Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæindastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjórar: horsteinn Pálsson, ábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfuiltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastj. erl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns- dóttir, Valgarður Sigurðsson, Þrúður G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndai, Kjartan L. Pálsson. útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Ásgeirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Augiýsingar: Hverfísgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfísgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611.7 iinur Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Innlend jarðefni og iðnaður Þrátt fyrir miklar framfarir i atvinnumálum höf- um við búið við fremur einhæfa atvinnustarfsemi. Þetta hefur valdið ýmsum örðugleikum. Sveiflur i sjávarútvegi eða á verðlagi erlendis geta við slikar aðstæður haft miklu mun meiri áhrif á efnahagslifið en ella. Allar tilraunir til þess að auka fjölbreytni i atvinnumálum horfa þvi til framfara. Stóriðjan á sinum tima var merkur áfangi i þessum efnum, enda var hún forsenda meiriháttar raforkuvirkj- ana. En við verðum að huga að fleiri þáttum atvinnu- uppbyggingarinnar en stóriðjunni. Ýmis konar smærri iðnaður hlýtur á næstu árum að taka við verulegum hluta þess vinnuafls, sem kemur inn á vinnumarkaðinn. Um leið náum við þvi marki að gera atvinnulifið fjölbreyttara. Engum vafa er þvi undirorpið, að islendingar þurfa i auknum mæli að gefa þessum efnum gaum. Á Alþingi hefur Ingólfur Jónsson ýtt við einu sliku máli. Hann leggur til að rannsókn fari fram á nota- gildi jarðefna til iðnaðarframleiðslu. Fram til þessa hafa menn ekki leitt hugann að þvi að möguleikar gætu verið fyrir hendi á þessu sviði. Athuganir hafa þó verið gerðar á nýtingu og vinnslu perlusteins. En hér eru ýmsir fleiri kostir, sem ástæða getur verið til að rannsaka. Ingólfur nefnir i greinargerð sinni með tillögunni, að hér finnist basalt, vikur, leir, titaniumrikur sandur, gjall og steinullarefni auk perlusteins. Iiann bendir ennfremur á ýmsa vinnslumöguleika, sem fyrir hendi kunna að vera á þessu sviði. Hér hefur verið hreyft athyglisverðum hugmynd- um, sem full ástæða er til að rannsaka ýtarlega. Athuga verður sérstaklega vinnslumöguleika og stofnkostnað.. Fyrirfram þarf einnig að ganga úr skugga um, hvort hér sé unnt að reka heppilegar rekstrareiningar og hvaða gæðum við getum náð. í greinargerðinni segir Ingólfur m.a.: ”Það er mikið verk og vandasamt að rannsaka til hlitar það sem hér hefur verið nefnt. En það þolir ekki bið, að úr þvi fáist skorið hvort arðvænlegt er að efna til iðnaðarframleiðslu úr islenskum jarðefnum. Lik- urnar eru miklar fyrir þvi, að jarðefnin séu mikill auður, sem þjóðin geti notfært sér á næstu árum og um langa framtið.” í þjóðfélagi verkaskiptingarinnar og siaukinnar félagslegrar þjónustu vill stundum gleymast, að lifskjörin byggjast á verðmætasköpun. Stjórnmála- menn hafa jafnvél gert sig seka um að horfa fram- hjá þessum sannindum. Ingólfur Jónsson er þó einn þeirra, sem lagt hefur sig i framkróka við að minna á gildi atvinnuuppbyggingarinnar og framleiðsl- unnar. Að sjálfsögðu megum við ekki ana áfram i þess- um efnum fremur en öðrum. Mestu máli skiptir að við grandskoðum alla kosti, sem