Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 02.04.1976, Blaðsíða 10
Föstudagur 2. april 197«. VÍSIR SKÍRN í KÓPAVOGI Ungmennafélag Reykdæla hefur i vetur sýnt leikrit Guðmund- ar Steinssonar, Skirn, að Logalandi. Leikflokkurinn leggur nú land undir fót og sýnir leikritið i Félagsheimili Kópavogs annað kvöld kl. 8.30. Á myndinni heldur Maja (Margrét Gunnarsdóttir) á barni sinu undir skirn. Gestir og heimilisfólk horfir alvörugefið á prestinn (Kristófer Má Kristmundsson) skira. RÁS 76 Urir nemendur Myndlista og Handiðaskólans hafa tekið saman höndum og opnað grafik- sýningu i vinnustofu Guðmund- ar Árnasonar að Bergstaða- stræti 15. Að henni standa Reinhild Pat- zelt, Ásgeir Einarsson og Skúli Ólafsson. Þremenningarn- ir Ijúka prófi frá skólanum i vor og voru meðal þeirra nemenda sem Rudolf Weissauer kenndi, þegar hann var hér fyrir jólin. Á sýningunni eru alls 27 grafikmyndir allar á viðráð- anlegu verði. Mozart til heiðurs Mozart-tónleikar verða haldnir á sunnu- dag i tengslum við Minningarsýningu Ásgrims Jónssonar, en Ásgrimur var mikill unnandi Mozarts. Margir tónlistamenn koma fram. Guðný Guðmundsdóttir og Gisli Magnússon leika sónötu fyrir fiðlu og planó. Sigriður E. Magnúsdóttir og Jónas Ingimundarson flytja sönglög. Þá verður fluttur kvintett i ES-dúr fyrir pianó og blásara. Flytjendur eru þeir Jónas Ingimundarson, Sigurður Y. Snorrason, Kristján Stephen- sen, Stefán Stephensen, Hafsteinn Guðmundsson. Tónleikarnir verða haldnir i Austursalnum og hefjast kl. 3. Háskólakórinn hefur stefnt að þvi að flytja verk eftir núlifandi islensk tónskáld og það mun hann einnig gera á tónleikunum i Félagsstofnun stúdenta á morgun. Frumflutt vcrður verk eftir Jón Asgcirsson við kvæði Jóhannesar úr Kötlum. ”Á þessari rimiausu skeggöld”. Jón samdi þetta verk fyrir nokkrum árum við danska þýð- ingu á ljóðinu og var verkið flutt i þeirri mynd i Danmörku en nú hefur Jón breytt verkinu mikið og færði hann kórnum það til flutnings snemma á þessu ári. Auk verks Jóns mun kórinn syngja stúdentalög, negra- sálma, þjóðlög frá Ungverja- landi, Bulgariu og Englandi, talkór úr indverskri óperu og lög eftir Bent Lorentzen við danska þýðingu á 3 ljóðum eftir Mao tse-Tung. Háskólakórinn lýkur með þessum tónleikum 3. starfsári sinu. Kórinn er með þessum tón- Rut Magnúsdóttir hefur verið stjórnandi kórsins frá upphafi. Ljósm. Jim. „Á þessari rímlausu skeggöld" leikum að ljúka 3. starfsári sinu, en fyrr i vetur tók hann þátt i flutningi Carmina Burana ásamt söngsveitinni Fil- harmoniu og Sinfóniu- hljómsveitinni. Stjórnandi frá upphafi hefur verið Rut Magnússon. Tónleikarnir hefjast kl. 5 á morgun og verða endurteknir á sunnudag kl. 20.30, einnig i Félagsstofnuninni. Finnsk list að Hallveigar- stöðum Um helgina stendur yfir sýn- ing á verkum finnsku listakon- unnar Oili Elinar Sandström. Elina Sandström hefur verið busett hérlendis i 9 ár en býr nú i Norður-Finnlandi. Hún hefur stundað listmálun yfir 25 ár og hefur náð sérstökum árangri i gerð „miniatyrer” eða litlum oliuverkum. Að þessu sinni sýnir hún 58 oliuverk og sækir myndefni sitt bæði i finnskt og islenzkt lands- lag. Þetta er fyrsta sýning Elinu hér á þessu ári, en hún hélt hér þrjár sýningar á liðnu ári. Sýningin stendur til sunnu dagskvölds og er opin frá kl. 2 - 10. „Eins og ferskur vor- blær kemur nú „Textil- gruppen” frá Stokk- hólmi i sýningar- sali Norræna hússins með sin litriku blómstrandi og frum- legu verk. „Textil- „Eins og ferskur vorblœr" gruppen” hefur aðset- ur sitt i gömlu húsi á Söder i Stokkhólmi, þar sem hópurinn hefur sameiginlega sýn- ingarsali og verslun, en verk þeirra bera með sér sterka samfélags- kennd.” segir Maj- Britt Imnander i skrá að sýningu sem opnuð verður á morgun kl. 2. Fjórar frá Stokkhólmi: (f.v.) Tania Alyhr, Asa Bengtsson, dargareta Röstin og Kristina Laurent eru fjórar úr hópi leirra 44 listakvenna sem eiga myndir á sýningunni i Norræna íúsinu. ... , r. Ljosm. Loftur. A sýningunni i Norræna húsinu eru ýmis konar textilverk. Myndvefnaður, tau- þrykk og textil- skúlptúr. í „Textil- gruppen” eru 44 lista- konur, en fjórar þeirra komu með sýninguna til landsins, settu hana upp og munu kynna hana. Sýningin stendur til 19. april og er opin daglega kl. 2—10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.