Vísir - 02.04.1976, Side 14

Vísir - 02.04.1976, Side 14
Hvert er meist- orans kaup M.Þ hringdi Nýlega var ég að láta pipu- lagningamann vinna hjá mér. I framhaldi af þvi langar mig til þess að fá eftirtöldum spurnig- um svarað. 1. Hvaða kauptaxta má meistari taka fyrir að hafa lærl- ing i pipulögnum? 2. Má taka söluskatt af akstri og efni? 3. Er heimilt að leggja á sér- stakt tengingargjald þegar greitt hefur verið sérstakur meistarataxti fyrir alla vinnu? 4. Hvert er leyfilegt kaup fyrir meistara? Er þetta hœgt í lýðrœðis- þjóðfélagi? Sigriður V Sörensen skrifar: Hvernig má það vera hægt innan lýðræðisþjóðfélags að taka menn, loka þá inni á for- sendum upploginna sakargifta og gröusagna sem gengið hafa i meir en eitt ár. bessir menn eru hafðir i svo þröngu aðhaldi að ekki er hægt að komast að þeim nema stöku sinnum. Timinn er siðan notaður til að grafa undan fyrir- tæki þessara manna án þess að þeir fái borið hönd fyrir höfuð sér. Allir virðast flykkja sér um jafnvel þeir sem hafa notið góðs af velgengni þeirra manna sem nú sitja inni. Sem sagt nú skal láta kné fyigja kviði, áður gerðir samn- ingar hafa ekki grundvöll leng- ur. Mennirnir sem hlut eiga að máli eru jú i gæsluvarðhaldi svo best er að nota timann vel!! Rifja skal upp gömul mál og blása þau upp i fjölmiðlum á nýjan leik. Taka ný smámál og skýra frá þeim i alröngu ljósi. Svo ekki sé látið hjá liða að minnast á þátt rannsóknarlög- reglunnar i öllu þessu. beir kalla til vitni— eða svo er það látið heita, stinga þeim inn i einn eða tvo sólarhringa, eftir að hafa spurt fáeinna fárán- legra spurninga. beir þykjast of góðir til að láta vita heim til þessara manna og gera fjölskyldur þeirra þar af leiðandi mjög óró- legar i marga klukkutima. Eða allt þar til þeim þóknast að gera viðvart. Er þetta það réttlæti sem upp- alandi kynslóð á eftir að búa við?? Núverður þjóðin að spara Arni Helgason skrifar. ALLTAF FJÖLGAR Fólks- vagen, auglýsa þeir i Heklu, en það er margt annað sem fjölgar. Alltaf fjölgar opin- berum starfsmönnum, eyðu- blöðum og öllu mögulegu meðan kerfið vinnur að þvi að gera allt einfaldara, alltaf fjölgar nefnd- um skýrslum og skilríkjum, meira að segja að ef þarf að sækja um lán til húsnæðis- stjórnar þá fylgir stór pakki af fylgiskjölum og margir eru i vanda með að fylla þetta út, svo : einfalt er þetta allt saman, og svo fjölgar ferðum ráðamanna út á landsbyggðinni til Reykja- vikur til að fá úrlausnir brýnna verkefna, þvi ekki er þvi að heilsa að þýði aðskrifa bréf, þvi þeim er varla svarað, þvi það vantar fleira starfsfólk til að sortéra þau i réttar deildir. Og svo fjölgar hótelplássum i Reykjavik handa þeim sem þurfa að biða eftir svari við- komandi stjórnvalda við erind- um sem tekur allt upp i viku að ganga á milli viðkomandi áður enallterkomiö i kring, og alltaf verið að einfalda kerfíö með nafnnúmerum og sliku. Nú er launadeild stjómar- ráðsins látin greiða út laun um allt land, þvi viðkomandi deild- um þar er ekki trúandi lengur fyrir þvi, þetta þarf allt að einfalda með fjölgun starfsfólks þar. Stjórnir skipa nefndir Stjórað er allt við stjóra þar, i stjórnleysi sem áður var, með undir undir undir stjór og yfir- stjórnarfar. Stjórana ráða stjórnirnar, og stjórnirnar skipa nefndirnar, og nefndirnar skoða teikningar, sem fylla skúffurn- ar. betta söng Bjarni Björnsson i gamla daga og þótti svo fjar- stæðukennt, en nú er þetta orðiö að