liklegir eru til þess að vera undirstaða nýrrar atvinnustarfsemi. Við verðum að vera ófeimnir við að brjóta upp á nýungum. Um leið minnir tillöguflutningur af þessu tagi á nauðsyn þess að bæta rannsóknaraðstöðu hér inn- anlands. Rannsóknirnar eru undirstaða. Menn mega þvi ekki vanmeta gildi þeirra. Föstudagur 2. april 1976. vism Umsjón: Guðmundur Pétursson ) S ® 1976 lo$ Angeles Timei Ford taldi sig ciga fyrsta sætiö vist I forkosningunum i Noröur-Karólinu. En annaö kom á daginn.... Ford má ekki slaka á Fyrir Ford var Norður- Karólina lexia. Hann hefur ekki efni á þvi að slaka á i kosninga- undirbúningi neins rikis. Jafn- vel ekki einu sinni, þegar hann hefur fimm sigra i röð að baki sér. Siðustu helgi var Ford á heimaslóðum Heagans i Kali forniu. Talaði forsetinn þar enga tæpitungu, þegar hann andmælti gagnrýni Reagans, um hvernig Bandarikin hefðu glatað hernaðaryfirburðum sin- um i forsetatið hans. Sagði Ford það fjarstæðu, og að Bandarikin mundu ávallt halda yfirburði sinum undir hans stjórn, þött hann vildi hinsvegar ekki spila „rússneska rúlettu” með hern- aðarmátt lands sins. (Þar vitn- aöi hann i þann gráa leik tveggja manna, sem með sexhleypu skiptast á að miða á höfuð sér og hleypa af með fimm skothólfin auð, en kúlu i þvi sjötta og enginn veit, hvenær byssuhaninn smellur á þvi hlaðna.) Carter ógnar. Ford þreytist heldur aldrei á að benda mönnum á, hvernig Bandarikin hafa náð sér upp úr efnahagskreppunni i forsetatiö hans, og hvernig efnahagur ÞEIR VINNA HVfLDARLAUST FYRIR NÆSTU F0RK0SNINGAR Meö sex forkosningar að baki af alls :!1 hefur Keagan loks i þeim siöustu sýnt, aö hann gcti veitt Ford keppni um útnefningu repúblikanaflokks- ins til forsetakosninganna. En ójöfn keppni er það, þvi að Ford er langtum liklegri til að fara þar með sigur af hólmi. A hinum vigstöðvunum hefur Jimmy Carter komið mönnum mjög á óvart, þar sem hann hef- ur hlotið slikt fylgi, að viröist nær óstöðvandi. Hefur honum meðal annars tekist að sigra George Wallace á heimavelli i Suöurrikjunum, sem Wallace hefur alltaf átt bókuð. Þótt engar forkosningar væru þessa vikuna, hafa framboðs- efnin ekki legið á meltunni. Unnið er baki brotnu við undir- búning næstu. Framundan eru forkosningar i rikjum, sem geta ráöið úrsiitum fyrir möguleika hvers og eins. — 6. apríl verða samdægurs forkosningar i Wisconsin og New York, 27. april i Pennsylvaniu og 1. mai i Texas. Reagan sækir á brattann Kvikmyndaleikarinn, Ronald Reagan, sem var rikisstjóri Kaliforniu 1964 til 1972, á upp brattann að sækja i kapphlaup- inu innan republikanaflokksins. Enda iiefur framboðsefnum aldrei tjóað að etja kappi við forseta, sem leitar endurkjörs. Úrsiitin i fyrstu fimm forkosn- ingum yröu reyndar eftir þvi. En sigur hans i Norður- Karólina, sem kom öllum á óvart, varð honum ný hvatning. Svo gjörsamlega komu þau úr- slit flatt upp á menn, að fylgis menn Fords setti hljóða. Þeir höfðu fyrir kosningarnar spáð þvi að sennilega muni Reagan draga sig út úr kapphlaupinu, eftir úrslitin I Norður-Karólina. Mikilvægur sigur samt t rauninni er fjöldi full- trúanna, sem Norður-Karólina sendirá flokksþing republikana hlutfallslega litill og það fylgi, sem Regan tryggöi sér þar, ekki ýkja þýðingarmikið. En sigurinn i sjálfu sér og áhrif hans á kjósendur i öðrum forkosningum var og verða afar mikilvæg. Að ekki sé minnst á, hvaða kapp hljóp i kinn Reagan