Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 11
m vism Föstudagur 2. april 1976. Hvert geta þau yngsta farið? Halló krakkar heitir barnagamanið sem Leikfélag Hafnar- fjarðar sýnir. Þar er sungið og leikinn látbragðskeikur og krakk- arnir fá að leika með i Mjallhvit og dvergarnir sjö. Kári Halldór leikur forystudverginn og hjálpar hinum yfir fjöllin. Stjúpan heitir Sigriður dagsdaglega (t.h.) Þóra sögumaður situr i stólnum stóra. Hennar hlutverkvarðað leggja niður þvi hún átti von á barni. Halló krakkar eru á Isáfirði um þessa helgi, en koma von bráðar aftur. Leikbrúðuland sýnir okkur á skemmtilegan hátt söguna Gréta og grái fiskurinn, sem flestir kannast við. Meistari Jakob og tröllið Loðinbarði eru ekki siður vinsæl hjá börnunum. Rauðhetta sem Leikfélag Kópa- vogs sýnir er sigiit barnaleikrit. Ein besta afþreying krakka um helgar eru þrjúbíó á sunnu- dögum cða ferðir i Sædýra- safnið þegar vel vrðrar. Skiða- og þotuferðir eru lika mjög vin- sælar þegar veðrið er eins bjart og verið hefur undanfarna daga. En hvernig er hægt að breyta til? Við leituðum fyrst að söfnum sem krakkar gætu haft gaman af að skoða og rákumst þar fyrst á tslenska dýrasafnið á Skólavörðustignum, þá varð fyrir okkur Þjóðminjasafnið sem getur reynst heill ævintýra- heimur fyrir börn. Listasafnið er kannske full tormelt fyrir yngri börnin, en þau eldri ættu að geta haft gaman af að skoða bæði það og Landsbókasafnið, ef fullorðna fólkið er reiðubúið að leiðbeina þeim. Óvenju mörg barnaleikrit eru sýnd i leikhúsunum og bera fjörlegustu heiti. Kolrassa á kústsskaftinu, Halló krakkar eða Gréta og grái fiskurinn, öll þessi heiti lofað góðu. Karlinn á þakinu er fjör- legasti kappi sem tekur upp á ótrúlegustu hlutum. Leikritið um hann er sýnt i Þjóðleik- húsinu föstud., laugard. og sunnudag kl. 3. t Iðnó ferðast litil stúlka með Kolrössu galdrakerlingu á kústsskafti út um viða veröld og kynnist mörgu óvenjulegu. Leikritið er sýnt kl. 3 á sunnudögum. Leik- félag Kópavogs sýnir Eauðhettu á laugardögum ,kl. 3 og Leik- brúðuland sýnir tvö leikrit á sunnudögum kl. 3 að Frikirkju- veg 11. Jafnvígur á pensil og penna! í Menningarstof nun Bandaríkjanna stendur yfir sýning á verkum Hans Richter, sem ekki er einungis þekktur grafíker og málari heldur einnig höfundur kvik- mynda. „Narcissus” atriði úr myndinni „Dreams That Money Can Buy”, sem vann alþjóðlegu verðlaunin i Feneyjum 1947. Victor B. Olason forstöðumaður Menningarstofnunarinnar sýnir gesti verk Hans Richter. Ljósm.Jim Richter hafði mótandi áhrif á listastefnu nútimans. Hann barðist ásamt öðrum að viður- kenningu Dada- ismans snemma á þessari öld, sem siðar varð uppspretta surreal- ismans og poplistar nútimans. Richter stóð framarlega i gerð kvikmynda. Við eigum þess kost að sjá fræga surreal- istiska mynd hans „Dream That Money Can Buy” sem tekin var i New York 1944. Frank Ponxi listfræðingur og góðvinur Richters sýnir myndina þriðju- daginn 6. april og heldur fyrir- lestur um listamanninn. A sýningunni eru lika bækur um Richter og eftir hann sjálfan. Sýningin stendur til 23. april og er opin á virkum dögum kl. 1-7, sunnudaga kl. 1-5 en lokuð á laugardögum. BOLLIN Hótel Sága. Föstudagur: Danssalirnir lok- aðir. Laugardagur: Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og Þuriður Siguröardóttir skemmta i Súlnasal. Sunnu- dagur: Grisaveisla á vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu. Hótel Borg Hljómsveit Árna Isleifs og Linda Walker skemmta um helgina. Lindarbær Gömlu dansarnir á laugardags- kvöld. Hljómsveit Rúts Kr. Hannessonar og Jakob Jónsson skemmta. Tónabær. Föstudagur. Haukar leika. Laugardagur: Galdrakarlar leika. Sigtún. Pónik og Einar skemmta föstu- dags og laugardagskvöld. Drek- ar leika fyrir gömlu dönsunum sunnudagskvöld. Glæsibær Asar leika um helgina Leikhúsk jallarinn Skuggar skemmta um helgina. Skiphóil Hljómsveit Birgis Gunnlaugs- sonar leikur um helgina. óðal Diskótek Sesar Diskótek. Klúbburinn Föstudagur. Kaktus og Dögg. Laugardagur. Exsperiment og Laufið. Sunnudagur. Galdra- karlar og Dinamit. SYNINGAR OG SOFN Kjarvalsstaðir. Sýning á verkum Asgrims Jónssonar. Aöalsteinn Ingólfsson verður gestum til leiðsögu á sunnudag kl. 17-19. Sýningin er opin virka daga kl. 14-10, laugard. og sunnudaga kl. 2-10, lokað mánu- daga. Listasafn isiands Sýning á dánargjöf Gunnlaugs Schevings ogfleiri verkum safnsins. Henni lýkur á sunnudagskvöld. Fremri saiurlslensk popplist. Sýning á 43 verkum 15 þekktra listamanna. Safnið er opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudag kl. 1.30-4. N'orræna húsið Textilgruppen" opnar sýningu kl. 2 á laugardag á myndvefn- aði. tauþrykki og textil-skúlp- túr. Sýningin stendur til 19. april og er opin daglega kl. 2-10. Mokka. Sýning Gunnars H. Sigurjónssonar er framlengd um viku. LEIKHUSIN Þjóðleikhúsið Föstudagur: Barnaleikritið Karlinn á þakinu kl. 3. Náttbólið eftir Maxim Gorki kl. 8.Laugardagur: Karlinn á þak- inu kl. 3. Carmen kl. 8. Sunnudagur: Karlinn á þakinu kl. 3. Náttbólið kl. 8. Iðnó. Föstudagur: Saumastofan eftir Kjartan Ragnarss. kl. 8.30. Laugardagur: Equus eftir Peter Schaffer kl. 8.30. Sunnudagur: Barnaleikritið Kolrassa á kústsskaftinu kl. 3. Villíöndin eftir Ibsen kl. 8.30. Leikfélag Kopavogs. Barnaleikritið Rauðhetta sýnt i Félagsheimilinu laugardag kl. 3. Leikl'éiag Hafnarfjarðar. Barnasýningin Halló Krakkar sýnd i Alþýðuhúsinu. Isafirði, laugardag kl. 2 og 4.30,- Neinendaieikhús, Leiklistar- skólans. Leíkritið Hjá Mjólkurskógi sýnt I Lindarbæ sunnudag og mánu- dag kl. 9. Leikbrúðuland. sýnir lcikritin Gréta og grái fiskurinn og Meistari Jakob og Iröllið Loðinbarði kl. 3 a sunnu- dag að Frikirkjuvegi 11. Leikfélag Seltjarnarness. Leikritið Hlauptu af þér homin verður synt i Felagsheimilinu kl. 8.30 á sunnudag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.