veruleika, allt fyrir aö það er verið að vinna aö þvi aö gera allt einfaldara. Sagan segir að einni deild stjórnarráðsins hafi borist bréf utan af landi, en það hafi ekki farið i rétta deild heldur hafi það átt að fara i næsta herbergi. Sá sem fékk það póstaði það strax i ábyrgð og svo varð hin deildin að sækja það á pósthús- ið, svona einfalt er þetta allt og auðvitað timasparnaður um leið. Mér varð lika á i vetur að senda yfirboðurum minum bréf þar sem ég mótmæli vissum hlutum, en það átti bara ekki að fara i þá deild sem ég stilaði á og til þess að gera þetta einfald- ara var mér sent það til baka þvi sá sem fékk það var ekki skyldugur til að fara með þetta i nærsta herbergi. Til að einfalda betta er sem sagt alltaf að verða betra og betra. Já það er margt sem fjölgar. bað fjölgar slysum, innbrotum, limlesting- um, og ýmsu sem skapar og skemmir okkar þjóðfélag, það verður að fjölga i lögregluliði, fjölga löglærðum til rann- sóknarstarfsemi, fjölga fanga- geymslum, sjúkrarýmum og auðvitað starfsliði i kringum það. Og alltaf fjölgar fólksvagen og skriffinnskan i þjóðfélaginu. Eyðublöð sem ég notaði i fyrra er hent og allt hannað upp á ný, svona einfalt er þetta. Já, afbrotum f jölgar og allt er þetta af völdum eiturnautna. bað er varla eitt einasta tilfelli afbrota sem ekki má rekja til áfengis- nautnar og jafnvel glæpamálin blómstra. En það má ekki loka þessum blessuðum vinveit- ingahúsum, þvi þá eignumst við fagurt mannlif, en það má ekki ske. Fyrir nokkrum árum voru samningar undirritaðir milli at- vinnurekenda og vinnuþiggj- enda og þá voru þeir kannske á einu eða tveim blööum og allir skildu allt. Nú er þetta allt einfaldara, samningarnir allt i hundrað siðum og enginn skilur neitt, svona einfalt er þetta. Svona einfalt er þetta Og i skólum er alltaf verið að löggilda nýjar og nýjar náms- bækur og i staðinn fyrir gamla lagið að margfalda deila draga frá og leggja saman þá eru komnar tölur og mengi sem enginn skilur og svo þegarbörn- in spyrja i skólanum er þeim lagt að reikna þetta heims og þú getur brðið hann pabba þinn að hjálpa þér, svona einfalt er þetta. Já og alltaf fjölgar nefndun- um. bað er sem sagt ekki hægt aö gera neitt nema i nefnd og á þar við sjálfsagt að betur sjá auga en auga, en svo hitt er ekki lengur i tisku að þvi fleiri sem koma saman þvi vitlausari verður útkoman. betta lærði ég i æsku. Og svo er það ábyrgðin Nú þarf enginn að bera ábyrgð á neinu. 1 starfi gildir aldur en ekki hæfni, samviskusemi, eða skyldurækni. betta hefi ég feng- ið áþreifanlega að reyna. Ég ætlaði að ráða til að leysa af i sumar sem leið menntaskóla- nema sem ég hafði áður haft til að leysa af i sumarfrium. Nú var það bannað. Hann vantaði hálfan mánuð i 20 ár, það var alltof sumt, og svona er þetta allt orðið einfalt. Skrifa bara nafnnúmer Og heyrst hefir að innheimtu- stofnanir i Reykjaneskjördæmi séu hættar að skrifa nafn manna á kvittanir er þeir greiði sin gjöld heldur nafnnúmer og á þetta að einfalda kerfið. bar þarf fyrirhöfn til að fá nafn sitt skrifað á blaðið fyrir þá sem vilja heldur nafn en númer. - Og heyrst hefir jafnvel að bankar ætli að fara að taka það gilt með vixla sem menn skrifa upp á, að skrifað sé nafnnúmer en alls ekki nafnið og allt til að gera þetta einfaldara. bá verður nú gaman að lifa. Og svo er talað um frelsi einstaklingsins. KROSSGÁTURITID LT

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.