við þann meðbyr eftir allt mót lætið og vonleysið. Það hjálpaði honum að hrista af sér imynd þess sigraða i baráttunni. Um leið þaggaði það niður i þeim röddum innan repúblikana- flokksins, sem voru i þann veg- inn að krefjast þess, að hann hætti baráttunni til að spilla ekki fyrir möguleikum flokksins i næstu forsetakosningum. Enn- fremur byrjuöu að slreyma aft- ur framlögin i kosningasjóði hans. þeirra fer stöðugt batnandi. Á meðan þessu vindur fram hjá repúblikönum, hefur runnið upp fyrir framboðsefnunum i demókrataflokknum að Jimmy Carter er sá, sem þeir verða að keppa viö og yfirvinna. Jafnvel i herbúðum repúblikana eru kosningahanarnir byrjaðir að miða hernaðaráætlanir sinar viö, að frambjóðandi demó- krata verði Jimmy Carter, en ekki Hubert Humprey, eins og ýmsum þótti liklegt áður. Ihaldskápa Fords dugði ekki Nú hefur Norður-Karólina alltaf þótt einstaklega ihalds- sinnaö riki, og þurfti ekki að koma svo mjög á óvart, þótt repúblikanarnir greiddu ihalds- samara framboðsefninu at kvæöi sln. Þótt Ford hafi i kosn- ingaundirbúningnum brugöið sér i íhaldsmannskápu sina, til að hamla á móti Reagan, bá hefur leikarinn þótt honum ihaldssamari og er enn svo. Enda hefur Reagan slegið mjög á þá strengi, eins og komið hef- ur fram i gagnrýni hans á utan- rikisstefnu F'ords og Kissingers. Reagan veðjar á „villta vestrið” Reagan leggur nú aðaláherslu kosningaundirbúnings sins á forkosningarnar i Texas, en læt- ur Wisconsin frekar sitja á hak- anum. t Texas eru hinir ihalds- samari i meirihluta i repúblikanaflokknum, meðan Ford getur nokkurn veginn gengið að visum sigri i Wisconsin. Kaliforniurikisstjórinn fyrr- verandi veöjar þvi á Texashest- inn. Ef honum tekst að ná þar öruggum sigri, hefur hann feng- ið þann byr i seglin, sem duga mun til þess að hann þarf ekki að gefast upp i þeim forkosning- um, sem eftir eru. Einkanlega getur hann þá verið vongóður i forkosningum i öörum Suður- rikjum, og þar á meðal Kali- forniu, en flokksdeildin þar á stærsta hóp fulltrúa á flokks- þinginu. Mundi sigra Ford nú Enda hefur komið á daginn i tvennum Gallupskoðanakönn- unum á siðustu viku, að Carter mundi sigra Ford naumlega ef forsetakosningarnar færu fram núna. Sömu kannanir bentu einnig til þess, að Ford mundi á hinn bóginn vinna Humprey, sem er sagður enn biða færis utan við kosningahriðina til þess að bjóða sig fram til málamiðl- unar á flokksþingi demókrata, ef ekki verður eining um neinn hinna. Blöð i Bandarikjunum vildu i fyrstunni ekki taka fylgi Carters alvarlega. Það, sem hann virtist helst hafa sér til framdráttar á atkvæðamarkaðnum, var ung- legt yfirbragð, breitt bros og gáskaglampi i augum auk svo afstöðu hans gegn auknum rikisumsvifum og breiðum mál- efnagrundvelli, sem laðaði að honum fylgismenn jafnt lengst af hægri vængnum sem úr frjálslyndari arminum til vinstri. Drýgst hefur honum reynst fylgið meðal blökku- manna. Vandar kosningaundir- búninginn Carter hefur einnig lagt mikið kapp á aö vanda undirbúning forkosninganna i hverju riki og heíur uppskorið árangur fyrir það erfiði. Af öðrum framboðsefnum demókrataflokksins er aðeins einn liklegur til að veita Carter þá keppni.sem dugað gæti. Eftir andstreymið hjá Wallace, er það aðeins sigurvegarinn frá Massachusetts, Henry Jackson. Enda er honum spáð framgangi i New York og Pennsylvaniu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.