Vísir - 02.04.1976, Side 5

Vísir - 02.04.1976, Side 5
visra Föstudagur 2. april 1976. mál, og gefur réttilega i skyn að blaðið virðist hafa tekið ein- göngu pólitiska afstöðu í þessu máli, en réttlæti var látið lönd og leið. Með þessu skilst mér að þú sért ekki að kenna reyndum öldungum eins og Ólafi eða Gils eitt eða neitt, þeir hafa lesið þetta og lifað þetta, en skáldrit- stjórinn er að tala til ungdóms- ins í landinu, taka i kennslu- stund. I uppsláttarritum sé ég að þú ert fæddur árið 1930. Aldrei hef ég dregið bráðþroska þinn i efa, tveggja ára gamall hefur þú fylgzt með þessu máli, kannað allar hliðar þess, og þú ert þess vel umkominn að hella yfir æskulýð landsins fróðleiksmol- um úr nægtabrunnum vizku þinnar. En þó að þú greinir satt og rétt frá, sem þú gerir, þá hefurnú sennilega æska þin svo valdið, að nokkuð skortir á yfir- sýn, saga þin af Magnúsi Guð- mundssyni, sögð svo einangruð sem þú segir hana, er afar vill- andi og þess vegna beinlinis röng. Ég tek strax fram að mér eru ekki kunnir málavextir i málum Magnúsar Guðmundssonar frá árinu 1932, og enda skipta þeir ekki máli i þessu samhengi. Hitt skiptir máli, að i tryllingslegri pólitik nýfrjálsrar þjóðar hafði tveimur árum áður gerzt annar atburður. Það var þegar þáver- andi dómsmálaráðherra, Jónasi Jónssyni, var borið á brýn að hann væri geðveikur. Þú ættir að muna eftir þvi, þvi sam- kvæmt fyrrnefndu uppsláttar- riti varstu fullra tveggja mán- aða, þegar sá atburður átti sér stað. Við skulum láta efnisatriði málsins liggja milli hluta. Enn fremur það að efnisdómur, það er algilt svar um geðheilsu ráð- herrans, er auðvitað ekki til, og enda skiptir það ekki máli i þessusamhengi. Ég vil þó koma að þeirri persónulegu skoðun minni, að eins og þetta mál var vaxið hafi verið um dólgslegar aðfarir að ráðherranum að ræða. En það sem skiptir máli i þessusamhengier það, hvernig Morgunblaðið hagaði sér næstu vikur á eftir, hvernig haldið var áfram að dylgja um geðheilsu ráðherrans. Það var lagt flokks- pólitiskt mat á geðheilsu manns! Svo tveimur árum seinna gerðust Magnúsarmál þau sem þú visar til. Og þá snerist dæmið við — kannski i hefndarskyni. Þá ofsótti Timinn með upphróp- unum, Morgunblaðið varðist kröftuglega. En sagan er ekki þar með öll sögð. Tveimur árum þar i frá — eða i ársbyrjun 1934 varð enn dómsmál. Þú hefur ekki fylgzt með þvi, kannski verið i fyrir- lestrarferð erlendis. Nú var það Magnús Guðmundsson, dóms- málaráðherra, sem fyrirskipaði málshöfðun á lögreglustjórann i Reykjavik, Hermann Jónssm, fyrir að hafa skotið kollu út i eyjum. Og nú snerist málið enn við, og enda Hermann efstur á lista Framsóknarlnanna i bæjarstjórnarkosningum i Reykjavik. Nú heimtaði Morgunblaðið réttlæti, en Tim- inn varðist með upphrópunum. En er það aukaatriði i þessu samhengi hvort Hermann Jónasson skaut fuglinn eða ekki. Hitt sem er aðalatriði eru við- brögð blaðanna: Hvernig flokksmatið var lagt á geðheilsu manna, hvernig flokksmatið var lagt á sakamál. Og þar Matthias góður, var ekki munur á Morgunblaði og Tima. Það var þetta ástand sem sljóvgaði réttarvitund manna, það var þessi tegundaf skoðanamyndun sem eitraði út frá sér. Og sumir hafa ekkert lært, engu gleymt. Þá og nú Einhvers staðar mitt i mælg- inni og mærðinni segir þú, að blöð eigi ekki að vera dómstóll. Hver hefur sagt það? Ekki ég. Enda er þarna, eins og reyndar viðar, ekki svo gott að skilja hvað þúertaðsegja,hvaðþúert að meina. Þú hleður upp