóbaks- verslun rikisins keypti nýlega hlutabréf i Rúg- brauðsgerðinni h/f fyr- ir 105 milljónir króna. Rikissjóður greiddi 55 milljónir út. Þar af fengu hluthafanir 50 mill jónir til skipta, en 5 milljónir fóru i kostnað af sölunni. Sölulaun lögfræðingsins námu 2,1/2 milljón króna. —SJ 7 ára telpa fyrir bíl á Akureyri 7 ára gömul telpa varð fyrir bil á Akureyri i gærdag. Telpan var flutt á sjúkrahúsið en fékk siðan fljótlega að fara heim. Slysið var um klukkan fimm i gærdag, á mótum Þingvalla- strætis og Þórunnarstrætis. Telp- an var með móður sinni, en hljóp út á götuna á undan henni, og varð þá fyrir bilnum. — EA Apríl-skip til Gœslunnar... Þvi miður erum við hvorki búin að fá korvettur frá rúss- um, hraðbáta frá kinverjum né orrustuskip frá Idi Amin til Landhelgisgæslunnar. En Landhelgisgæslan á greini- lcga hugi okkar og h jörtu, cins og kom fram i þrem biöðum i gær, fyrsta apríl. Visir ságði þá frá korvettu- komu, Dagblaðið frá kin- verskum hraðbátum og Al- þýðublaðið frá þvi að Amin hygðist leggja okkur lið. Ýms- ir munu hafa skokkað niður á bryggju til að skoða hin nýju striðsfartau sem fyrirfundust ekki. Vonandigetum við bráð- lega bætt þeim það með þvi að senda þá niður eftir til að skoða alvöru-liðsauka við Gæsluna. _ ot 17TCT111 Ætlar hann að ^ J-P-*”** J halda rœðu? Föstudagur 2. april 1976.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.