Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 9

Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 9
visro Föstudagur 2. april 1976. 9 Flest þau börn sem koma á slysavaröstofu Borgarspitalans vegna eitrunar eða meintrar eitrunar eru yngri en 6 ára gömul. Litið kemur af eldri börnum. Haukur Kristjánsson yfirlæknir tjáði okkur að ekki væri búið að taka saman tölur yfir slik tilfelli fyrir siðasta ár. Arið 1974 komu hins vegar meira en 300 börn að 3 ára aldri á slysavarðstofuna vegna eitrunar. Haukur sagði að sér virtist sem fjölgun þeirra barna sem koma vegna eitrunar væri litil, ef hún væri nokkur. Án þess að vilja fullyrða nokkuð, kvaðst hann hafa það á tiifinningunni að talan frá þvi á siðasta ári væri jafnvel lægri en 1974. Að minnsta kosti eru eitrunartil- felli ekki í vexti. Mikill áróður hefur án efa haft sitt að segja, enda aldrei of var- lega farið með eiturefni. Meðul, bón og fleira... Sú tala sem til er frá árinu 1974 gildir um börn upp að 13 ára aldri, en flest þau sem komast i læknishendur eru innan við 6 ára eins og fyrr segir. Haukur sagði að mest bæri á þvi að börnin kæmust i meðal- aglös, hreinsivökva alls konar, sterka edikssýru, terpentinu, tóbak og jafnvel málningu. Hann gat þess að i sárafáum tilfellum væri um eitrun að ræða. Oftast væri komið með börnin vegna þess að þau hafa borðað sigarettustubb, töflur eða annað en hins vegar ekki vitað um hversu mikið magn væri að ræða. Það væri þvi nær að tala um meinta eitrun. Hvað á að taka til bragðs? Fyrir nokkru birtum við grein um ýmsar hættur á heimilum. Við gáfum þá ýmis góð ráð um það hvernig geyma ætti hættu- leg efni. Það má þó ekki útloka þann möguleika að barn geti náð i eiturefni, og þá er eins gott að vita hvernig á að bregðast við. Um það ætlum við einmitt að fjalla nú. Það er ekki sama hvernig brugðist er við. Það veltur á þvi HVAÐ ó að gera ef barnið tekur inn eitur! hvað barnið hefur borðað eða drukkið. I flestum tilfellum verður að reyna að fjarlægja eitrið úr maga barnsins. Fjarlægið afgang taflna úr munninum og fáið barnið til að kasta upp. Það er fljótlegast og auðveldast með þvi að fara með fingurinn i kok barnsins. Uppsölumeðul eru sjaldnast við höndina. Hins vegar má útbúa meðal sem virkar fljótt. Setjið matskeið af salti út i bolla af vatni, og látið barnið drekka það. Sé langt siðan barnið drakk eða borðaði og maginn er tómur, á að gefa þvi vatn eða mjólk að drekka, áður en það er látið kasta upp. Annars hefur það engu að kasta upp. Um leið og það kastar upp, þá að halda höfðinu lágt, eða i mjaðmahæð,, til þess að spýjan stöðvist ekki i hálsinum. En stundum má alls ekki láta barnið kasta upp... Ef barnið er meðvitundar- laust eða með krampa má alls ekki framkalla uppköst. Ef barnið er þannig á sig komið verður að komast sem fyrst með það i læknishendur. Geti barnið ekki andað verður ,að nota blástursaðferðina i gegnum nef. Hafi barnið tekið inn tærandi efni, eða efni sem brenna, svo sem sýru eða önnur, má, alls ekki láta það kasta upp. Sama gildir um basisk efni. Sé barnið látið kasta upp. eru likurnar á frekari skaða meiri. Best er að gefa barninu mótverkandi meðal, sé það fyrir hendi. ' Hafi maður ekki annað, er gott að gefa barninu mjólk. Komið barninu sem fyrst undir læknishendur. Hafi barnið drukkið steinoliu, bensin eða aðra slika vökva er varasamt að láta það kasta upp og best að koma barninu sem allra fyrst i læknishendur og láta lækna sjá um meðhöndlun. Takiö umrætt eitur meö á slysavaröstofuna Munið að taka meðalaglasið, eða ilátið sem eitrið hefur verið geymt i, með til læknisins eða á slysavarðstofuna. Það getur verið mjög nauðsynlegt fyrir þá sem annast barnið að fá nákvæmar upplýsingar um viðkomandi efni. Munið..... Allir vilja komast hjá þvi að fara með barnið sitt á slysa- varðstofu vegna þess að það komst i eitur. Þvi ætti að geyma það þar sem barnið nær ekki til þess. Meðul á að geyma i læstum skáp, sem barnið nær ekki til. Þegar búið er að nota meðal á að setja það strax i skápinn aftur. Látið lykilinn ekki vera i skápnum. Geymið ekki gamla meðalaafganga. Hreinsunarefni á að geyma i skáp sem er svo hátt uppi að barnið nær ekki i hann. Hann á allra helst að vera læstur. Hellið aldrei hreinsunarefnum i gos- flöskur. flöskur undan ávaxta- safa eða önnur ilát sem drykkjarefni eru geymd i. Þá er hætta á að jafnvel fullorðnir taki feil og súpi á. Tóbak á ekki að geyma þar sem börn ná til. Geymið sigarettupakkann eða annað tóbak þar sem barnið getur ekki teygt sig i það, og varist að það nái i öskubakka sem stubbur eða stubbar eru i. Notið helst öskubakka með loki. —EA Eitrunar- tilfeilum fjölgar lítið hér ó landi Flest börn sem koma til meðhöndlunar ó slysadeild yngri en 6 óro Umsjón: Edda Andrésdóttir. Forðist tóbaksreyk þar sem börnin eru! Allt of oft eru börn látin vera i miklum tóbaksreyk. Þau hafa enga möguieika á þvi að verja sig, enda þekkja þau ekki skað- vænleg áhrif reyksins. Þegar þörn hafa verið lengi i reykjar- kófi eru þau miklu óupplagðari en annars og mótstöðuaflþeirra er minna. Þannig segir meðal annars i grein í dönsku blaði sem fjallar um ýmis málefni varðandi heilsu og læknavisindi. I grein- inni er tekið fram að rannsóknir hafi sýnt að tóbaksreykur hafi skaðleg áhrif á börn, bæði and- lega og likamlega, og þess eigi að gæta aö þau séu i hreinu lofti, hvort sem þau eru heima eða á stofnunum. ..Börnin eru oft kvefuð og mörg þjást af bronkitis, astma eða eksemi. Tóbaksreykur getur ekki aðeins gert þetta verra, heldur á hann þátt i að brjóta niður eðlilegt mótstöðu- afl gegn öðrum kvillum. Auk þess hefur reykurinn skaðleg áhrif á blóðþrýsting, púls og blöðrás. Tóbaksreykur veldur oft hósta, höfuðverk og ertingu i augum, nefi og hálsi hjá fuil- orðnum sem ekki reykja. Reykur er enn meira ertandi hjá börnunum.” ,,Tjöru- og nikotininnihald i þvi magni af reyk sem fer út i herbergið frá einni sigarettu, er miklu meira en það magn sem reykingamaðurinn sjálfur andar að sér. Reykurinn inni- heldur eiturefni og það er hrein- lega hættulegt fyrir barn að anda að sér reyknum.” ,,Barn situr oft þétt við siga- rettu sem er i öskubakka og svælir. Fæstir hugsa sjálfsagt til þess að barnið fær meira af tjöru og nikótini ofan i sig en sá fullorðni sem er að reykja sigarettuna.” —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.