orðum. Það að blöð eða blaðamenn eigi ekki að vera dómstóll, þýðir það að ég og þú og aðrir eigum ekki að hafa skoðanir? Eða þýðir það, að jafnvel þótt við höfum skoðanir, þá eigum við að gera það sem þú gerir — fela þær i mælgi — helzt þannig að við skiljumst ekki? Þú boðar umburðarlyndi og gerir það af- skaplega fallega — en hvað þýð- ir þetta umburðarlyndi þitt? Ef það þýðir að við eigum öll að gera það sem þú gerir — og ger- ir þar með við Morgunblaðið — að sitja hjá og horfa á það með stóiskri ró, meðan verið er að eitra umhverfi okkar, og það i fleiri en einum skilningi, af þvi að við erum ekki dómstóll, þá einfaldlega hafna ég þessari kenningu þinni. Ef að það er umburðarlyndi að bergja eitraðan bikar tii þess að særa ekki þann sem eitraði — eða mömmu hans eða ömmu — þá getur þú átt þitt umburðarlyndi fyrir mér. Nú er það samt svo, að það hvarflar ekki að mér að á f jórða áratugnum — eins og i dag — hafi ekki verið til siðaðir menn sem sáu i gegn um Stóru bomb- una, Magnúsarmál og kollumál. Vitaskuld voru þeir og voru margir. En samt var það svo að flokkarnir og fjölmiðlarnir rúmuðu ekki þessar skoðanir. Og staðreyndin sýnist mér sú, að þótt um sumt hafi miðað fram á við, og þótt nú upp á sið- kastið hafi um margt verið reynt að hnika þessu ástandi til, þá hefuri öðrum efnum beinlin- is miðað afturábak. Þar á ég til dæmis við bankaspillinguna, slappleika fjölmiðlanna, upplýsingaleysið og flokksklaf- ann sem þessu ræður. Þeir sem mislikar, já þeir sem ofbýður, hafa efalitið að sumu leyti betri tækifæri nú til að láta skoðanir sinar i ljósi en þeirhöfðu 1930. Engu að siður er yfir nokkrar torfærur að fara, misjafnlega erfiðar yfirferðar að visu. Og varaðu þig að verða ekki um of ein af þessum torfær- um. Vegna þess að með undra- verðum hraða verða þær stund- um að flagi. Lestu Timann. Kleppur þá, Klúbbur nú? Til að hlýða Þorgeiri Þor- geirssyni og hætta að tala tæpi- tungu þá veizt þú auðvitað mætavel, af hverju þessi orð eru sögð og skrifuð. Fyrir hálfum mánuði ritaði ég i þetta blað og leitaðist við að gera nokkra Ut- tekt á Morgunblaðinu. Ég hrós- aði Morgunblaðinu fyrir það, sem mér þykir hróss vert, en fann að öðru, einkum hinum yfirþyrmandi sljóleika sem mér finnst sýkja þitt annars ágæta blað. Þið veitið ekki aðhald, þið sýnið ekki frumkvæði og sljó- leikinn er smitandi. Sem dæmi tók ég ræfilslega afstöðu ykkar til Klúbbmála, þar sem þið hafið þagað þunnu hljóði, fylgið ekki einu sinni eftir ykkar eigin at- hugasemdum um tengsl Framsóknarflokks og veitinga- húss. Og nú, að tveimur mánuð- um liðnum, er svo komið að af sex dagblöðum i Reykjavik hafa fjögur fjallað kraftlega um þessi mál i forustugreinum, en þú situr eftir með Þórarni. Ég held að það sé flokkurinn sem þarna hefur lagt helgreip sina yfir ykkur, gelt ykkur. Ef það gerist þarna, hvar gerist það þá ekki? Og er ekki þögnin ykkar nú af sama flokkspólitiska toganum spunnin eins og upp- hrópanirnar ykkar fyrir rúmum 40 árum? En þú vilt ekki dæma, þú vilt vera umburðarlyndur. Og þú segir réttilega að ekki séu allir Zolarþótt þeir ákæri. Þetta er rétt og meira að segja sjálfur kjarni málsins. En undirstaða siðmenningar er það meðal annars aðleita sér upplýsinga, vega og meta þessar upplýsing- ar, leggja á þær mat og draga siðan ályktanir. Ef við gerum þetta báðir, já öll, þá erum við á réttri leið. Vera má að ég hafi rétt fyrir mér, vera má að þú hafir rétt fyrir þér, eða báðir eða hvorgur. En þegar upplýsinga hefur verið aflað þá á að tjá sig, og þann rétt á öllum að tryggja. En, Matthias minn, það er ekki umburðarlyndi að halda sér saman. Það eitrar, það slævir það skaðar. Kveðja, Vilmundur Gylfason. LAUGARAS B I O Sími 32075 |PG| A UNIVERSAL PICTURE Ný kúrekamynd i litum með tSLENSKUM TEXTA. Sýnd kl. 7 og 11. Allra siðasta sinn 3 1-89-36 Per ISLENZKUR TEXTI. Ný dönsk djörf sakamála- kvikmynd i litum. Leikstjóri: Erik Crone. Aðalhlutverk: Ole Ernst, Fritz Helmuth, Agneta Ek- manne. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuð börnum ' innan 14 ára. PORTER Viðfræg, djörf og mjög vel gerð ný itölsk-bandarisk lit- mynd. Myndin hefur alls staðar vakið mikla athygli, jafnvel deilur, en gifurlega aðsókn. 1 umsögn i blaðinu News Week segir: Tango i Paris er hreinasti barna- leikur samanborið við N æ t u r v ö r ð i n n . r> i r k Bogarde, Charlotte Rampling. Leikstjóri: Liliana Cavani. ISLENSKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11,15. Viðburðarrik og mjög vel gerð mynd um flugmenn, sem stofnuðu lifi sinu i hættu til þess að geta orðið frægir. Leikstjóri: George Roy Hill. Sýnd kl. 5 og 9. Allra siðasta sinn Bófinn með bláu augun som vestens skrappeste lejemorder i TÓMABÍÓ Sími31182 Voru guðirnir geimfarar (Chariots of the gods.) Þýzk heimildarmynd með ensku tali. Myndin er gerð eftir metsölubók Erichs von Daniken með sama nafni. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. EAN'CONNERY ZARDOZ ■: XJHNBOORMAX ISLENSKUH TEXTI. Mjög sérstæð og spennandi ný bandarisk litmynd um framtiðarþjóðfélag. Gerð með miklu hugarflugi og tæknisnilld af .Jolin Boor- m an. Aðalhlutverk: Sean Connery, Charlotte Rampl- ing Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ISLENSKUR TEXTI Valsinn Les Valseuses Heimsfræg djörf ný frönsk kvikmynd i litum. Aðalhlut- verk: Gcrard Pepardieu. Patrick I'ewaere, Miou- Miou. Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 16 ára. The Conversation Mögnuð litmynd um nútima- tækni á sviði, njósna og simahlerana i ætt við hið fræga Watergatemál Leikstjóri: Francis Ford Coppola (Godfather) Aðalhlutverk: Gene Hackman islenskur texti Sýnd kl. 5. 7 og 9 ISLENZKUR TEXTI Guðmóðirin og synir hennar Sons of Godmother To banders magtkamp om„spritten„ i tredivernes Amenka -spænding og humor! ALFTHUNDER M PINO COLIZZI LfP ORNELLA MUTI /««' . LUCIANO CATENACCI^^ | Sprenghlægileg og spenn- andi ný, itölsk gamanmynd i litum, þarsem skopast er að itölsku mafiunni i spirastriði i Chicago. Aðalhlutverk: Alf Thundcr, Pino Colizzi. Sýnd kl. 5. 7 og 9. LEIKHÚS a<». P1 S* 1-66-20 r SAEMASTOFAN i kvöld. — L'ppsell. EQLLS laugardag. — Lppselt. KOLRASSA sunnudag kl. 15. VILLIÖNOIN sunnudag kl. 20.30. — 7. syn. Græn kort gilda. SKJALniIAMRAR þriðjudag — Lppselt. SALMSTOFAN miðvikudag. — Lppselt. EQLLS limmtudag kl. 20.30. Miðasalan i Iðnó opin kl. 14 til 20.30. Simi 1-66-20. Iwódleikhosib' KARI.INN A ÞAKINL i dag kl. 15. Lppselt. Laugardag kl. 15. Lppselt. Sunnudag kl. 15. NATTBOLID i kvöld kl. 20. Sunnudag kl. 20. t'AIIMEN Laugardag kl. 20. Litla sviðið: INLK Þriöjudag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Miðasala 13.15—20. Simi 1-1200. Leikfélag Kópavogs Barnaleikritiö Rauðhetta syning laugardag kl. 3„ Miðasala syningardaga. Simi 41985. Leikfélag Seltjarnarness lllauptu af þér hornin sýning i Félagsheimili Sel- tjarnarness sunnudag kl. 20.30 Miðasala frá ki. 5 sýningar daga.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.